Víkurfréttir - 03.03.1994, Side 11
WfflfHFRÉTTIR
3. MARS 1994
11
Undirbúningur
á lokstigi
Þaö hefur mikiö verið gengið og á háum hælum í Stapa undanfarna daga og
vikur. Stiilkurnar ellefu í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1994 hafa æft göngu
og framkomu undir stjórn Ágústu Jónsdóttur en hún og Páll Ketilsson eru
umsjónarmenn keppninnar hér á Suðurnesjum. Þá hafa stúlkurnar stundað
líkamsrækt af mikiu kappi undanfarnar vikur hjá Önnu Leu og Bróa.
Á myndinni að neðan ræða þær Ágústa Jónsdóttir og Birna Magnúsdóttir við stúlkurnar á einni göngu-
æfingunni í vikunni, en sú síðarnefnda sá fyrstu árin um göngu og framkomu með Ágústu og hefur einnig verið
við stjórnvölinn við undirbúning Fegurðarsamkeppni íslands á Hótel íslandi nokkrum sinnum. Síðustu árin
hefur Ágústa hins vegar haft yfirumsjón með vali þátttakenda hér á Suðurnesjum og þjálfað stúlkurnar í
framkomu.
Sala aðgöngumiða hefst í á morgun
Sala aðgöngumiða á Feg-
urðarsamkeppni Suðurnesja sem
fram fer í veitingahúsinu Stapa
laugardaginn 12. mars nk. hefst í
Stapa á morgun kl. 16-18. Miðaverð
er 4.800 kr. Það er glæsileg dagskrá
í boði með veglegum kvöldverði og
fordrykk en þetta er níunda feg-
urðarsamkeppnin sem haldin er á
Suðurnesjum. Fyrsta keppnin sem
haldin var af einhverri alvöru var á
Glóðinni 1986. Keppnin var haldin
í Stapa 1987 og á síðasta ári var
keppnin aftur færð í gamla góða
Stapann. þar sem margir Suð-
urnesjamenn eiga góðar minningar
frá liðnum tímum. Það hefur sýnt sig
að Stapi er ákaflega hentugt hús fyrir
svona stórt kvöld eins og feg-
urðarsamkeppnin er og tókst mjög
vel til í fyrra. Þá fóru Hljómar á
kostum á 30 ára afmæli sínu, sællar
minningar. Nú verður hljómsveit
kvöldsins Páll Óskar og Millj-
ónamæringarnir, sem hefur verið
ein alvinsælasta hljómsveit landsins
í vetur enda kann Páll Óskar að
koma fólki út á dansgólfið og halda
því þar!
Dagskrá keppninnar verður veg-
leg eins og undanfarin ár. Að-
alalriðið er auðvitað framkoma
stúlknanna. Þær munu koma á óvart
með nýtt atriði sem ekki hefur verið
reynt áður en síðan munu þær koma
fram í glæsilegum baðfatnaði frá
Sportbúð Óskars, sem mun eflaust
koma mörgum í sumarskap, en
kvöldið verður með suður-
amerískum þema eða stíl og minna
á vorkomuna. Áætlað er að krýning
verði um miðnætti. Eins og alltaf
býður dómnefnd erfitt verk að velja
úr hópi ellefu fagurra yngismeyja,
sem vonandi eiga eftir að verða
okkur til sóma á Fegurðarsam-
keppni Islands.
Dagskráin ásamt matseðli er
nánar kynnt í auglýsingu annars
staðar á síðunni.
Eins og fyrr greinir verður að-
göngumiðasala í Stapa á morgun.
Öll undanfarin ár hefur verið mikil
aðsókn og er því vissara að vera
snemma á ferðinni og tryggja sér
miða í tíma.
Nýjar
vörur
Lœgra
verð!
PÓSCIDON
HRFNflRGÖTU 19 S:12973
0jVR ^
5 ( urðardrottning
Suðurnesja 1994
verður krýnd íVeitingafiúsinu Stapa, laugardaginn 12. mars nk.
Sala aðgöngumiða fiefst á morgun, föstudag fil. 16-18 í Stapa.
JKc
aise ðia
Forréttur
Cfiile Zapatini
Paprika fyllt rækjumauki,
ostasósu með nacfio flögum.
Aðalréttur
Svínafille „vera cruz“
m/mexikönskum firísgrjónum,
kartöflum og grænmeti.
Eftirréttir
Sítrónu Tequila frauð
Kaffi og konfekl
D A G S K R A
MAHSNVHIISTOfAN
Þel-Hárhús
H úsiðopnaðkl. 18:30.
Gestir \á frískandi jordrykk.
Kynnir:
Garðar K. Milfijálmsson
Knjndar verða:
Fegurðardrottning Suðurnesja 1994,
Ljósmyndafyrirsœta Suðurnesja 1994
Minsælasta stúlkan
Yfirmatreiðslumaður:
Þorgils Þorgilsson
Sviðsstjóri og tónlist:
Davíð I ónatansson
MIÐAVERÐ: 4.800 kr.
L ýsing:
Magnús Helgi Kristjánsson
Blómaskreytingar:
Blómastofa Guðrúnar
S kemmtiatriði:
Óvænt dansatriði?
Dansfólk frá Danssmiðjunni
sýnir S-ameríska dansa.
Páll Óskar Hjálmtýrsson
syngur
Danskljómsveit kvöldsins:
Páll Óskar Hjálmtýrsson
og Milljónamæringarnir leik
fyrir dansi til kl. 03.
mjmynD
sraaRt
ftíóhngarði 2 - Sími: 15415
LIKAMSRÆKT
SOLHUSID
fHUÉ
SportbúdÁskars
Hofnargötu 23 Simi: 14922
Una Guðlaugsdóttir,
danskennari