Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 23

Fréttablaðið - 13.01.2017, Page 23
Skrifstofan 13. janúar 2017 Kynningarblað „Múlalundur selur ekki bara möpp- ur heldur allt fyrir skrifstofuna,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar. Sigurður segir starfsemi Múla- lundar standa og falla með stuðn- ingi samfélagsins og því að ein- staklingar, fyrirtæki og stofnan- ir kaupi vörur af Múlalundi, þar með talið almennar skrifstofu- vörur. „Við erum almennt sam- keppnishæf og stundum ódýrari en aðrir á markaðnum. Við selj- um eigin framleiðsluvörur, eins og gatapoka, plastvasa, sýnapoka, gyllingar og fleira en einnig vörur sem við kaupum annars staðar frá því þær eru líka mikilvægur fjár- hagslegur styrkur fyrir starfsem- ina. Viðskiptavinir okkar eiga al- mennt ekki að þurfa að fara annað eftir almennum skrifstofuvörum.“ Á Múlalundi er sífellt leitað nýrra verkefna til að skjóta fleiri og styrkari stoðum undir rekstur- inn. „Við erum til að mynda opin fyrir því að taka að okkur hluta úr framleiðslu fyrirtækja og ýmis legt sem kallar á mikla handavinnu. Þá tökum við að okkur fjölbreytt verk- efni til lengri og skemmri tíma,“ segir Sigurður og nefnir dæmi. „Framhaldsskólar og háskólar láta okkur framleiða fallegar kápur utan um prófskírteini útskriftar- nema sem gera gögnin eigulegri og útskriftina að meiri viðburði. Þá hefur ferðaþjónustan komið sterkt inn með framleiðslu á upplýsinga- möppum fyrir hótelherbergi, flott- um kápum utan um matseðla þar sem merki veitingastaðarins er gjarnan þrykkt í kápuna og fleira. Bókaforlög láta einnig framleiða plastkápur utan um ferðabækur og ferðakort til að auka endingu þeirra. Öllum þessum verkefnum, merkingum, gyllingum og meiru til er sinnt af starfsfólki Múla- lundar.“ Sigurður segir langtímaverk- efni mjög mikilvæg fyrir starf- semina. „Múlalundur framleiðir til dæmis um hundrað þúsund sýna- poka fyrir Landspítalann á hverju ári. Hver sýnapoki skapar vinnu fyrir sex starfsmenn áður en hann fer úr húsi og er því búinn að gera mikið mikið gagn áður en byrjað er að nota hann á spítalanum. Annað dæmi eru fylgigögn með greiðslu- kortum Landsbankans sem Múla- lundur hefur raðað í umbúðir í mörg ár.“ Öllum mikilvægt að vinna Á síðasta ári greiddi Múlalundur um 100 milljónir í laun og skap- aði vinnu fyrir rúmlega þrjá- tíu manns með skerta starfsorku auk þess sem aðrir fjörutíu fengu tækifæri til að spreyta sig í fjög- urra vikna vinnuprufum sem hjálpar fólki að komast af stað eftir langvarandi veru frá vinnu- markaði. „Múlalundur stendur sjálf- ur undir stærstum hluta sinna tekna sem er allt að því eins- dæmi á vinnustofum fyrir fólk með skerta starfsorku. Starfsem- in stendur því og fellur með við- skiptavinum okkar,“ segir Sigurð- ur. „Í dag standa mörg fyrirtæki sig vel á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Einföld leið til að flétta samfélagslega ábyrgð við dag- lega starfsemi er að kaupa skrif- stofuvörur og fleira af Múlalundi. Frá árinu 1959 hefur Múlalundur verið rekinn af SÍBS með stuðn- ingi Happdrættis SÍBS. Þúsund- ir hafa fengið annað tækifæri og öðlast aukið sjálfstraust og starfs- orku eftir störf hjá Múlalundi. Góð samvinna er á milli Múla- lundar og Reykjalundar, sem er einnig rekinn af SÍBS. Þá er Múla- lundur í samvinnu við Vinnumála- stofnun og ræður fólk til vinnu af biðlistum, en umsækjendur geta þurft að bíða lengi á biðlista áður en þeir komast að. Öll aðstaða er til staðar til að taka á móti mun fleira starfsfólki en aukin við- skipti og verkefni eru forsenda fjölgunar starfa,“ segir Sigurð- ur og bætir við að markmið sé að koma sem flestum áfram út á vinnumarkaðinn. Hjá Vinnumálastofnun eru til staðar úrræði sem styðja fyrir- tæki í að taka við fólki með fötlun út á vinnumarkaðinn eftir starfs- endurhæfingu hjá Múlalundi. Störf á Múlalundi gefa mörgum, sem annars væru heima aðgerða- lausir, tækifæri til að spreyta sig og taka þátt í að skapa verðmæti. Virkir á vinnumarkaði „Fólki er mjög mikilvægt að fá að mæta til vinnu og vera virkt í samfélaginu. Bakgrunnur starfs- fólks Múlalundar er margvísleg- ur og margir þurfa að takast á við krefjandi veikindi eða fötlun, and- lega eða líkamlega, í kjölfar slyss eða veikinda. Máltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ á vel við um Múlalund en starfsemin stend- ur og fellur með viðskiptavinum okkar þar sem hver króna skipt- ir máli.“ Sigurður segir ánægju- legt að hitta einstaklinga sem hafa byggt sig upp á Múlalundi eftir erfið veikindi eða slys og eru í dag úti á almennum vinnumark- aði. „Nú eru þeir fullvirkir ein- staklingar á vinnumarkaði sem er sameiginlegur árangur þeirra sjálfra, Múlalundar og viðskipta- vina.“ Sjá nánar á mulalundur.is Ekki bara möppur á Múlalundi Múlalundur, vinnustofa SÍBS, framleiðir og selur allt fyrir skrifstofuna. Á Múlalundi fær fólk með skerta starfsorku tækifæri til að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins og skiptir stuðningur viðskiptavina þar sköpum. Múlalundur veitti rúmlega 70 manns vinnu á síðasta ári. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 mulalundur@mulalundur.is www.mulalundur.is Takk fyrir að versla við Múlalund Vinnustofa SÍBS Láttu gott af þér leiða þegar þú kaupir skrifstofuvörur Vörur frá Múlalundi skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku Allt fyrir skrifstofuna Þú pantar og færð vörurnar sendar daginn eftir „Máltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ á við um Múlalund en starfsemin stendur og fellur með viðskiptavinum okkar,“ segir Sigurður Viktor. MynD/anTOn brinK 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E F -5 E F 0 1 B E F -5 D B 4 1 B E F -5 C 7 8 1 B E F -5 B 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.