Morgunblaðið - 12.03.2016, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mörg áreru síðanbyrjað
var að vara við
því að nota dekk-
jakurl á gervi-
grasvöllum lands-
ins. Sennilega má
rekja það allt aftur til ársins
2010 þegar Þórarinn Guðna-
son læknir skrifaði grein í
Læknablaðið þar sem hann
sagði að í dekkjakurlinu væri
krabbameinsvaldandi efni og
mæltist til þess að það yrði
fjarlægt.
Í vetur hefur umræðan
verið mjög hávær. Hún hófst
á félagsmiðlum í haust og var
fjallað rækilega um málið í
Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins. Upp úr því voru
stofnuð samtök að undirlagi
foreldra undir yfirskriftinni
Nýjan völl án tafar, dekkja-
kurlið til grafar. Þessi hreyf-
ing hefur haldið uppi stöðug-
um þrýstingi á sveitarfélög
og í vikunni kom fram að
hann er farinn að skila sér.
Á fimmtudag var lýst yfir
því að bæjarráð Hafnarfjarð-
ar hefði samþykkt að gúmmí-
kurli yrði í sumar skipt út á
öllum sparkvöllum við grunn-
skóla bæjarins, samtals átta
völlum.
Á þriðjudag samþykkti
bæjarstjórn Kópavogs ein-
róma á fundi að endurnýjun
sparkvalla við grunnskóla
bæjarins yrði flýtt og lokið
yrði við að skipta út gúmmí-
kurli úr dekkjum á þeim á
árinu.
Daginn áður lýstu bæjar-
yfirvöld á Seltjarnarnesi yfir
því að fjarlægja ætti allt
gúmmíkurl úr dekkjum við
íþróttasvæði Seltirninga.
Sveitarfélögin þrjú báru
við áhyggjum af efnum í
kurlinu. „Þótt ekki sé vís-
indalega staðfest að kurl
valdi heilsutjóni þá þykir rík
ástæða til að láta alla þá sem
nota vellina í frístundum,
íþróttum og tómstundum
njóta vafans,“ sagði í tilkynn-
ingu frá Hafnarfjarðarbæ.
Reykjavíkurborg setti á
mánudag inn á vef sinn frá-
sögn af samþykkt borgar-
innar á tillögu Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra um
endurnýjun á gervigrasvöll-
um. Þar á bæ þykir málið
greinilega ekki jafn brýnt og
í nágrannasveitarfélögunum.
Áætlunin er til fjögurra
ára. Hafist verður handa á
gervigrasvelli Víkings á
þessu ári. Á næsta ári kemur
röðin að gervigrasvöllum KR
og Fylkis. Svo kemur Breið-
holtið, gervigrasvöllur
Leiknis 2018 og ÍR 2019.
Rökstuðning-
urinn fyrir því að
ekkert liggi á að
losna við dekkja-
kurlið er sláandi.
„Reykjavíkurborg
hefur aflað upp-
lýsinga um
gúmmíkurl og gervigras-
velli,“ segir í greinargerð
með tillögu Dags um gervi-
grasvelli í eigu Reykjavíkur-
borgar. „Á grundvelli þeirra
upplýsinga er ekki talin
nauðsyn á að skipta því út.
Engar óyggjandi sannanir
liggja fyrir um það hvort
gúmmíkurlið er hættulegt
eða ekki.“
Þessi málflutningur minnir
á varnarræður tóbaksfyrir-
tækjanna á liðinni öld þegar
þau þvertóku fyrir skaðsemi
framleiðslu sinnar.
Umhverfis- og samgöngu-
nefnd Alþingis tók dekkja-
kurlsmálið fyrir á fundi á
miðvikudag. Fyrir nefndinni
lá meðal annars greinargerð
frá foreldrahópnum. „Ef ein-
hvers staðar er hægt að tala
um umhverfissóðaskap þá er
hann á gervigrasvöllum
barnanna okkar í dag,“ segir
þar og síðar: „Loks er sett í
dekkin sót sem lætur börnin
okkar líta út eins og námu-
graftrarmenn. Sótið gerir
okkur kleift að sjá hversu
mikil snerting barnanna er
við dekkjakurlið og efnið sem
úr því losnar.“ Síðan segir að
sótið, sem sé tæp 35-40% af
dekkjakurli, sé „talið krabba-
meinsvaldandi af alþjóðlegu
krabbameinsrannsóknar-
stofnuninni International
Agency for Research on
Cancer“.
Eftir fundinn sagði Hösk-
uldur Þórhallsson, formaður
nefndarinnar, að þar hefðu
komið fram sláandi upplýs-
ingar. „Okkur var bent á það
með mjög sannfærandi rök-
um að um verulega heilsu-
spillandi efni er að ræða og
að sönnunarbyrðin í þessum
málum á að vera öfug,“ sagði
hann við mbl.is. „Þeir sem
taka ákvarðanir um að leggja
þetta dekkjakurl á velli verða
að sýna fram á að þetta sé
ekki heilsuspillandi.“
Hann gagnrýndi sveitar-
félög sem ekki hefðu tekið
þetta mál alvarlega og beindi
orðum sínum sérstaklega til
borgarstjóra: „Við verðum að
gera þær kröfur til borgar-
innar að hún taki til eftir sig
og ráðist strax í aðgerðir til
að losna við þessa óværu af
völlunum. Börnin eiga að
njóta vafans.“
Það er erfitt að andmæla
því.
Málflutningur borg-
arstjóra minnir á
varnarræður tóbaks-
fyrirtækjanna á lið-
inni öld}
Hver á að njóta vafans?
Þ
að styttist í forsetakjör og í byrjun
ágústmánaðar mun nýr húsbóndi
taka við lyklavöldum á Bessastöð-
um, hinu fornfræga höfuðbóli sem
Sigurður Jónsson, forstjóri, færði
íslensku þjóðinni af rausnarskap sínum árið
1941, svo hægt væri að búa ríkisstjóranum
virðulegan samastað. Frá því að Sveinn Björns-
son var kjörinn forseti á Þingvöllum, 17. júní
1944 hafa forsetar þjóðarinnar haldið sitt op-
inbera heimili þar.
Enn hefur ekki fengist skýr mynd af því
hverjir verði í framboði í kosningunum í júní en
ljóst er að margir eru kallaðir. Flestir í kjölfar
hvatningar frá stuðningsmönnum og aðrir af
innri þrá til að vinna íslensku samfélagi gagn.
Allt er það þakkarvert og sannarlega er það
betra að margir vilji gegna embætti forseta en ef
því væri öfugt farið. Það er oftast nær heppilegra að hafa úr
mörgum kostum að velja en fáum.
Nú þegar fleiri og fleiri stíga fram sem „komið hefur verið
að máli við“, svo vísað sé til alþekktrar afsökunar sem
áhugasamir um embættið bera fyrir sig þegar þeir eins og
undirleitir unglingar viðurkenna áhuga sinn á hinu háa emb-
ætti, velti ég fyrir mér þeirri fullyrðingu sem margir halda
fram þess efnis að sá sem gegni forsetaembættinu verði að
vera „sameiningartákn.“ Nú er það svo að starfslýsingu for-
setans er að finna í sjálfri stjórnarskránni en þar er hann
hvergi sagður sameiningartákn. Hann er reyndar lýstur
ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og að hann láti ráðherra
framkvæma vald sitt. Honum er ætlað að skipa
ráðherra og veita þeim lausn, hann skipar rík-
isiráðið og veitir því forsæti og honum er einnig
ætlað að veita önnur þau embætti sem kveðið er
á um í lögum. Samkvæmt stjórnarskránni gerir
forsetinn líka samninga við erlend ríki og hann
stefnir Alþingi saman, eigi síðar en 10 vikum
eftir almennar alþingiskosningar. Hann getur
sömuleiðis frestað fundum Alþingis í allt að
tvær vikur, einu sinni á ári. Þá getur hann líka
synjað lögum staðfestingar og látið leggja fyrir
Alþingi lög til staðfestingar. Þá hefur forsetinn
vald til að fella niður saksókn gegn mönnum ef
ríkar ástæður eru til. Hann getur náðað menn
og veitt almenna uppgjöf saka.
Hvergi í þessari upptalningu, sem reyndar
gæti verið lengri og ítarlegri, eru talin upp verk-
efni sem falið geta í sér þá kvöð eða skyldu að
forsetinn sé sameiningartákn. Raunar virðist vera sem
mörgum skyldum forsetans fylgi hættan á því að hann verði
umdeildur um skemmri eða lengri tíma. Málskotsrétturinn,
margumræddi, er kannski skýrasta dæmið um það.
Þegar til þessa er litið, og reynslu okkar af þaulsætnasta
forseta lýðveldisins, þá er tómt mál að tala um að sá sem
tekur við embættinu af honum, geti orðið „sameiningar-
tákn“ þjóðarinnar. Margt bendir reyndar til að ef forsetinn
leggur of mikið á sig til að ná því froðukennda markmiði,
geti hann þurft að skáka til hliðar þeim skyldum sem aug-
ljóslega hvíla á honum stjórnarskránni samkvæmt.
ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Sameiningartákn í samtímanum?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Allt situr fast sem fyrr í ál-versdeilunni í Straumsvíkog hefur ekkert nýtt kom-ið fram á undanförnum
dögum sem gæti greitt fyrir því að
kjaraviðræður komist í gang. Verk-
fallsaðgerðirnar um stöðvun útflutn-
ings á áli hafa nú staðið yfir í vel á
þriðju viku.
Flutningaskip sem lagðist að
bryggju í Straumsvík í byrjun vik-
unnar er farið og ekkert skip í höfn-
inni eins og stendur og engar að-
gerðir því í gangi þessa dagana að
sögn Kolbeins Gunnarssonar, for-
manns Hlífar. Boðað hefur verið til
sáttafundar á mánudaginn eins og
lög gera ráð fyrir að gert sé með
reglubundnu millibili í kjaradeilum,
sem eru til sáttameðferðar. ,,Menn
eru alltaf hver í sínum hópi að reyna
að skoða og finna lausnir en það
gengur hægt,“ segir Kolbeinn. Ekki
sé komið að því að undirbúa frekari
aðgerðir en yfirstandandi útflutn-
ingsbann til að knýja á um lausn.
„Menn eru alltaf frekar að föndra
við að reyna að ná kjarasamningi.“
Úttekt tilbúin 24. mars
Mikil umræða hefur orðið um
þýðingu og áhrif af starfsemi álvers-
ins og hversu alvarlegar afleiðingar
það hefði ef kæmi til lokunar þess.
Unnið hefur verið á undanförnum
mánuðum að úttekt á vegum Hafn-
arfjarðarbæjar á efnahagslegum
áhrifum af starfsemi álversins á
bæjarfélagið. Samkvæmt upplýs-
ingum sem fengust hjá Hafnarfjarð-
arbæ í gær verður úttektin ekki
tilbúin fyrr en fimmtudaginn 24.
mars. Til stendur að taka hana fyrir
á bæjarráðsfundi þann sama dag.
Ýmsar upplýsingar hafa þó legið
fyrir frá því fyrr í vetur sem sýna
svart á hvítu að lokun álversins hefði
mikil og víðtæk þjóðhagsleg áhrif og
enn meiri staðbundin áhrif. Þær
komu fram kom í svari Ragnheiðar
Elínar Árnadóttur iðnaðar- og við-
skiptaráðherra í desember sl. við
fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur,
þingmanni Framsóknarflokksins,
um áhrif stóriðju og orkuverð.
Þar kom m.a. fram að tekjur rík-
issjóðs af starfsemi álversins næmu
rúmum milljarði á ári í formi tekju-
skatts og tryggingagjalds. Tekjur
sveitarfélaga nema um 600 millj-
ónum kr. vegna útsvars starfs-
manna, 300 milljónum af fasteigna-
gjöldum og tæplega 170 milljónum
kr. af hafnargjöldum.
Samtals nema tekjur hins opin-
bera af starfsemi álversins því rúm-
lega tveimur milljörðum kr. á árs-
grundvelli.
Útflutningstekjur fyrirtækisins á
árinu 2014 voru 56 milljarðar og
fram kom í svarinu að fyrir Hafn-
arfjörð yrði beinn tekjumissir um
700 milljónir kr. á ári. Þá yrðu áhrif-
in mjög mikil fyrir starfsmenn ál-
versins og þau fyrirtæki og ein-
staklinga sem þjónusta álverið.
Í svarinu er byggt á grófu mati
sem unnið var á vegum þriggja
ráðuneyta á þjóðhagslegum og stað-
bundnum áhrifum hugsanlegrar lok-
unar álversins í Straumsvík. Þar var
þó ekki lagt mat á hvaða afleiðingar
lokun hefði t.d. á viðskiptahagsmuni
Landsvirkjunar og Landsnets.
Fram kom í svarinu að gróflega
mætti áætla að á árinu 2014 hefði
fyrirtækið flutt inn hráefni og að-
föng fyrir um 30 milljarða kr. Vöru-
skiptajöfnuður félagsins var þá já-
kvæður um 26 milljarða kr. og þar
af urðu 4 milljarðar kr. eftir í land-
inu vegna launa í álverinu, 500 millj-
ónir vegna fasteignaskatta og tæp-
lega 170 millj. kr. vegna
hafnargjalda.
Úttekt að ljúka á
áhrifum álversins
Morgunblaðið/Golli
Álversdeilan Stjórnendur álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík hafa séð um
útskipun á áli frá því að ótímabundið útskipunarbannið hófst 24. febrúar sl.
Áætlað hefur verið á vegum
Vinnumálastofnunar að vinnu-
afl í Hafnarfirði sé að meðaltali
um 15.850 manns. Eins og fram
hefur komið starfa að meðaltali
rúmlega 400 manns í álverinu í
Straumsvík. Fram kom í svari
iðnaðarráðherra að af heild-
arfjölda starfsmanna álversins
séu að jafnaði 198 búsettir í
Hafnarfirði, samkvæmt upp-
lýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.
Það eru um 1,25% af heildar-
vinnuafli sveitarfélagsins. Í lok
janúar sl. voru 452 manns á at-
vinnuleysisskrá í Hafnarfirði.
Um 200 búa
í Hafnarfirði
YFIR 400 STARFSMENN
Morgunblaðið/ÞÖK
Álverið Boðað er til sáttafundar á
mánudaginn næstkomandi.