Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 24
VIKURFRETTA
Brenton Birmingham/
bandaríski körfuknattleiks-
maðurinn sem lék með IÍMFN
í fyrra er að gera góða hluti
með Grindvíkingum:
Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Brenton
Birmingham fer mikinn þessa dagana með
ósigruðu liði Grindavíkur í Epson-deildinni.
Hann kom til liðsins eftir að „litlu mótunum“
lauk og hefur skorað u.þ.b 37 stig að meðaltali
í leikjum liðsins. Svo mikil áhrif hefur piltur
haft á lið Grindvíkinga að þjálfari KR sá sig
knúinn til að breyta spádómum sínum um röð
efstu liða í deildinni, eftir að hafa tapað fyrir
Grindavík tvisvaríröð.
Ekki óvænt
Þessi frammistaða Brentons
kemur ekki öllum á óvart því
hann lék hér einnig á síðasta
tímabili og varð þá bikarmeist-
ari með fimasterku liði Njarð-
víkinga.
VF ákvað að komast nær pilti
og skoða fortíð þessa geðþekka
leikmanns nánar.
Bronxbúi með ræturá
Jamaíka og Kúbu
„Ég er fæddur í Bronx, New
York, 29. nóvember 1972 og
verð því 27 ára í þessum mán-
uði. Ég er yngstur 5 systkina, á
þrjá bræður og eina systur. For-
eldrar mínir Lennel og Ynez
em bæði komin á eftirlaun en
þeim á allt að þakka. Þau ken-
ndu mér að vera sjálfstæður og
virða hvem einstakling sem á
götu minni verður.“
Körfuknattleiksferillinn helg-
aður látnum þjálfara
„Ég gekk í Brooklyn Technical
High School og þótti svona allt
í lagi leikmaður og náði því að
skora 20 stig að meðaitali á
lokaárinu. Ég fékk litla athygli
frá háskólaliðunum, þótti of
lítill í framvörðinn og ekki
nægilega tæknilega útbúinn
til að vera skotbakvörður.
Þjálfari minn, James Sulliv-
an, tók mig undir sinn væng
og var mér fyrirmynd og föð-
urímynd á vellinum. Hann
fylgdi mér til Brooklyn
College þar sem ég
lék í tvö ár.
Þ a ð a n
f ó r
ég til Manhattan háskólans sem
boðið hafði mér skólastyrk.
James Sullivan lést skömmu-
síðar og ákváð ég að helga
honum körfuknattleiksferil
minn og hugsa til hans í hvert
skipti sem ég sem ég undirbý
mig fyrir körfuknattleiksleik."
BA prófið mesta afrekið
„Ég get ekki annað sagt en að
háskólaferillinn hafi verið góð-
ur og árin tvö hjá Manhattan
skiluðu 42-18 árangri í sigmm
og töpum og tókum þátt í loka-
keppni NCAA á seinna ári
mínu. Mikilvægast var þó að
ég útskrifaðist með BA próf í
félagsfræði."
Alþjóðlegi ferillinn hófst í
Finnlandi
„Fyrsta liðið í Evrópu sem ég
lék með var Tapiola Honka í
Finnlandi 1995, mér gekk vel
og hafði gaman af. Þá lék ég á
Kýpur sumarið 1998 en fann
mig ekki þar og kom síðan til
Njarðvíkur."
Hef eignast fjölda vina
á íslandi
„Að færast á milli staða, svona
eins og farandverkamaður, er
erfitt að ákveðnu leyti. Maður
kynnist fólki og eignast vini en
þarf síðan að kveðja, kannski
fyrir fullt og allt. Mér finnst
afar erfitt að kveðja góða vini.
Því miður hef ég ekki haldið
sambandi við erlenda vini
mína, þ.e.a.s þar til ég kom til
Islands. Veðrið hér mætti vera
betra og kuldinn á ekkert sér-
staklega vel við mig en fólkið í
landinu bætir það upp og rúm-
lega það.“
How do you like lceland?
,,Ég hef oft verið spurður hvað
mér líkar best við ísland og það
er enginn vafi að það er fólkið
hér sem heillar mig. Flestir tala
ensku og ég hef ekki fundið
fyrir neinu nema velvilja hvert
sem ég hef farið, ég hef meira
að segja gaman af bullinu í
leikmönnum þegar mikið ligg-
ur við á vellinum. Það er engin
spuming að hér hef ég eignast
vini sem munu endast mér til
æviloka. Þeir em ekki bundnir
körfunni. Hjónin Jónsi og Þór-
unn eru mér jafnkær nú og í
fyrra þótt harðir Njarðvíkingar
séu. Þau tóku mig inn á heimili
sitt eins og ég væri einn úr fjöl-
skyldunni. Þá á ég mér tvo vini
sem ég veit að stæðu við hlið
mér sama hvað gengi á. Annar
þeirra, Elli, er Keflvíkingur en
þið vitið hvemig það er - eng-
inn er fullkominn. Annars verð
ég að segja að Njarðvíkingar
hafa sýnt mér mikla hlýju í ár
þótt ég hljóti að teljast til óvin-
anna og finnst mér það sýna ís-
lendinga í hnotskum. Þeir sjá
ekki aðeins leikmanninn Brent-
on Birmingham heldur líka
manneskjuna Brenton
Birmingham sem gerir vemna
hér ógleymanlega."
Einhleypur aftur
Brenton er með myndarlegri
mönnum og skyldi engan
undra þótt kvenfólkið flykktist
um hann. Sjálfur segist hann
hinn rólegasti í þessum málum.
„Ég er einhleypur á ný eftir að
ég og kærasta mín til fjögurra
og hálfs árs skildum skiptum í
sumar. Að verða einn aftur eftir
langt samband var andlega
erfitt og hef ég ekki í hyggju að