Víkurfréttir - 03.03.1994, Side 9
WffURFRÉTTIR
3. MARS 1994
9
• Skreiðarannáll Ólafs Björnssonar:
Reyfarakennd
sagcr um samskipti
Islendinga og
Nígeríumanna
- í skreiðarviðskiptum þesssara
þjóða.
ÓIAFUR 8JÖRNSSON
«* *»/
lnnar se'" er 162 blaðsíður. * ‘""uuhst Prentvinnslu
Ólafur Björnsson hefur sent frá
sér bók um skreiðarviðskipti Is-
lendinga og Nt'geríumanna. Eins og
segir á bókarkápu er um reyfara-
kennda frásögn að ræða. I bókinni
dregur Ólafur ýmislegt upp á yfir-
borðið. I inngangi bókarinnar segir
Ólafur:
„Frá3.júnf 1983 varégformaður
Samlags Skreiðarframleiðanda.
Þegar ég tók þetta staif að mér var
ég búinn að vera í varastjórn um
skeið og vissi því vel að samstaða
félags var iangt frá því að vera sem
skyldi. Mér var ljóst að ekki myndi
auðveit að ráða bót þar á, en þar sem
allir stjómarmenn hétu að standa
saman um að drífa félagið upp, gerði
ég mér vonir um að það mætti takast.
Raunin var önnur og dæmi eru um
að stjórnarmenn hafi gengið á undan
í „lauslætinu".
Fljótlega eftir að ég tók við hafði
ég samband við ýmsa aðila, sem
voru utan Samlagsins, og ég taldi
eiga þar heima, með viðtölum og
bréfaskriftum. Þótt erindinu væri vel
tekið af flestum varð árangurinn
sorglega lítill. Nokkrir smærri
framleiðendurgengu þó í Samlagið.
Eftir langar viðræður gekk stærsti
framleiðandinn, á þessum tima,
B.U.R., seinna Grandi h/f í Sam-
lagið, með því skilyrði að fá einn
mann í stjórn. Af þeim varð ekki sá
fengur sem vænst var, því eftir sem
áður seldu þeir hverjum sem var.
I hönd fór erfiðasta tímabil sem
yfir skreiðarframleiðendur hefur
gengið. Efnahagur Nigeriu var að
hrynja. Umáramótin 1983/84 gerði
herinn byltingu. Lokað var á öll
viðskipti Ibúmanna, sem höfðu
verið helstu kaupendur á skreið.
Innflutningur á skreið var bann-
aður. Sumarið 1984 voru miklar
rigningar, maur kom í skreiðina hjá
mörgum og víða bjalla til viðbótar.
Við þetta urðu menn enn áfjáðari
í að losna við birgðir sínar, sem hjá
mörgum voru mjög miklar og
geymslur viða slæmar. í stað þess
að mæta þessum erfiðleikum með
samstöðu, fór sundrung vaxandi.
Hver þóttist þurfa að bjarga sér og
á það spiluðu braskarar bæði hér-
lendis og erlendis.
Fjöldafundir framleiðenda skor-
uðu á banka og stjómvöld að skerast
í leikinn líkt og gert var þegar salt-
ftskverð hrundi uppúr 1930. Ekki
var hlustað á það, heldur látið reka
á reiðanum. Meira að segja héldu
stjórnvöld áfram að hirða sérstakan
gengismun af skreið til 1. jan.
1986.
A mörkuðunum undirbauð hver
annan. Jafnvel tilraun japanska
risafyrirtækisins Sumiotomo, til að
selja allar birgðirnar var, að ég full-
yrði, vísvitandi eyðilögð. Gerð voru
hver mistökin að öðrum, sem koma
hefði mátt í veg fyrir með samstöðu.
Sárast af öllu var að horfa upp á hvað
margir að af þeim sem maður hélt að
mætti treysta, brugðust hrapalega.
Vafalaust hafa mér orðið á ýmis
mistök, en í öllu sem máli skiptir tel
ég tnig hafa unnið sainkvæmt sam-
þykktum stjórnarinnar, sem nær
undantekningalausl voru gerðar
samhljóða. Þess utan hef ég haft
náið samráð við fleiri eða færri
stjórnarmenn um úrlausn mála eftir
því sem mögulegt var að koma við.
All nákvætna dagbók hef ég
haldið íáratugi. A fundum, eðastrax
eftir þá, hef ég punktað niður það
helsta. Sama gildir um símtöl.
Fljótlega fór ég að taka símtöl sem
mér fannst að gætu skipt máli upp
á band.
Skýrslur um það sem gerst hefur
á ferðalögum hef ég haft tilbúnar
strax eftir heimkomu hverju sinni.
Bæði vegna þess að mér finnst þetta
nokkur fróðleikur og einnig Itins að
ég vil gera hreint fyrir mínum dyr-
um, hef ég tekið saman úrdrátt úr
öllu þessu og sett í þennan annál.
Aður var ég búinn að gera 42
eintök af þessum annál fyrir stjórn-
armenn og þá sem helst koma við
sögu.
Margir hafa lýst áhuga að fá ein-
tak að annálnum. Nú hef ég haft tíma
til að vinna hann betur en áður, auk
þess sem hann nær nú til loka starf-
senii Samlagsins.
Ketlavík 07-11-'93
Olafur IIjörnsson
gleraugnaumgjaröimar eru fyrir alla sem vilja
létt og þægileg gleraugu hvort sem er viö
vinnu, formleg tækifæri eöa íþróttaiðkun.
Gl€RflUGNRV€RSlUN K6FLRVIKUR
HAFNARGÖTU 45 - SÍMI 1381 1
er góð lausn fyrir alla þá sem hingaö til hafa
ekki getað með góöu móti þolaö hefðbundnar
gleraugnaumgjaröir vegna þyngsla á nefi, eða
hafa nikelofnæmi.