Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 46

Fréttablaðið - 13.01.2017, Síða 46
Ég er alinn upp við að segja sögur og láta segja mér sögur. Amma var mikið í því að hræða mig, tók út úr sér tennurnar og kallaði sig ömmu skessu. Ég tek ekki út úr mér tennur en vil koma áhrifunum sem ég upplifði til skila,“ segir Geir Konráð Theódórsson sem hefur búið til sýningu upp úr íslenskum þjóðsögum og frumsýnir hana í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld.  Hann kveðst hafa æft sig með því að hræða skáta. „Sem sögumaður held ég að ég hafi mest lært á að vera skátaforingi og segja krökkum sögur í útilegum. En ég hef líka verið í áhugaleikhúsum, bæði í MA og Leikfélagi Borgarfjarðar sem varð 100 ára á síðasta ári, fjölskylda mín hefur verið þátttakandi þar allan tímann.“ Sýningin hans Geirs er líka fjöl- skylduframleiðsla því faðir hans er leikstjóri og litli bróðir sýningar- stjóri. Geir segir það bæði blessun og bölvun. „Það er ofboðslega gott að hafa þá þarna en pínulítið þreytandi að hafa fjölskyldugrínið á móti sér. Kostirnir eru þó fleiri en gallarnir.“ Sögurnar sem Geir segir eru af Sæmundi fróða, Galdra-Lofti og Hellis mannasögur úr Surtshelli. „Ég valdi þessar sögur af því að mér fannst þær smella ágætlega saman, þær bera allar galdraþema í sér. Flestir kannast við fyrstu tvær og mér fannst tilvalið að enda á Hellismannasögum því þá endar sýningin á klettunum þar sem Landnámssetrið er. Ólíkt mörgum þjóðsögum Evrópu sem Disney er búið að breyta, þá enda þessar frekar illa. Það er ekki búið að gera þær krúttlegar. Sögurnar sem mér voru sagðar voru heldur ekki til þess fallnar að koma litlum dreng í svefn.“ Við búningagerðina naut Geir aðstoðar víkingafélagsins Hring- horna á Akranesi. „Ég bjóst við að þegar maður gengi í víkingafélag fælist það í að drekka mjöð og slást með sverði en ég eyddi fyrstu þremur vikunum í saumaskap og með hjálp frá félögunum gerði ég búninginn frá grunni, en beltið er úr hrosshársreipi eftir langafa minn í Borgarnesi.“ Hann kveðst reyna að bregða sér í líki persónanna. Áður en hann fer með faðirvorið upp á djöfulinn að hætti Galdra-Lofts fannst honum þó vissara að vera búinn að tala við prestinn. „Þó margir þekki sögurnar þá gef ég mér pínu skáldaleyfi þegar ég tengi þær saman en má passa mig því þá lendi ég í íslensku besser- viss erunum. Sögurnar eru mjög karllægar en mig langaði að fá góðar kvenpersónur. Ég hafði íhugað að láta Sæmund fróða verða konu upp á jafnréttið en átta mig á að það er bara tak- markað sem má breyta í einu.“ Geir er búinn að flytja þetta verk á ensku í Landnámssetrinu í tæpt ár. „Nú er ég í raun kominn heilan hring því ég þýddi sögurnar upp- runalega til að skemmta áhorf- endum á ensku en svo var það Ragnar Kjartansson sem bað mig að skemmta nú líka Íslendingum.“ Amma var mikið í að hræða mig Svarti galdur á Íslandi er einleikur úr þekktum þjóðsögum. Hann verður frumsýndur í Landnámssetr- inu í Borgarnesi í kvöld, föstudaginn 13., í flutningi höfundarins, Geirs Konráðs Theódórssonar. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Leikhús Ræman HHHHH Höfundur: Annie Baker Leikstjóri: Dóra Jóhannsdóttir Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Eysteinn Sigurðarson og Arnar Dan Kristjánsson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Valdimar Jóhannsson Hljóð: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Þýðing: Halldór Laxness Halldórsson Þann 11. janúar síðastliðinn hélt Leikfélag Reykjavíkur upp á 120 ára afmæli sitt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu. Ræman er að auki sex hundraðasta viðfangsefni leikfélagsins en höfundurinn Annie Baker vann hin virtu Pulitzer-verð- laun fyrir leikritið árið 2014. Ræman fer öll fram í niðurníddum bíósal í Reykjavíkurborg en kvik- myndahúsið er það síðasta sem sýnir af filmu, frekar en stafrænt. Verkið fjallar um samskipti þriggja starfs- manna hússins sem drepa tímann með hversdagslegu spjalli á meðan poppinu er sópað burt. Þau Andrés, Rósa og Siggi eru ósköp venjulegt ungt fólk sem er að reyna finna sinn stað í tilvistinni. Textinn er lipurlega þýddur af Halldóri Laxness Halldórssyni sem hikar ekki við að halda í ensku slett- urnar þar sem það hæfir en setja má spurningarmerki við þá ákvörðun að staðfæra verkið, þrátt fyrir að sú vinna sé hugvitssamlega útfærð. Davíð Þór Katrínarson þreytir hér frumraun sína í íslensku leik- húsi í hlutverki hins hlédræga og taugatrekkta Andrésar sem er með kvikmyndir á heilanum. Þvílíkur fundur fyrir Borgarleikhúsið. Nátt- úruleg framkoma hans og einlægni er ekki einungis hjartnæm heldur líka fádæma átakanleg. Hina bröttu Rósu leikur Kristín Þóra Haralds- dóttir af mikilli næmni en þrátt fyrir grófleika persónunnar kemur Kristín Þóra vel til skila að stælarnir eru einungis yfirskin. Hjörtur Jóhann Jónsson leikur Sigga kostulega, tíma- setningar hans eru með eindæmum góðar en hann nær nýjum hæðum þegar þögnin verður Sigga óbærileg og hann leggur hjarta sitt á teppa- lagðan sýningarsalinn. Leikstjórnin er í höndum Dóru Jóhannsdóttur en hún er líka nýliði, þetta er í fyrsta skipti sem hún leik- stýrir verki af þessu tagi í einum af stóru húsunum. Leikverkið er ekki auðvelt í meðförum enda frægt fyrir lengd sína og langar þagnir, en stundum er sem vofa Samuels Beck ett svífi yfir bíósalnum. Eitt það markverðasta við sýninguna er mót- leikurinn, hvernig leikararnir hlusta hver á annan og bregðast síðan við með tilsvari eða jafnvel líkam- legum viðbrögðum. Svo virðist vera að verkið hafi verið stytt, allavega í framsetningu, en upphaflega sýn- ingin var þrír tímar. Það er vissulega synd að hafa ekki fengið að sjá leik- ritið í fullri lengd en skemmir ekki fyrir gæðum þessarar útgáfu. Nýja sviðið er tilvalinn salur fyrir sýningar á borð við Ræmuna og sviðshönnun Helgu I. Stefáns- dóttur færir leikarana jafnvel enn þá nær áhorfendum þar sem sviðinu hallar hressilega fram á við. Einn- ig eru búningar hennar fallegir í öllum sínu hverdagsleika. Þórður Orri Pétursson vinnur lýsinguna listilega vel þar sem dauf loftljósin setja skemmtilegan svip á salinn. Um hljóðið sér Garðar Borgþórsson og tónlistin er í höndum Valdimars Jóhannssonar en þeir brúa bilið á milli atriða fagurlega. Ofsögum væri sagt að Ræman sé einhvers konar stórdrama en hvers- dagsleikinn er það sjaldnast. Aftur á móti er þetta afskaplega vel leikin og smellin sýning þar sem áhorfendum er gefinn tími til að kynnast og finna til með Andrési, Rósu og Sigga. Svo- leiðis leikhús er ferðarinnar virði. Sigríður Jónsdóttir NiðuRstaða: Eftirminnileg sýning þar sem góður leikur fær að njóta sín. Lífið fyrir framan hvíta tjaldið Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Davíð Þór Katrínarson standa sig vel í hlutverkum sínum í Ræmunni í Borgarleikhúsinu. MynD/GRíMuR BJaRnaSon ÉG BjóST við að þeGar maður GenGi Í vÍKinGafÉLaG fæLiST það Í að dreKKa mjöð oG SLáST með Sverði en ÉG eyddi fyrSTu þremur viKunum Í SaumaSKap Þó margir þekki sögurnar þá gef ég mér pínu skáldaleyfi þegar ég tengi þær saman segir Geir Konráð. MynD/THeDóR KRiSTinn ÞóRðaRSonww 1 3 . j a N ú a R 2 0 1 7 F Ö s t u D a G u R26 M e N N i N G ∙ F R É t t a B L a ð i ð menning 1 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B E F -4 1 5 0 1 B E F -4 0 1 4 1 B E F -3 E D 8 1 B E F -3 D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.