Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 10
Bandaríkin James Mattis, fyrr- verandi hershöfðingi landgöngu- liða og val Donalds Trump í emb- ætti varnar málaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslönd- unum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna til- nefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal ann- ars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt sam- starf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbanda- lagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður- Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers. Formaður nefndarinnar og fyrr- verandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðnings- maður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnar- málum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnar- bandalag sem hjálpar okkur að við- halda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka banda- menn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndar- manna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. Mattis hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja Varnarmálaráðherraefni Donalds Trump hefur áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja. Hann er þekktur fyrir fleyg ummæli og er virtur af landgönguliðum. Þá segir hann kynferði og kynhneigð engu máli skipta í herþjónustu, einungis ástand. Undanþágu þyrfti frá lögum til þess að Mattis yrði varnarmálaráðherra. James Mattis þegar hann mætti fyrir nefnd í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFp Orðheppin „költ“-hetja James Mattis er fyrrverandi hers- höfðingi bandarískra landgöngu- liða. Hann fæddist í Washington-ríki árið 1950. Á meðal þeirra viður- nefna sem hann hefur fengið í hernum eru Chaos, Warrior Monk og Mad Dog. Chaos var dulnefni hans í hernum en það viðurnefni sem helst hefur fest við hann er Mad Dog eða óði hundur. Mattis er sagður „költ“- hetja landgönguliða og hafa fjöl- mörg ummæli hans vakið lukku. Sum eru þó umdeildari. Frétta- blaðið tók nokkur þeirra saman. „Ef þú þarft að drepa saklausan mann til þess að drepa óvin þinn, slepptu því að skjóta. Ekki eignast fleiri óvini en þú myndir drepa með því að gerast sekur um slíkan siðferðisbrest,“ hefur Mattis sagt þegar hann hefur talað um siðferði landgönguliða þegar barist er við óvinveitt öfl. „Ég kem í friði. Ég tók ekkert stórskotalið með mér. En ég grát- bið ykkur. Ekki abb- ast upp á mig, því þá mun ég drepa ykkur alla,“ sagði Mattis. Í upphafi Íraksstríðsins skildi Mattis skriðdreka og stórskotalið eftir þegar hann átti fund með höfðingjum írakskra ættbálka. „Landgönguliðar vita ekki hvernig orðið ósigur er skrifað,“ hafa landgönguliðar eftir Mattis en hann er einn virtasti landgönguliði sinnar kynslóðar. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, full- orðnir aðilar fara í rúmið. Það skipt- ir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkom- andi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnar- málaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. thorgnyr@frettabladid.is Viðskipti Hagar hafa undirritað nýjan leigusamning við Reiti um verslun Hagkaupa í Kringlunni. Verslunin mun verða á einni hæð, í stað tveggja hæða áður og mun því minnka um 3.500 fermetra. Efri hæð verslunarinnar verður lokað í febrúar og mun ný verslun verða opnuð á neðri hæð Kringl- unnar á haustmánuðum. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Í árshlutareikningnum, sem er fyrir tímabilið 1. mars 2016 til 30. nóvember, kemur fram að hagn- aður félagsins nam 3 milljörðum á tímabilinu, eða 5,1 prósenti af veltu. Það er um 200 milljónum meira en hagnaðurinn árið á undan. Vörusal- an nam 59,7 milljörðum og EBITDA nam 4,58 milljörðum. Hagar eru stærsta fyrirtækið á matvörumarkaði, en auk Hagkaupa rekur fyrirtækið Bónus. – jhh Hagar minnka við sig í Kringlunni rrými hagkaupa minnkar þegar verslunin fer á eina hæð. FréttABlAðið/ANtoN Ferðaþjónusta Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögu- manna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamanna- stöðum. Ferðamenn klifri yfir grind- verk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður Félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfi að efla gæslu á vin- sælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðk- ast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grind- verk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Snorri býst við slysum ef fólk heldur áfram að ganga yfir hliðið. „Við bindum vonir við nýjan ráð- herra að það verði gerð gangskör að því að koma upp einhvers konar landvarðakerfi,“ segir hann – ngy Óttast að ferðamenn fari sér að voða við Gullfoss Fjöldi ferðamanna kemur að Gullfossi á hverjum degi. FréttABlAðið/pJetur danMÖrk Fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu í Dan- mörku, Jesper Zwisler, segir emb ættis- menn fjármálaráðuneytisins hafa gríðarleg pólitísk völd og skipta sér af smáatriðum í öðrum ráðuneytum. Í viðtali við danska ríkisútvarpið segir Zwisler að þetta hafi meðal ann- ars haft þær afleiðingar að embættis- menn í félagsmálaráðuneytinu hafi ekki borið upp góðar hugmyndir við ráðherra sinn þar sem þeir hafi þóst vera vissir um að fjármálaráðuneytið myndi ekki samþykkja þær. Fyrrverandi menningarmálaráð- herra Danmerkur, Bertel Haarder, hefur einnig gagnrýnt fjármálaráðu- neytið fyrir afskiptasemi. – ibs Togstreita milli ráðuneyta Í Kristjánsborgarhöll eru helstu valda- stofnanirnar. Nordicphotos/GettY sVíþjóð Dómsmálaráðherra Sví- þjóðar, Morgan Johansson, opnar á breytingu á lögum til að hægt verði að dæma fleiri sem hafa í vörslu sinni barnaklám, horfa á það og dreifa því. Samkvæmt lögum er slíkt bannað í Svíþjóð. Rannsókn Sænska Dagblaðsins og Aftonbladet leiddi í ljós að lögreglan hafði vitneskju um að 15 þúsund Svíar hefðu hlaðið niður efni með kyn- ferðis brotum gegn börnum undan- farið ár. Að mati lögreglunnar er það einungis toppurinn á ísjakanum. Árið 2015 voru aðeins 119 Svíar dæmdir vegna barnakláms. – ibs Fleiri verði dæmdir skagaFjÖrður Byggðarráð Skaga- fjarðar vill að sveitarstjórinn fái fund með Isavia til að fara yfir nauðsyn- legan búnað og umgjörð sem þarf á flugvellinum á Sauðárkróki til þess að tryggja öruggt sjúkraflug. Þá skorar byggðarráðið á ný stjórnvöld að tryggja íbúum lands- byggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landsins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni. „Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera ein- boðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið,“ segir byggðarráðið. – gar Vilja öruggt flug með sjúklinga sauðákrókur. FréttABlAðið/GVA 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö s t u d a g u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -5 0 2 0 1 B E F -4 E E 4 1 B E F -4 D A 8 1 B E F -4 C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.