Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 29
Helgarblað Víkurfrétta er á menningarlegum nótum. Blaðamaður okkar hefur verið að heim- sækja listakonur á Suðurnesjum. I blaðinu í dag tökum við hús á listakonunni Sossu sem hefur var að ljúka sýningu í Danmörku. Önnur lista- kona úr Keflavík, sem einnig er þekkt á alþjdðavettvangi, Halla Har er með sýningu á Akranesi sem lýkur nú um helgina. Við birtum viðtal við Höllu í næstu viku, auk þess að skoða annars konar hstsköpun á Suðurnesjum. sumar og var að vinna þar. Ein- hver galleríeigandi komst á snoðir um að ég væri þama og kom og skoðaði verkin mín. I framahaldinu bauð hann mér að taka þátt í þessari samsýn- ingu. En það er náttúrulega ekkert víst hvort Portúgalimir fíli myndirnar mínar þó Dan- irnir geri það”, segir Sossa hógvær. Undarleg samsýning Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem sem Sossa sýnir í Noregi því hún tók þátt í sam- sýningu í litlum bæ nálægt Stavanger árið 1997. „Á þeirri sýningu sýndu listamenn frá öllum heimshornum, m.a. Rússlandi, Kóreu, Lettlandi og tveir íslendingar auk mín. Þetta var sú undarlegasta sýning sem ég hef nokkum tíma tekið þátt í. Þetta var samt ofsalega gam- an. Þarna var hægt að virða fyrir sér allt frá flottum hand- máluðum silkifótum frá Kóreu og yfir í framúrstefnulega leir- list.” Næsta sýning Sossu í Noregi verður ekki lík þessari eftirminnilegu samsýningu. „Eg er núna að fara að sýna í fallegu galleríi sem stendur við aðalgöngugötuna í Osló, Karl- Johan. Gallerýið er í eigu ís- lenskrar konu en hún rak áður gallerí í Reykjavík.” Nauðsynlegt að skipta um umhverfi Sossu finnst alveg nauðsynlegt að skipta um umhverfi af og til enda segist hún vera búin að mála alla Keflvíkinga fyrir löngu síðan. „Myndimar á sýn- ingunni í Danmörku em eigin- lega ferðasaga, þ.e. myndir frá tíma mínum í Portúgal síðasta sumar. Myndir af fólki sem ég upplifði og sá. Ef ég fer í ferða- lag þá er ég alltaf með skissu- blokkina meðferðis. Ég er með taumlaust hugmyndaflæði þeg- ar ég er á ferðalögum. Ég er reyndar alveg ofboðslega upp- tekin af fólki dags daglega og samskiptum manna”, segir Sossa og bætir því við að hún sé þegar búin að panta húsið sem hún bjó í á Portúgal fyrir næsta sumar. Málar á Saab-bifreið Sossa er kona sem finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Um miðjan janúar hyggst hún taka þátt í mjög svo óvenjulegu verkefni í bænum Köge í Dan- mörku. Þar stendur til að opna sölu- og sýningarsal fyrir Saab- bifreiðar. ,,Ég var beðin um að mála á bfl, málverk eins og ég er vön að mála. Gestir geta fylgst með mér vinna og bfllinn á svo bara að vera sýningar- gripur á staðnum til að trekkja að”, segir Sossa og er greini- lega sftennt yfir að fá að takast á við þessa áskomn. Það verð- ur gaman að sjá hvemig „kon- umar hennar Sossu” taka sig út á Saab bflnum. Viðtal: Silja Dögg Myndir: Úr einkasafni SOSSA GALLERl SCT. GERTRUD 15. OKT. ' 4. NOV. 1999 Sossa settist út í horn í sýningarsalnum fyrir helgar- blaðið og brosti framan í myndavélina í leiðinni. Meðal gesta á sýningu Sossu voru margir Suðurnesjamenn. Hár má sjá Rúnar Hannah og í bakið á Ösp Birgisdóttur en Rúnar er í úrsmíðanámi í Danaveldi. r< r Bjargey Einarsdóttir og Logi Þormóðsson eru mikilir vinir istakonunnar og aðdáendur hennar. Þau voru að sjálfsögðu í Kóngsins Köbenhavn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.