Víkurfréttir - 03.03.1994, Síða 5
WffURPRÉTTIR
3. MARS 1994
• Boeing 727 frá Caiman island:
ísing eyðilngði og skemmdi
hreyfla eftir flugtak frá Keflavík
-vélinni snúið við á einum og „hálfum" hreyfli
Boeing 727 farþegaþota, skráð
á Caiman island, hefur staðið á
Keflavíkurflugvelli frá 16. febr-
úar með einn ónýtan hreyfil og
annan skemmdan eftir flugtak frá
Keflavíkurflugvelli.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins vildu flugmennirnir ekki af-
ísingu fyrir flugtak frá Keflavík
þann 16. febrúar. Hitastig var við
frostmark þennan dag og safn-
aðist snjór á búk og vængi flug-
vélarinnar. Þegar flugvélin var
komin á loft og í 18.000 feta hæð
fraus snjórinn og brotnaði klaka-
brynja af búk vélarinnar og sog-
aðist inn í miðjumótorinn með
þeim afleiðingum að hann eyði-
lagðist. Einnig skemmdust blöð í
öðrum mótornum utan á búk vél-
arinnar, en þotan er þriggja
hreyfla. Vélinni var því snúið við
til lendingar í Keflavík á einum og
„hálfum“ hreyfli.
Erfiðlega hefur gengið að fá
upplýsingar urn framvindu mála
varðandi flugvélina og hvað verði
gert við hana. A Keflavíkur-
• Lionessur í Njarðvík:
flugvelli hafa menn annað hvort
lítið vitað um málið eða ekki
viljað tjá sig við blaðið. Blaðið
hefur það þó eftir áreiðanlegum
heimildum að flugvélin hafi verið
á vegum rússneskra aðila og verið
að koma frá Suður-Ameríku.
Sömu heimildir segja að vélinni
hafi verið komið inn í hið nýja
flugskýli Flugleiða þar sem
varningur var tekinn úr biluðu
flugvélinni og komið fyrir í
leigutlugvél sem síðan flaug með
varninginn og örfáa farþega á
flugvöll fyrir utan Moskvu í
Rússlandi.
Aðilar frá eigendum flugvél-
arinnar voru hér á landi á föstu-
daginn til að kanna hvað hægt
verði að gera. Að öllum líkindum
verður að semja við Flugleiðir um
viðgerð á þotunni. Skipta þarf um
biöð í einum hreyflinum, en ekki
er talið að þurfi að laga hreyfilinn
sem er ónýtur hér á landi. Hægt er
að fljúga flugvélinni út á tveimur
hreyflum til viðgerðar.
Loðnufarmur
/ götuna
Gafl á palli vörubifreiðar
sem ók Víkurbraut í Grindavík
í síðusfttvíyiku opnaðtist með
þeim afleiðingum að loðnu-
farmur dreifðist um götuna á
um 70 metra kafla. Kalla varð
til gröfu til að hreinsa upp
loðnuna og fá slökkviliðið til
að spúla fituna af götunni.
Lögreglan vill beina því til
vörubflstjóra að þeir gæti vel
að gaflfestingum áður en lagt
er af stað með loðnufarma út
á vegina.
siðustu
dagar útsölunnar
^I^PERGÓ 1 OQQ m2
porketfrdkr. 1.0//;" III
★ KÁHRS 0/17/:
parketfrakr. JTl
*UP0FL00R 0 /IOÖ
parketfrdkr. L% i/0;“ III
& GÓU w 15 - 70% ofí TEPPI M ildttur
' : ^=5^ GÓLFDÚKAR a 15 - 50% afsldttur
a FLÍSAR ^ ^ 15 - 40% afsldttur IKía
M0TTUR a 15 - 30% Qfsldttur
a MÁI w 20% afí .NING r^i ildttur /
EURO OG VISA RAÐGREIÐSLUR
r dropinn
Hofnorgölu 90 - 1 47 90
Gáfu gjafir til Krýsuvíkursamtakanna
I haust fóru Lionessur úr
Lionessuklúbbi Njarðvíkur til
Krýsuvíkur og afhentu Krýsu-
víkursamtökunum peningagjöf að
upphæð kr. 200 þúsund. I þeirri
ferð vakti athygli lionessa að
engin gluggatjöld voru fyrir
gluggum í eldhúsi og borðsal
vistmanna.
I desember fóru lionessur því
aðra ferð til Krýsuvíkur og gáfu
gluggatjöld fyrir eldhúsglugga og
í borðsal. Einnig færðu þær vist-
mönnurn jólaskreytingar og
konfekthringi. Þá færðu þær
einnig að gjöf jóladúk frá versl-
uninni Draumalandi í Keflavík og
tvö aðventuljós frá Hagkaupunr í
Njarðvík.
• Niðjar Þorbjarnarstaðahjóna:
ÁRSHÁTÍD 19. MARS
Niðjar Þorbjarnarstaðahjóna
ætla að halda árshátíð í Festi í
Grindavík 19. mars nk.
Hjónin Ingveldur Jónsdóttir f.
1862 d. 1939 og Þorkell Árnason
f. 1885 d. 1943 bjuggu í Lamb-
haga, Straumi og á Þor-
bjarnarstöðum í Hraunum. Þau
eignuðust ellefu börn sem öll
komust upp. Tíu þeirra eignuðust
afkomendur og eru þeir nú á sjötta
hundrað, dreifðir um allt land.
Sumarið 1991 var boðað til
ættarmóts í Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi. Þar var mjög vel
mætt og ákveðið að halda við
tengslum ættarinnar með mótum
framvegis. 29. febrúar 1992 var
haldið Þorrablót í Festi með fullu
húsi og mikilli stemmningu, enda
Grindavíkurleggur ættarinnar
fjölmennur, afkomendur Ingu og
Árna í Teigi. Síðan hafa ættingjar
hist í sumarferðum og nú skal
haldin árshátíð.
Skemmtinefndin vonar að sem
flestir sjái sér fært að mæta og
gleðjast og skemmta sér með
ættingjum sínum og viðhalda
þeim tengslum sem komin eru á.
Ágætu Keflvíkingar, Njarð-
víkingar og Hafnamenn!
Undirritaður óskar eftir stuðningi
ykkar í efstu sætin í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins fyrir sveitarstjórna-
kosningarnar í vor, sem fram fer
laugardaginn 5. mars n.k. í Fram-
sóknarhúsinu í Keflavík. Prófkjörið er
opið og geta allir, sem vilja hafa áhrif
á uppröðun listans, tekið þátt í því.
Helstu baráttumál min eru atvinnu-,
skóla- og menningarmál. Ég lit fyrst
og fremst á mig sem fulltrúa fjöl-
skyldufólks með börn á leik- og
grunnskólaaldri og mun beita mér
fyrir þvi að manngildið verði sett ofar
auðgildinu.
Með von um góða þátttöku og tryggan stuðning.
Kjartan Már Kjartansson
Freyjuvöllum 17, Keflavik.