Fréttablaðið - 13.01.2017, Side 24

Fréttablaðið - 13.01.2017, Side 24
Útgefandi | 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 Ábyrgðarmaður Svanur Valgeirsson Veffang visir.is umSjónarmaður auglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 Skrifstofuaðstaða fyrirtækja er af öllum stærðum og gerðum, allt eftir stærð og eðli starfseminnar. Mörg sprotafyrirtæki taka fyrstu skrefin á svokölluðum frum­ kvöðlasetrum þar sem hvert og eitt fyrirtæki hefur yfirleitt litla skrifstofu en deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum smærri fyrir­ tækjum, t.d. fundaraðstöðu, eld­ húsi og opnu rými. Fyrir vikið er andinn á slíkum setrum oft léttur og skemmtilegur þar sem fjöldi frjórra einstaklinga safn­ ast saman. Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) rekur nokkur frumkvöðla­ setur víða um land og er elsta þeirra og það stærsta til húsa í höfuð stöðvum hennar í Keldna­ holti í Reykjavík. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa haft skrif­ stofuaðstöðu þar undanfarin ár er tölvuleikjafyrirtækið Lumenox ehf. en framkvæmdastjóri þess er Burkni J. Óskarsson. Lum enox vann tölvuleikjakeppnina Game­ creator árið 2011 og meðal verð­ launa var skrifstofuaðstaða hjá NMÍ í fjóra mánuði. „Við höfum verið með skrifstofu hjá þeim síðan þá. Það var mikið heillaspor fyrir fyrirtækið því starfsmenn NMÍ hafa stutt mjög vel við fyrir­ tækið frá upphafi.“ Spjallað við kaffivélina Lumenox ehf. var stofnað í kring­ um framleiðsluna á tölvuleikn­ um Aaru’s Awakening. „Stofnend­ ur fyrirtækisins settu sér háleit markmið strax í upphafi en það var að gefa út leikinn á PlayStat­ ion, Xbox, Nintendo og Steam. Til að gera langa sögu stutta var Aaru’s Awakening gefinn út á Play Station, Xbox og Steam vorið 2015 ásamt því að Lumenox fékk stöðu útgefanda hjá PlayStation og Xbox. Fyrirtækið fékk einnig út­ gáfuheimild hjá Nintendo, en kaus að gefa leikinn ekki út hjá þeim því leikurinn hentaði ekki tölvunum þeirra.“ Fyrirtækið er með um 30 m2 skrifstofu á Keldnaholti sem er mjög góð aðstaða að sögn Burkna. „Í dag erum við með fimm starfs­ menn á skrifstofunni hér en einn­ ig með einn starfsmann með aðset­ ur í Kaupmannahöfn og þrjá verk­ taka sem koma inn eftir þörfum.“ Hann segir samfélagið á NMÍ vera frábært enda sé þar að finna alla þá aðstoð sem sprotafyrirtæki gæti þurft á að halda. „Starfsmenn NMÍ eru alltaf reiðbúnir að leggja hönd á plóginn ef það er eitthvað sem þeir geta aðstoðað Lum­ enox og önnur fyrirtæki með. Við höfum kynnst öllum þeim fyrir­ tækjum sem starfa hér í húsinu og lendum oft á spjalli við aðra frum­ kvöðla og þá á spjallið sér oftast stað við hliðina á kaffivélinni í mötuneytinu.“ Þar sem Lumenox er eina fyrir­ tækið í húsinu sem framleiðir tölvuleiki og hin fyrirtækin eru í ólíkum greinum er ekki beint grunnur fyrir samvinnu milli þeirra að sögn Burkna þótt aldrei sé hægt að útiloka neitt. „Ég lendi t.d. oft á spjalli við starfsmenn Genis, sem eru hérna í húsinu líka, um hvað þau eru að gera og það er kærkomin breyting frá því að hugsa bara um vandamál sem þarf að leysa í tölvuleikjagerð.“ Allir leggja hart að sér Kostir þess að vera með aðstöðu eru margir að sögn Burkna. „Maður finnur mjög vel fyrir því að fyrirtækin á setrunum eru mjög einbeitt og leggja hart að sér. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er mjög gefandi að vera í samfélagi þar sem allir eru að reyna að búa til eitthvað nýtt og eltast við sína eigin sýn og hugmyndir.“ Ævintýrin halda áfram á nýju ári og margt spennandi er fram undan að sögn Burkna. „Þegar Aaru’s Awakening var tilbúinn og útgáfuferlið hófst, sem getur verið mjög langt, fór fyrirtækið af stað með næstu afurð en það er partí­ leikurinn YamaYama. Leikurinn var gefinn út á Steam vorið 2016 og verður svo gefinn út vorið 2017 á PlayStation 4. Við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði haust­ ið 2015 til framleiðslu á þriðja leik fyrirtækisins og höfum við verið að vinna að honum af full­ um þunga síðan þá. Gera má ráð fyrir að markaðssetning leiksins hefjist haustið 2017 og stefnt er að útgáfu hans haustið 2018.“ Þegar öllu er á botninn hvolft þá er mjög gefandi að vera í samfélagi þar sem allir eru að reyna að búa til eitthvað nýtt og eltast við sína eigin sýn. Burkni J. Óskarsson burkni j. ólafsson er framkvæmdastjóri lumenox ehf. sem er með aðstöðu í frumkvöðlasetri nmÍ . mynd/StefÁn Partíleikurinn yamayama var gefinn út á Steam vorið 2016 og verður gefinn út vorið 2017 á PlayStation 4. gefandi samfélag Vinnuaðstæður á frumkvöðlasetrum eru iðulega ólíkar þeim sem eru á hefðbundnum skrifstofum. Þar hafa sprotafyrirtæki aðstöðu og deila sam eigin legri aðstöðu með öðrum fyrirtækjum. Eitt frumkvöðlasetranna er í Keldnaholti í Reykjavík þar sem tölvuleikjafyrirtækið Lumenox hefur verið síðan árið 2011. Starri freyr jónsson starri@365.is Það hefur ýmsa kosti í för með sér að taka með sér nesti í vinnuna í stað þess að kaupa sér mat í mötu­ neytum, sjoppum eða á veitinga­ stöðum. Það er yfirleitt hollara og betra fyrir budduna. Það reynist hins vegar mörgum erfitt að temja sér þann sið að hugsa fyrir því að taka með sér mat í vinnuna en þá er mikil­ vægast að skipuleggja fyrirfram hvað skuli borða. Þrír kostir eru í boði þegar kemur að því að undirbúa máltíð­ ir sem taka á með í vinnuna; að elda og pakka öllum máltíðum vik­ unnar um helgar, útbúa alltaf mat­ inn kvöldið áður eða vakna fyrr á hverjum morgni til að græja nest­ ið. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum og þarf fólk bara að prófa og sjá hvað gengur best fyrir það. Eitt gott ráð þegar nest­ ið er útbúið kvöldið áður er að gera það um leið og verið er að elda kvöldmatinn, það hjálp­ ar til við að festa vanann í sessi og minnkar upp­ vask og þrif. Það er sniðugt að nota afganga frá kvöld­ matnum sem nesti en það getur orðið leiði­ gjarnt að borða allt­ af sama matinn tvisv­ ar í röð. Þá er góð hugmynd að breyta kvöldmatnum örlítið, til dæmis að setja kjöt og grænmeti í tortillu eða bæta grænmeti við kjötafganga og búa til salat. nestið gert fyrirfram Rannsóknir sýna að blóm og plöntur  á vinnustað hafa góð áhrif á framleiðni og líðan starfs­ fólks. Það er kannski ekki að undra enda eyðir skrifstofufólk stærstum hluta dagsins innan­ dyra og þykir því mörgum gott að gæða nærumhverfið smáveg­ is lífi. Fyrir því eru þó ýmsar fleiri ástæður. Plöntur lífga sjónrænt upp á umhverfið og gera það vistlegra. Er það upplifun bæði starfs­ fólks og viðskiptavina. Sýnt hefur verið fram á að framleiðni starfs­ fólks er meiri þar sem blóm eru til staðar og viðskiptavinir fá já­ kvæðari ímynd af starfseminni, hver svo sem hún er. Plöntur eru jafnframt taldar eiga þátt í því að draga úr streitu á meðal starfsfólks og skerpa at­ hyglina. Þá geta þær haft góð áhrif á loftið sem getur verið ansi staðið og innihaldið rykagn­ ir, mengun sem berst að utan og myglu. Plönturnar drekka meðal annars í sig koltvísýring og koma jafnvægi á rakastig andrúmslofts­ ins. Að endingu hefur verið sýnt fram á að plöntur á vinnustað bæta hljóðvist.  Blóm BætA og kætA Stattu upp úr stólnum á nýju ári ! Hæðarstillanleg skriborð á tilboði í janúar 89,900 m/vsk • Stillanleg hæð 65-125cm • 100 kg lyftigeta • Borðplata 160 -200cm , breidd 80cm • Stell hvítt (ral 9016) eða silfur grátt (ral 9006) • Borðplata harðplastlögð eða spónlögð eik. Trésmiðja GKS Funahöfði 19 110 Reykjavík 577 1600577 1600 www.gks.is Opið alla virka daga milli 8 - 17. Verið velkomin! SkrifStofan kynningarblað 13. janúar 20172 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E F -5 A 0 0 1 B E F -5 8 C 4 1 B E F -5 7 8 8 1 B E F -5 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.