Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1994, Qupperneq 3

Víkurfréttir - 03.03.1994, Qupperneq 3
VffCUftFRÉTTIR 3. MARS 1994 3 Menningarvaha fjölskyldunnar í Keflavfk Dagskrá Menn- ingarvökunnar næstu daga Söngtónleikar í kvöld Stórviðburður verður á vegum Tónlistarfélags Ketlavíkur, í tengslum við Menningarvöku fjöl- skyldunnar, í kvöld fimmtu- dagskvöldið 3. mars. Nokkrir af helstu söngvurum Suðumesja lialda sameiginlega tónleika í Kefla- víkurkirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Sala aðgöngumiða fer fram við innganginn. Þeir sem fram koma á tónleikunum eru: Hlíf Káradóttir, María Guðmundsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sigurður Sævarsson, Guðmundur Sigurðs- son, Einar Örn Einarsson, Steinn Erlingsson og Bjarni Thor Krist- insson. Undirleikarar verða Ragn- heiður Skúladóttir og Ester Ólafsdóttir. Sögustund og fjöl- skyldutónleikar á laugardag Á laugardag mun Bókasafn Keflavíkur bjóða bömum á öllum aldri uppá sögustund kl. 10:30. í eftirmiðdaginn á laugardag munu kennarar við Tónlistarskólann í Keflavík standa fyrir fjöl- skyldutónleikum á sal skólans og hefjast þeir kl. 16:00. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og sniðin fyrir alla fjölskylduna. Nokkur skemmtileg verk verða sérstaklega flutt fyrir börnin og þá sem vilja hlusta á léttari tónlist en auk þess verða frumflutt verk eftir tvö tón- skáld úr kennaraliði skólans. Tón- leikar þessir verða innan við klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Kaffihús æskunnar á sunnudagskvöldið Kaffihúsið verður á sínum stað á sunnudagskvöldið á Flughóteli. í tilefni af Æskulýðsdeginum verður unga fólkið áberandi. Flutt verður tónlist af ýmsum toga og Ijóðalestur. Myndlistarmenn kvöldsins koma úr röðum elstu nemenda Holtaskóla og áfram mætti telja. Eitt er víst að dagskráin verður fjölbreytt og hefst kl. 20:30. Hin helgu vé í Félagsbíói Nýjasta mynd Hrafn Gunn- laugssonar, Hin helgu vé, verður sýnd í Féagsbfói nk. þriðju- dagskvöld, 8. mars kl. 21:00.1 tilefni af Menningarvökunni verðurveittur 35% afsláttur af miðaverði. Mun miðinn kosta 500 kr. en venjulegt verð er 750 kr. Bókasafn Keflavíkur: Soffía lísta- maður góu Soffía Þorkelsdóttir er listamaður Bókasafns Keflavíkur á góu. Hún sýnir 19 verk, unnin í olíu, vatnsliti einnig collagemyndir. Soffía er uppalin í Álftá í Mýrarsýslu en er búsett í Keflavík. Hún stundaði myndlistarnám hjá Eiríki Smith frá 1974 til 1986oghefureinnigfengið tilsögn frá Margréti Jónsdóttur í dúkristu. Soffía hefur áður haldið einkasýningar í Borgarnesi og Kellavík og tekið þátt í nokkrum samsýningum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.