Víkurfréttir - 03.03.1994, Side 18
18
3. MARS 1994
WfftJHFRÉTTIR
FRÉTTIR
... / stuttu máli
LÆKNAMISTOK
♦ Hæstiréttur hel'ur dæmt Sjúkrahús
Suðurnesja til að greiða stúlku skaða-
bætur upp á rúmar 1,2 milljónir króna
auk vaxta vegna læknamistaka á
Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðsfyrir
áratug. Stúlkan gekkst þá undir aðgerð
á hendi.
BROTLEGIR VERK-
FALLSVERDIR
♦ Verslunarmannafélag Suðurnesja var
í síðustu viku dæmt til að greiða 65
þúsund króna skaðabætur til farþega
sem ætlaði með Flugleiðum á ráðstefnu
erlendis í verkfalli verslunarmanna
1990. Bæturnar eru vegna aukakostn-
aðar sem maðurinn þurfti að leggja til
vegna breytinga á ferðaáætlun sinni.
PLASTBÁT
BJARGAÐ
♦ Björgunarsveitarmenn úr Grindavík
fóru á 30 feta plastbáti til aðstoðar í
innsiglingunni til Grindavíkur í síðustu
viku. Stýri bátsins hafði fests og var
sjólag slæmt. Báturinn færðist alltaf nær
öldunni sem brotnaði í fjörunni og
björgunarsveitarmenn komu á „elleftu“
stundu á Oddi V. Gíslasyni, bátnum til
bjargar.
♦ Lovísa Giiðmmidsdóttir var fyrirsæta lijd Ragnari Axelssyni d inyitd sem birtist í Morgiiiiblaðinu ognií liafa tvær myiidir af Lovtsii,
teknar afRAX, verið prentaðar d póstkort.
NY POSTKORT FRA BLAA LONINU
Lovísa Guðmundsdóttir fyrirsæta, prýðir tvö ný póstkort sem gefin hafa verið út með myndum úr Bláa lóninu í Svartsengi. Það er hinn
landskunni Morgunblaðsljósmyndari, Ragnar Axelsson, sem tók myndirnar af Lovísu í Bláa lóninu á síðasta ári. Önnur myndin birtist þá
á baksíðu Morgunblaðsins. Þess má til gamans geta að Lovísa tekur núna þátt í Fegurðai'samkeppni Suðurnesja ásamt tíu öðrum stúlkum
á Suðurnesjum. Þegar myndirnar í Bláa lóninu voru teknar hafði Lovísa hins vegar nýlega verið kjörin Elite-fyrirsæta Islands. Póstkortin
eru sérkennileg í laginu en myndirnar eru langar og mjóar. Skýringin er að þær eru teknar með svokallaðri breiðmyndavél. Útgefandi kortanna
er Laxakort hf„ en kortin er m.a. hægt að fá keypt í baðhúsinu við Bláa lónið.
# Fast þeir sóttu sjóinn:
130 BÁTAR í SANDGERDISHÖFN
Rúntað með líkkistu
Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur og
Félagi eldri borgara á Suðurnesjum voru
á dögunum fengnir til að leika auka-
hlutverk í mynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Cold fever. Tökur fóru fram
við Hvalsneskirkju á sunnudegi, en þar
var unnið að töku á atriði sem var jarð-
arför gamallar konu í myndinni. Þurfti
að taka atriðið nokkuð oft og frá
nokkrum sjónarhornum. Maður á
sunnudagsrúnti með erlendan gest þurfti
að útskýra fyrir þeim erlenda, eftir að
hafa rekið augun í jarðarförina, að jarð-
arfarir væru ekki algengar á íslandi á
sunnudögum, en þeir urðu báðir kjaft-
stopp þegar líkfylgdin snéri við með
kistuna á kirkjutröppunum þegar hann
fór skyndilega að rigna.
Það hefur sjaldan eða
aldrei verið eins mikið líf
við höfnina í Sandgerði eins
og á þriðjudag í síðustu
viku. Þann daginn voru eigi
færri en 130 bátar í höfninni
að sögn Sigurðar Bjarna-
sonar, hafnarstjóra. Landað
var úr 85 bátum þennan dag.
Samtímis var unnið að
löndun úr tveimur loðnu-
skipum, Keflvíking KE og
Dagfara ÞH. en Þórshamar
GK var einnig tíður gestur
með loðnu í Sandgerði í
síðustu viku. Meðfylgjandi
Ijósmynd tók Hilmar Bragi
í ljósaskiptunum úr vitanum
við Sandgerðishöfn og sést
yfir Norðurgarð og Suður-
garð Sandgerðishafnar.
FULL BÚÐ AF
••
NYJUM VORUM
í ^ViZpamafatnaði
V E R S L U N I N
Hólmgarður 2 - Sími: 14799