Morgunblaðið - 12.03.2016, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
Vetraríki Skyggnst á milli vel skreyttra trjánna í snjókomunni.
RAX
Að stofna hagsmuna-
samtök og skilgreina
hlutverk þeirra og
markmið er vandasamt.
Þetta gerðu Samtökin
78 vel á sínum tíma þeg-
ar þau opnuðu umræð-
una um samkynhneigð.
Skilningur á kynhneigð
hefur hins vegar breyst
á síðustu árum.
Mestan hluta ævinn-
ar taldi ég mig vera
gagnkynhneigða, þó vissulega fyndi
ég fyrir áhuga á kvenfólki. Ég kunni
ekki að bregðast við, sérstaklega af
því að ég var alls ekki tilbúin til að
skilgreina mig sem samkynhneigða.
Annaðhvort ertu jú samkynhneigð,
gagnkynhneigð eða tvíkynhneigð –
svona í augum almennings. Ég hef
enga þörf fyrir að skilgreina mig á
þann hátt að ég hafi „komið út úr
skápnum“. Hins vegar get ég með
sanni sagt að ég hafi „stigið inn í sjálfa
mig“ með því að hætta að velta því
fyrir mér hvernig ég ætti að vera og
vera frekar eins og ég er. Það var erf-
itt, krafðist kjarks og áræðis og mér
fannst ég nokkuð ein því markmið
Samtakanna 78 voru orðin óskýr fyrir
mér.
Rannsóknir á kynhneigð sýna að
hún, eins og allt annað tilfinningalíf,
er flokkuð á skala. Það er ýmislegt
sem getur haft áhrif á það hvar á skal-
anum við lendum, bæði erfðir og um-
hverfi. Ef skalinn væri frá 0 – 10 þá
væri 10 mjög samkynhneigður og 0
mjög gagnkynhneigður.
Þeir sem lenda á 5 skil-
greina sig sem tvíkyn-
hneigða. Hvað þýðir þá
að vera 8 og skilgreina
sig sem samkynhneigða
manneskju en finna fyr-
ir gagnkynhneigðum
löngunum? Já, eða 3?
Merkimiðar eru
til trafala
Jafnvel fræðimenn
nota merkimiða eins og
„lesbía, hommi eða tví-
kynhneigð“ til auðveld-
unar þegar verið er að vísa til þess
hvar einstaklingur fellur á skalanum.
Á sínum tíma hjálpaði þetta eflaust til
við að skilja ólíkar kynhneigðir en í
dag er almennt viðurkennt að kyn-
hneigð er partur af eðlilegu tilfinn-
ingalífi manneskju og getur jafnvel
breyst yfir ævina og er orðið enn al-
gengara að fólk sé að viðurkenna
breytta kynhneigð á efri árum. En
margir bregðast ekki við þessum
löngunum og þrám af ótta við að vera
komnir í „kassa“. Það væri kærleiks-
ríkt af samfélaginu að breyta þessu
viðhorfi. Þú þarft ekki að velja – vertu
bara þú sjálf/ur.
Rannsóknir sýna að þunglyndi og
kvíði er algengara hjá samkynhneigðu
fólki heldur en hinum almenna borg-
ara og er ýmsu kennt um. Einn or-
sakaþátturinn er sjálfsmyndarvandi.
Við höfum öll þörf fyrir að skilgreina
hver við erum og hvernig við pössum
inn í samfélagið.
Samtökin 78 hafa verið hugðarefni
mitt undanfarin ár frá því að ég varð
ástfangin af konu eftir gagnkynhneigt
hjónaband í 17 ár. Sérstaklega vegna
þess að ég átti erfitt með að skilgreina
sjálfa mig í flokk þar sem ég væri ann-
aðhvort „lesbía“ eða „tvíkynhneigð“.
Til mín á sálfræðistofuna leita margir
sem eru að fást við sama vandann.
Hvað geri ég þegar ég get ekki skil-
greint mig sem „homma“ eða „lesb-
íu“? Það er meðal annars þessi sjálfs-
myndarvandi sem nærir kvíða og
þunglyndi.
Skilgreiningarvandi?
Þegar samtök skilgreina hlutverk
sitt er það meira en orð á pappír. Því
fylgir mikil ábyrgð. Skilgreiningin
nær út til samfélagsins, til unga fólks-
ins sem er að velta fyrir sér hvar það
passar inn í eða til eldra fólks sem hef-
ur, m.a. vegna samfélagslegra for-
dóma, ekki leyft sér að „stíga inn í
sjálft sig“. Við getum verið stolt af því
að Ísland sé einna fremst í heiminum
hvað varðar viðurkenningu og réttindi
kynhneigðar.
Samtökin 78 virðast nú, eflaust í
góðri trú, hafa teygt sig langt út fyrir
upphaflegt hlutverk. Þau virðast í
skilgreiningarvanda sem gerir vinn-
una fyrir kynhneigð ómarkvissari.
Samtökin hafa beitt sér fyrir réttind-
um minnihlutahópa sem hafa vissu-
lega þurft á rödd að halda og hafa vilj-
að teygja sig í áttina að því að vera
regnhlífarsamtök fyrir „hinsegin
fólk“. Nú þegar samtök BDSM á Ís-
landi hafa fengið inngöngu í félagið
velti ég fyrir mér á hvaða leið við
séum. BDSM snýst fyrst og fremst
um kynlífshegðun og val á aðferðum
til kynlífs. BDSM-samtökin eru fyrir
þá sem kjósa að lifa kynlífi sem bygg-
ist á drottnun, undirgefni, sjálfspín-
ingu eða kvalalosta. Það er með öllu
óskylt umræðunni um kynhneigð.
Hvað er að vera hinsegin?
BDSM hafa leitað skjóls með þeim
rökum að þeirra fólk sé „hinsegin“.
Samtökin 78 hafa jú opnað dyr sínar
fyrir öðrum hópum. Skilgreining
Samtakanna 78 á „hinsegin“ er eft-
irfarandi: „Hinsegin er regnhlíf-
arhugtak yfir allt það fólk sem er ekki
gagnkynhneigt og/eða fellur ekki að
viðmiðum samfélagsins um hefðbund-
ið kyn. Til dæmis transfólk, tvíkyn-
hneigt fólk og samkynhneigt fólk.“
Þessi skilgreining er ekki einungis
barn síns tíma heldur skýrir hún alls
ekki fyrir mér hvað er að vera „hin-
segin“.
Ég er ástfangin af annarri konu.
Mér finnst ég ekkert vera „hinsegin“
og kæri mig ekki um að vera skil-
greind sem slík. Ég kæri mig heldur
ekki um að vera „alveg eins og hinir“.
Ég vil bara fá að vera ég sjálf og vera í
lagi eins og ég er án allra merkimiða.
Félagsvísindin styrkja mál mitt með
því að sýna fram á að þetta er partur
af því að vera manneskja, en sam-
félagsleg norm hafa haldið okkur inn-
an ramma kynhneigðarskilgreininga.
Erum við að stíga skref aftur á bak í
umræðu um kynhneigð með þessu
aukna regnhlífarfyrirkomulagi sem
tekur inn hina ýmsu hópa samfélags-
ins? Er aftur orðið erfitt að „koma út
úr skápnum“ því nú þarf maður ekki
bara að spá í kynhneigð – maður þarf
líka að vera „hinsegin“?
Mér finnst að Samtök „hinsegin
fólks“ á Íslandi eigi rétt á sér fyrir alla
þá sem vilja vera hinsegin. En hvað
með okkur hin? Er ekki kominn tími
til að stofnuð séu Samtök kynhneigð-
ar á Íslandi þar sem vettvangur er
fyrir hendi til að skoða hvað kyn-
hneigð er, skilja hana betur og draga
úr kvíða og þunglyndi sem þjáir svo
marga sem skilgreina sig utan kass-
ans, og einbeita okkur að mismunandi
fjölskylduformum sem heilbrigðu líf-
erni? Slík samtök væru markvissari
og skýrari og auðveldara væri fyrir
fólk að „finna sig“ í hópnum. Aukið
rými myndaðist til að vinna að enn
frekari fræðslu til samfélagsins um
samkynhneigðar fjölskyldur, börnin
okkar og þarfir þeirra.
Þá geta þeir sem telja sig vera hin-
segin einbeitt sér að sínum réttindum
og þörfum, hvort sem það eru samtök
BDSM á Íslandi, þeir sem vilja leið-
rétta kyn sitt eða þeir sem kjósa fleiri
en einn maka. Það hefur ekkert með
kynhneigð að gera og ætti ekki að
blanda þessu saman í eina súpu þar
sem við virðumst vera búin að týna
uppskriftinni.
Eftir Sigríði
Björk Þormar »Erum við að stíga
skref aftur á bak í
umræðu um kynhneigð
með þessu aukna regn-
hlífarfyrirkomulagi sem
tekur inn hina ýmsu
hópa samfélagsins?
Sigríður Björk
Þormar
Höfundur er doktor í áfallasálfræði.
sirry@shb9.is
Samtökin 78 – súpa eftir glataðri uppskrift
Stjórnskipunarlög
með nýju ákvæði sem
Alþingi samþykkti 5.
júlí 2013 og gildir til 30.
apríl 2017 ýta ákvæði
gildandi stjórnarskrár
um breytingar á
stjórnarskránni út af
borðinu „um stundar-
sakir“. Þetta fyrir-
komulag fram hjá gild-
andi stjórnarskrá er afleiðing þeirra
stjórnmálaátaka sem ríkt hafa á Ís-
landi eftir fall bankanna 2008. Valda-
þyrstur og valdasveltur hópur há-
menntaðra krata og vinstri manna
notaði tækifærið þegar fólk var í áfalli
eftir fjármálahrunið til að bókstaflega
ýta sjálfu Íslandi til hliðar „um stund-
arsakir“. Beitt var bolabrögðum til að
koma Alþingi, forseta Íslands,
Hæstarétti og sjálfri stjórnarskránni
á kné. Var Landsdómur ræstur út til
að höggva höfuð stjórnmálaandstæð-
inga innan Sjálfstæðisflokksins og
öllum spjótum beint gegn Davíð
Oddssyni og Geir Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherrum og formönn-
um Sjálfstæðisflokksins. Má með
sanni segja að sundrungarliðið sem
tókst að komast til valda sem fyrstu
hreinu vinstri stjórninni hafi reynt
allt sem í þess valdi stóð til að rífa nið-
ur lýðveldið Ísland, sögu landsins og
lýðræði.
Að sjálfsögðu var það alltaf ætlunin
að „um stundarsakir“ yrði seinna
staðfest til framtíðar með nýrri
stjórnarskrá og frelsi landsmanna af-
numið, kynslóðir Íslendinga fjötraðir
í skuldahlekki og stjórnskipun lands-
ins og auðlindir afhentar stórríki
meginlandsins, ESB.
Hurð skall nærri hælum en stefna
Davíðs Oddssonar um að bankamenn
tækju ábyrgð á eigin viðskiptum
ásamt beitingu forseta Íslands, Ólafs
Ragnars Grímssonar, á valdheimild
stjórnarskrárinnar björguðu þjóðinni
frá mesta háska Íslands eftir seinni
heimsstyrjöld. Snarræði og samstaða
þjóðarinnar var sá kraftur sem dugði
og endalok krata og vinstri grænna
voru innsigluð, a.m.k. „um stund-
arsakir“.
Það skiptir máli fyrir
Íslendinga að hafa leið-
toga í takt við hjarta
þjóðarinnar. Fáir hafa
sýnt fjallkonunni jafn-
mikinn trúnað og ofan
nafngreindir leiðtogar.
Hins vegar er naðran sú
sem þjóðinni tókst að
jarða, – allavega „um
stundarsakir“, ekki al-
dauð enn, þrátt fyrir að
Jón Baldvin Hannibals-
son viðurkenni mistrú
sína. Átökin birtast m.a. í nýjum til-
lögum stjórnarskrárnefndar um
breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins
sem á að knýja fram með því sérstaka
valdi sem fengist hefur með lögum
Alþingis „um stundarsakir“. (Pétur
Blöndal lýsti því yfir að alþingismenn
gætu með sömu valdbeitingu lögfest
að þingmennska gengi í erfðir).
Ég nefni eitt atriði sem ýmsir
hampa sem lýðræðisframförum,
nefnilega tillögu um að 15% atkvæð-
isbærra manna geti krafist þjóðar-
atkvæðagreiðslu um önnur málefni
en fjárlög, skattamál og framsal þjóð-
réttarskuldbindinga. Þetta lítur
ósköp sakleysislega út á pappírnum.
En með átök lýðveldissinna og fram-
sölumanna Íslands í fersku minni, þá
verður þjóðin að hafa varann á.
Framsölumönnum tókst ekki að fá
samþykkta tillögu um afnám vald-
heimilda forseta Íslands, en verði til-
laga stjórnarskrárnefndar um 15%
regluna samþykkt mun sú regla
verða ákölluð sem stærsta ástæða
framtíðarinnar til að taka völdin af
forseta Íslands. Myndi það tryggja
sigur fjárglæframanna yfir þjóðinni.
Í næstu fjármálakrísu myndi þá
einfaldur meirihluti Alþingis ráða og
hvorki forsetinn né þjóðin hefðu
sömu möguleika og núverandi stjórn-
arskrá tryggir. Núna vitum við til
hverra hörmunga það hefði leitt, ef
þjóðin hefði ekki haft stjórnarskrána
á bak við sig í Icesave. Þess vegna er
mikilvægt að trygging um óbreytta
valdheimild forseta Íslands fylgi þeim
breytingum sem stjórnarskrárnefnd
boðar.
Tíminn eftir fall bankakerfisins
2008 hefur á góðan hátt upplýst Ís-
lendinga um samband keyptra
stjórnmálamanna og skjólstæðinga
þeirra. Því miður er þetta einnig stað-
an í hinum vestræna heimi. Kratar og
vinstri menn eru ósvífnir heimsvalda-
sinnar sem ná markmiðum sínum
með því að fórna sjálfsákvörð-
unarrétti þjóða. Einstaklingurinn
skiptir engu máli, bara að vinstri
menn og fjármálabakhjarlar þeirra
hafi völdin.
Það er full ástæða til að vara þjóð-
ina við líkt og höfundur Reykjavík-
urbréfs gerir 6. mars sl.: „Þjóðin ætti
sennilega að vera á varðbergi þegar
hún heyrir að Alþingi sé komið á
fremsta hlunn með að samþykkja
eitthvað samhljóða. Þá heyrist í að-
vörunarbjöllunum.“
Ríkisstjórn Íslands hefur mikla
ábyrgð í málinu og það er náttúrlega
afar jákvætt skref að hafa komið um-
ræðu um stjórnarskrárbreytingar í
rétt form hjá stjórnarskrárnefnd. En
leið þjóðarinnar felst ekki í boðorðinu
um „að afnema aldrei neitt sem
stjórnvitringarnir Jóhanna og Stein-
grímur komu með“ eins og það er
orðað í Reykjavíkurbréfinu.
Íslenska þjóðin valdi lýðræðið og
sjálfstæðið á Þingvöllum 17. júní
1944. 72 árum seinna velur hún það
sama.
Þess vegna þarf að afnema breyt-
ingar Alþingis á stjórnarskránni „um
stundarsakir“ áður en lagðar eru
fram tillögur um breytingar á stjórn-
arskránni svo tryggt sé að breytingar
á stjórnarskránni fylgi stjórnarskrá
lýðveldisins frá 1944.
Stjórnarskráin okkar var ekki
samþykkt „um stundarsakir“. Hún er
stjórnarsáttmáli og stjórnskip-
unarlög okkar allra.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason »Mun sú regla verða
ákölluð sem stærsta
ástæða framtíðarinnar
til að taka völdin af for-
seta Íslands en það
myndi tryggja sigur
fjárglæframanna.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er fv. ritari Evrópska
smáfyrirtækjabandalagsins.
Ísland „um stundarsakir“