Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 31

Víkurfréttir - 05.11.1999, Síða 31
Leikfélag Keflavíkur hefur nýtt leikár með skemmtilegri syningu í Frumleikhúsinu: OLIVER TWIST I ,,FJÖLNOTA“ HÚSI Síðasta sunnudag gerði ég mér ferð í Frumleikshúsið okkar ásamt bömunum mínum til að upplifa söngleikinn þekkta um Oliver. Ég vil kalla þettaupplif- un því það fylgir því alltaf sérstök stemning að fara í leikhús, finna sæti, koma böm- unum fyrir, taka upp hávaðalaust sælgæti og bíða eftir að ljósin dofni og töframir birtist á sviðinu. Það getur reynst erfitt að útskýra þessi hughrif en börnin eiga ekki erfitt með að tjá hug sinn og þegar ég spurði þau hvernig þeim hefði þótt sýningin þá stóð ekki á svari: Bara gaman! Þegar ég fer í leikhús að sjá bamaleikrit þá finnst mér ekki síður gaman að fylgjast með viðbrögðum barnanna við sýningunni og er það oft sýn- ing út af fyrir sig að sjá þau lifa sig inn í atburðarásina. Þannig var það á sýningu Leik- félagsins að bömin vom hug- fangin allan tímann þó aðeins hafi dregið af yngstu leikhús- gestunum þegar leið á sýningu- na. Fleildarsvipurinn á sýningunni er nefnilega mjög skemmtilegur. Sviðsmyndin er mjög góð og vel gengur að skipta úr einu umhverfi í annað þannig að trúverðugt sé. Búningar og gervi öll eru bráðskemmtileg þannig að ekki er hægt að kvarta undan útliti sýningarinnar. Sveindís Valdimarsdóttir hafði yfirum- sjón með búningahönnun og er það einstaklega vel til fundið hjá henni að virkja nemendur í Fieiðarskóla til búningasaums. Leikhópurinn samanstendur af 35 unglingum á öllum aldri þó bróðurparturinn sé yngri en 18 ára. Það eru einmitt ungu krakkarnir sem standa sig sérstaklega vel þó þau séu mis- langt komin í að þróa leikhæfi- leika sína. Krakkarnir unnu einstaklega vel saman í öllum hópatriðum og leystu þau erfíð verkefni sem fylgja leikhúsi þannig að ekki er annað hægt en að dást að. Þau gerðust sviðsmenn, söngvarar og dansarar eins og þetta væri þeim alvanalegt. Eldri unglingar leikfélagsins stóðu sig einnig með prýði og má þar nefna Einar Lars sem fór á kostum sem Hr. Sowerberry og söng lag útfararstjórans á einstæðan hátt, því söngur er ekki sterka hlið þessa skemmtilega leikara. Aftur á móti er söngur Jóns Marinós mjög traustur og einn- ig sýnir hann frábæra takta í hlutverki Fagins. Söngur skipar náttúrulega stóran sess í þessari sýningu og því reynir mjög á alla þátttak- endur í söng. Einar Örn sem sinnir undirleik í sýningu sá einnig um söngstjóm og þar er hann á heimavelli og hefur tek- ist að ná ótrúlega miklu út úr hóp sem ekki hefur haft mikla söngþjálfun hingað til. Sönglög Lionels Barts eru allt í senn, falleg, skemmtileg, sorgleg og sérstaklega erfið í söng, þannig að allir smáhnökrar eru fýrirge- fanlegir. Það sem vakti þó sérstaklega athygli mína var hópsöngurinn sem tókst oftast með miklum ágætum. Leikfélaginu og leikstjóranum Þresti Guðbjartssyni hefur tek- ist að virkja unglingana í Reykjanesbæ til að setja upp sýningu sem þau geta verið stolt af. Þau hafa leyst það erfiða verkefni að setja upp söngleik með þeim hætti að atvinnuleikhúsin gætu ýmislegt lært af heimsókn í Frum- leikhúsið. Að lokum má segja að Leikfélag Keflavíkur sé á réttu róli með að fá ungu kynslóðina til að taka þátt í uppsetningu leikrits því fátt veit ég sem reynir meira á hug og hönd. 1 leikhúsinu læra krakkarnir að vinna saman, muna texta, samhæfa hreyfingar á sviði, taka tillit til annarra, syngja, dansa, smíða, sauma, setja upp ljós, mála og svo mætti lengi telja. Þannig ef þetta er ekki fjölnota hús þá veit ég ekki hvað er! Afram leikfélagið! Baldur Guðmundsson elgar SMAAUGLYSINGAR TIL LEIGU 4ra herb. efri hæð og 3ja herb. íbúð í Keflavík. Lausar nú þegar. Uppl. í síma 862-6343 og 421-6343. Rúmgðð 3ja herbergja íbúð til sölu eða leigu í Sandgerði. Uppl. í síma 423-7643 og 899- 8046. ÓSKAST TIL LEIGU 2- 3ja herb. íbúð óskast í Keflavík eða Njarðvík. Öruggar greiðslur í gegnum greiðsluþjónustu, góð umgeng- ni. Uppl. í síma 864-5469 og 421-5154. Vantar íbúð strax. Reyklaus og reglusamur maður með öruggar greiðslur og góða umgengni. Uppl. ísíma 698- 7629. 3- 4ra herbergja sérhæð eða einbýlishús með bíl- skúr eftir 10. jan. 2000. Tilboð leggist inn á skrifstofu Víkurfrétta merkt öruggar greiðslur. TIL SOLU Amerísk Cocer Spaniel tík sjö mánaða svört/tan er meö mjög góðan sýningadóm frá HRFI. Uppl. ísíma 898-8126. Vegna flutnings til sölu fallegt hjónarúm með áföstum náttboröum og lýsingu, nýjar springdýnur, mjög gott verð. Uppl. í síma 421 -2317 eða 698-2817. Gömul þvottavél í góðu lagi, fæstfyrir lítið. Uppl. í síma 869-9693. Mersedes Benz 230 E árg '92 svartur metalic ekinn 159 þúsund km. meö rafmagns topplúgu. Einn eigandi. Álfelgur með sumardekkjum og vetrar- dekk á stálfelgum og margt fleira. Uppl. ísíma 862-3015. Amerísk Cocker Spaniel tík sjö mánaða svört/tan er með mjög góöan sýningadóm frá HRFI. Uppl. ísíma 898-8126. Zanussi Frystiskápur og isskápur 60cm x 210cm ca 10 ára gamlir verð 15.000,- hvor. Uppl. í síma 421-6020 og 868-8262. Tilboð óskast í Izuzu dísel jeppa 1984 skoðaður 00, þarfnast aðhlyn- ningar. Uppl. í sima 697-5066 eftir kl.18.00 í síma 423-7990. Hjónarúm 160x200cm. sem nýtt. Uppl. í síma 855-4150. Furu sófasett 2+1 +1. Bára þvottavél selst ódýrt. Uppl. í síma 421-6979. ÓSKAÐ EFTIR Vantar langan Suzuki Fox breittan eða óbreittan. Uppl. í síma 896-9300 fyrir kl.20.00 og eftir kl.20.00 sími 421-5613. Eldavél Uppl. ísíma 421-2467.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.