Víkurfréttir - 03.03.1994, Síða 15
VfKURFRÉTTIR
3. MARS 1994
15
Á miðvikudaginn varð
krúsidúllan okkar hún Kristín 15
ára. Hún tekur á móti kossum í
hálftímafríinu íHoltaskóla. P.s. Eins
og sjá má er þetta glæný mynd.
Hanna María, Þóra Kristín, Marta
og Linda.
H;e. ég heiti Guðrún
og varð 30 ára f gær, 2. mars. en
ég og Númi minn fórum á hótel í
höfuðborginni. Eg nenni ekki að fá
vini mín í afmælið því mér finnst
þeir drekka svo mikið. En ég elska
ykkur samt.
Skál, ykkar Guðrún.
Hæ hæ
Þekkið þið mig? Eg á afmæli 5.
mars. Með kveðju frá grisling-
unum.
Loksins.
Aðeins heilir fimm dagar í lang-
þráða ökuskírteini og að Begga
Beuty spæni upp Hafnargötuna á
fína bílnum hans pabba síns sem
hún mun fá um hverja helgi.
Til hamingju með 17 árin Berg-
lind mín.
Þín vinkona, Eygló Anna.
Jói Jaki varð 17 ára sl. mánudag.
28. febrúar. Sjáumst á röllinu.
Homeboys.
Loksins Loksins.
Það er að koma að því. 4. mars
verður þessi unga snót 40 ára og hún
verður að heiman þann dag. Elsku
Ellen. Til hamingju.
nýja og gamla amman.
• Guðmundur Brynjólfsson skrifar:
Ættfræðin á Sl/N
og Víkurfréttum
Heilir og sælir Suðurnesja-
menn!
Nú er víst búið að sameina
Keflavík og Njarðvík. - Ja, lengi
getur vont versnað.
Það er nú reyndar ekki til-
efnið að þessum pistli að votta
Njarðvtkingum samúð en ég
geri það svona í leiðinni. (Hvað
verður nú um Hafnir Utd.?)
I dag gekk ég út og keypti mér
eintak af hinu virta blaði SUN
hér í Bretaveldi og rakst þá á
meðfylgjandi grein um leik
Stoke og Bolton sem háður var
í Stoke „last night“. (Fyrirgefið
að ég er farinn að týna gamla
málinu). Þeir á SUN vilja sem-
sagt gera Þorvald Örlygsson
(Toddy Orlygsson) að Kefl-
víking.
Nú man ég eftir því er ég var
í blaðamannafréttaritarabrans-
anum á Víkurfréttum í gamla
daga að blaðamenn blaðsins
voru iðnir við að grafa upp ætt-
erni fólks ef það skaraði
frammúr á einhverjum sviðum
einhverstaðar. T.d. var það
grafið upp ef Borgarnesmeist-
arinn í 110 m. grindarhlaupi
karla var ættaður úr Keflavík
eða ef Iangamma fegurðar-
drottningar Tálknafjarðar hafði
búið á Vallargötunni milli
1920-1930. Þannig var hægt að
munstra alla afreksmenn og
konur Islands Keflvíkinga. Nú
hafa þeir á SUN sjálfsagt grafið
það upp að einhver skyldmenni
Þorvalds hafi einhverntfmann
búið í Keflavík (ja, eða Njarðvík
eða Höfnum, það gildir víst allt
núliidags). Og þcir skella því
bara blákalt framan í breskan
almenning sem trúir öllu sem
stendur í SUN.
Svona okkar á milli þá hefur
Þorvaldur staðið sig með mikilli
prýði nú í vetur og efa ég að
hann hafi nokkurn tfma leikið
betur en á þessari leiktíð.
Bið að heilsa ættingjum og
vinum á svæðinu og vona að
allir hafi það gott.
ps. Andskotinn, er nú Hjálm-
ar Arnason orðinn Fram-
sóknarmaður eins og Anna Ósk
Kolbeins. Nú þykir mér týra!
Guðmundur Brvnjólfsson,
Eghani, Surrey.
pmottur
BÓU
MiÐGtBUW
lYfTft
I
HÖFUM 0PNAD
BÍLASJÁLFÞJÖNUSTU
Fitjabraut 26 (Kanínubúið) Njarðvík
^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■M
iTökum að
| okkur þrif
íá bílum
KYNNINGARTILBOÐ ÚT MARS:
50% afsláttur
Klukkutíminn á 200 kr.
Ráðgjöf. Góð þjónusta.
Góð aðstaða
FITJAB0RG
BÍLASJÁLFÞJÓNUSTA
Fitjabraut 26 ( Kanínubúið)
Njarðvík - Sími 12540
-fyrir ykkur Suðurnesjamenn!