Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 16.12.1999, Side 21

Víkurfréttir - 16.12.1999, Side 21
Sæeyru eru furðuleg kuikindi... um þessar mundir að senda megnið af seiðunum í tvær eld- isstöðvar sem hafa aðstöðu og áhuga til að prófa sandhverfu- eldi“, segir Matthías. Kynbætur á lúðu og sæeyrum Starfsmenn Hafró í Grindavík eru að fara af stað með kyn- bótatilraunir á lúðu í samstarfi við Fiskeldi Eyjafjarðar og Stofnfisk hf. Eldistilraunir á hlýra eru líka á dagskrá en Matthías telur að þeir muni ekki hafa nægan tíma að sinna þeim tilraunum í bili. Arið 1988 var farið að gera tilraunir á sæeyrum á eldisstöð Hafró. Arið 1993 var síðan stofnað fyrirtækið Sæbýli í Vogum sem er eingöngu með eldi á sæeyr- um. „Við höfum gert hitatil- raunir og unnið að kynbótum á sæeymm í samstarfi við Sæbýli og Stofnfisk og erum nú að byrja á þurrfóðurverkefni nreð Sæbýli og Laxá. Sæeyru lifa á þara en þau þurfa svo mikið af honum að það myndi spara rnikla fyrirhöfn ef hægt yrði að búa til gott þurrfóður fyrir sæeyrun", segir Matthías. Rannsóknasamstarf Rannsóknir og eldistilraunir á fiski eru gerðar víða um heim og Matthías segir að samstarf við erlenda aðila vera að aukast. „Við vomm að senda út 600 sandhverfuseiði til Noregs en þar á að gera á þeim saman- burðarrannsóknir við seiði frá Noregi, Skotlandi og Frakk- landi. Við höfum einnig verið í góðu samstarfi við innlendar stofnanir eins og fiskisjúk- dómadeildina á Keldum, ýmsar deildir í Háskóla Islands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins“, segir Matthías.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.