Víkurfréttir - 05.11.1999, Qupperneq 14
Ur safni Heimis
íslandsmeistarar Keflavtar
(handboltakvenmí2.mW
VORUM
GÓÐAR!
Myndin hér að ofan er af
Islandsmeisturum IBK í 2.
deild í meistaraflokki
kvenna árið 1975. Eins og
sjá má eru þarna margar
hörku handholtaskvísur.
Ein þeirra er Jóhanna
Reynisdóttir (fjórða frá
vinstri í efri röð) en hún er
núna sveitarstjóri í Vatns-
leysustrandarhreppi.
„Við vorum bara nokkuð
góðar man ég. Við unnum
2. deildina þetta árið undir
stjórn þessa þjálfara sem ég
man núna ekki hvað heitir.
En hann náði öllu út úr
okkur og þetta var rosalega
gaman“, sagði Jóhanna fór
og leit á verðlaunapen-
ingasafnið sitt þegar blaða-
maður helgarblaðs VF
hringdi í hana.
„Jú, þetta var 1975“, sagði
hún og rakst í leiðinni á
gullpeninga ineð 3. flokki
Keflavíkur sem varð Is-
landsmeistari árið 1971 og
annan pening í 2. deild árið
1977. „Eftir þetta góða ár
með meistaraflokki 1975
fórum við nokkrar hingað
og þangað. Eg fór í bæinn
og byrjaði að leika með
Haukum og einn gullpen-
ingurinn er einmitt frá því
þegar við urðum meistarar í
2. deild. Við fengum nokkr-
ar tilboð um að æfa með
unglinga- og kvennalands-
liðinu, ég, Gulla Jóns og
Grethe Iversen ef ég man
þetta allt rétt. „Eg spilaði
hægra megin fyrir utan“,
sagði Jóhanna að lokum
þegar hún var spurð út í
stöðu sína á vellinum. Þetta
var í þá gömlu góðu hand-
boltadaga í Keflavík. Nú er
handbolti ekki á dagskránni
á Suðurnesjum...
Rifjað upp í tilefni 70 ára afmælis Keflavíkur:
Mionamærinsamír í Keflavík
Margnefnd gullöld Keflvíkinga í knattspyrn-
unni var fyrir margra hluta athyglisverð ekki
síst þegar hlutirnir eru bornir saman við dag-
inn í dag. Eitt af þeim atriðum er aðsókn og
innkoma á leikjum.
I gamalli úrklippu úr Vísi síðan 1971
er sagt frá því að tíu þúsund
manns hafi sótt hreinan úrslita-
leik um íslandsmeistaratitil-
inn milli Keflavíkur og og
IBV á Laugardalsvellin-
um. Það mun enn vera
mesti áhorfendafjöldi
sem sótt hefur íslenskan
knattspyrnuleik. Meira
að segja meistarar KR í
ár slá vindhögg í saman-
burði við aðsókn að þess-
um leik. Tekjurnar af um-
ræddunt leik ÍBK og ÍBV
voru um 300 þús. kr. fyrir hvort
félag.
Nokkrum dögum fyrir leikinn við IBV lék
Keflavík við stórliðið Tottenham. A þann leik
mættu ellefu þúsund manns og greiddu mun
hærri aðgangseyri en gegn IBV eða liðlega
helmingi hæn i. Tekjumar þessa einu viku hjá
Keflvíkingum voru því um ein milljón
króna. Það samsvarar um 4 millj-
ónum króna á núvirði.
I Vísisfréttinni segir að upp-
hæð sem þessi væri óþekkt
hjá íþróttafélögum hér á
landi, því flest þeirra,
a.m.k. Reykjavíkurfélög-
in og flest þau minni út á
landsbyggðinni berjast í
bökkum fjárhagslega.
En „milljónamæringamir"
í Keflavík þurfa þess ekki á
næstunni", segir í lok grein-
ar sem Kjartan L. Pálsson
skrifaði.
Þrír flugvélafarmar
á leikinn við Tottenham
Þegar enska stórliðið Tottenham kom til íslands
til að leika við Keflavík árið 1971 fylgdu því
margir áhagendur frá Englandi eins og venja er
hjá „Tjöllunum“.
I gamalli úrklippu er getið rnikils áhuga Kefl-
víkinga á að fylgja sínu liði til Lundúna en hátt
á þriðja hundruð manns fóru til Englands á
leikinn, - í þremur flugvélaförmum. Þegar þetta
er rifjað upp með Hafsteini Guðmundssyni,
segir hann að það haft verið mikil ásókn í þess-
ar þrjár flugferðir sem famar vom til Lundúna
gagngert út af leiknum við Tottenham. „Við
hefðum getað selt mun fleiri sæti. Við fengum
þrjár leiguferðir og fylltum þær allar“.
BYGGÐASAFN SUÐURNESJA/HEIMIR