Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1994, Side 10

Víkurfréttir - 03.03.1994, Side 10
10 3. MARS 1994 WfftfPFRÉTTIR ÞRUMUSTUDI FtSTI Jæja, þá erum við loksins húin að opna ielagsmið- stöðina eftir iveggja mánaða lokun. Nú er allt orðið fínt og IJott og allir voðalega happý! Við opnuðunt með pompi og pragt, ræðuhöld, blóm og allt. Bæjarbúar komu og borðuðu völ'llur, drukku kaffi og brostu. Og þá er bara að bíða og sjá hvort innra starfið verði eins glæsilegt og umhverftð. Það er víst undir okkur komið segja þeir fullorðnu! Sameiginlegt hall félags- miðstöðva á Suðurnesjum verður haldið í Festi á þriðju- daginn (sem sagt búið að vera þegar þessi grein birtist en ekki búið nú þegar hún er skrifuð) og vonum við að það takist vel. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta ball er haldið í Grindavfk. Annars l'er dagskrá Þrumunnar rólega af stað, opin hús verða haldin á mánudögum og mið- vikudögum og spilakvöld á sunnudagskvöldum. Nýir klúbbar eru rétt að byrja að draga andann og má þar nefna útivistarklúbb og skákklúbb. Undirbúningur fyrir árshátíð skólans er í l'ullum gangi og stór hópur "fastagesta" í Þrumunni taka þátt í þeim undirbúningi. liless, bless Þrumuráð. framundan Fjör Félagslífið hjá okkur ung- lingunum í Vogum liefur ekki verið upp á það besta að und- anförnu, en þaö er aðallega vegna misvetrarprófanna, sem nem- endur rembdust við með sveittan skallann. En við erum örugglega eini skólinn á Suðurnesjum sem er í prófum eftir jól. Jæja, aftur að skólalífinu. Æskulýðsstaifsemin í íþrótla- húsinu okkar byrjaði strax at'tur eftir áramót og hefur verið spilað borðtennis, bandý og auðvitað á venjuleg spil. Einnig má nefna í- þróttadaginn sem haldinn var miðvikudaginn 2. feb. sl. Þessi dagur sem Itefur verið siður hjá okkur í gegnum árin hefur falist í því að þá leggjum við námsbókunum í einn dag og förum upp í íþróttahús og keppum við okkar ástkæm kennara í fótbolta, körfubolta, handbolta og badminton. En kenn- arantir þurftu auðvitað aö lúta sigri í sumum greinum, en þrátt fyrir það stóðu þeir sig með sóma. Og nú fer að líða að sameiginlega ballinu hjá öllum skólum á Suðumesjum, þannig að mikil tilhlökkun er í krökkunum sem ætla að leggja leit sína á dansibailið og auðvitað nefni ég þá þessi frægu orö „no alcohol...". Þá fer að líða að ræðukeppninni hjá okkur, en við cigum að kljást við B-lið Njarðvíkinga (þið vitið, gtenu mennina sem eru þekktir fyrir að hlaupa um allt með kringlótta kúlu, sem hlaut nafnið körfubolti). En umræðuefnið hjá okkur er það að við eigum að mæla meö sameiningu sveit- arfélaga á Suöumeesjum en Njarðvíkingar á rnóti. En þar sem Njarðvík er sameinað verður þetta lítil mál vonandi fyrir bæði liðin. Ókei, ég er hættur að skrifa (í bili). Sjáumst og heilsumst í um- ferðinni, smá grín!! UNGLINGA- PISTLAR Þá er komið að þriðju grein frá okkur í Holtaskóla. Ætli við byrjunt ekki að segja frá Nýársgleðinni sem var haldin í byrjun janúar. Þá var sýnt Holtskaup þar sem við í nem- endaráði gerðum óspart grín af nemendum og kennurum skólans. Svo um kvöldið var haldin geðveik flugelda- sýning. 4 febrúar héldum við JÓNINGI TRYUTIAILT hina árlegu söngvakeppni „Holtavision". Alls kepptu 12 keppendur og var þetta mjög hörð og skemmileg keppni einn bar þó sigur af hólmi og það var hann Einar Lars Jónsson (Lassi) en hann söng lagið „Love is on the way“. Svo má ekki gleyma hljóm- sveitinni en hún var engin önnur en Þusl. Og stóðu þeir strákar sig mjög vel. 20. jan- úar kom Páll Oskar Hjálm- týsson partyanimal og söng nokkur lög ai’ nýjustu plötu sinni og einnig var hann gestaplötusnúður. 10. febrúar sl. kom annar gestur það var liann Magnús Scheving Is- landsmeistari í þolfimi. Hann kom og ræddi við okkur ung- lingana um allt milli himins og jarðar. Þarna stóð hann á ntiðju gólfinu og ráðlagði okkur hvernig við ættum að losna við spik á höndum, maga, síðum, rössum, lærum og svaraði þeim spurningum sem lagðar voru til (af krökkunum) að lokum tók hann sig til og sýndi okkur þolfimi hæfileika sína. Sam- eiginlegur dansleikur allra grunnskóla á Suðurnesjum var haldinn í Festi í Grindavík og heppnaðist hann alveg frá- bærlega. Unglingarnir skriðu úr hoium sínum og dönsuðu úr sér líftóruna. Síðast en ekki síst er það stelpukvöldið sem var haldið sl. fimmtudagskvöld. Þá komu saman stelpur úr 8., 9. og 10. bekk en það kvöld byrjaði þannig að Jón Ingi herrafyrirsætan kom sem leynigestur og tryllti allt og alla. Eftir það kom nær- ingarfræðingurinn Oli Sæm og hélt fyrirlestur um megrun, rétt matarræði og fleira. En það sem er framundan hjá okkur er t.d. ferð í Hitt Húsið, árshátíð, skíðaferð og fl. Þá viljum við f nem- endaráði þakka frábæra mæt- ingu í vetur. Fyrir hönd N.F.H. Jóna Itirna Ragnarsdóttir. Frá undirbúningi Fegurðarsam- keppninnar: HARIO... Eins og undanfarin tvö ár sér ÞEL-Hárhús í Keflavík um hár- greiðslu stúlknanna í fegurðarsamkeppninni, fyrir myndatökur og sjálft lokakvöldið. A myndinni mundar Þórunn Einarsdóttir hárlakksbrúsann og er með hendur í hári Rakelar Þorsteinsdóttur. Þórunni til aðstoðar eru þær Bára Skúladóttir og Jana Guðmundsdóttir. FORÐUNIN... Förðunarstúlkur frá NO NAME og SMART hafa séð um förðun stúlknanna fyrir myndatökurnar og munu að sjálfsögðu verða í eldlínunni á kvöldinu sjálfu, því þetta er jú stór þáttur í útiliti þeirra í allri ljósadýrðinni. Þetta eru þær Helga Jónsdóttir frá NO NAME og þær Helga Sigurðardóttir og Guðrún Antonsdóttir frá SMART. LJOSM YNDARINN... Sólveig Þórðardóttir í NYMYND hefur tekið kynningarmyndir af þátttakendum sem birst hafa í Víkurfréttum að undanförnu. Á lokakvöldinu verða einnig til sýnis í Stapa splunkunýjar and- litsmyndir í lit af stúlkunum sem teknar voru í vikunni. I næstu viku birtast einnig myndir af stúkunum í kvöldkjólunum sem þær munu vera í á úrslitakvöldinu. Á myndinni að ofan er Sólveig (það er ekki auðvelt að þekkja hana úr hópnum) með stúlkunum á góðri stund eftir myndatöku á Flughóteli.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.