Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.12.1999, Blaðsíða 59

Víkurfréttir - 16.12.1999, Blaðsíða 59
lega mikill tími fari í að kynna sjálfan sig og að finna verk- efni. „Island er nánast eins og vemdaður vinnustaður og sam- keppnin með minnsta móti. í L.A er mikil harka og í raun offramboð á fólki því allir vilja vera í Hollywood. Eftir að hafa hafa sáð fræjum s.l. ár er upp- skeran byrjuð að láta á sér kræla“, segir Veigar en hann er t.d. nýbúin að gera útsetningar fyrir sinfóníuhljómsveitimar í Oregon og Spokane. Hann er einnig í samvinnu við nokkra textahöfunda og er að semja tónlist við kvikmyndir og aug- lýsingar fyrir ýmsa aðila. ,,Þó að þetta sé erfitt á köflum þá er þetta mjög skemmtilegt starf því fjölbreytnin er mikil og ég veit aldrei hvað kemur næst.“ Veigar hefur ekki sagt skilið við ísland þó hann sé önnum kafinn erlendis, því hann gerði nokkrar útsemingar fyrir Stórsveit Reykjavíkur s.l. sumar og lék inn á geisladiska með íslenskum tónlistarmönn- um. Hollywood Þegar fólk heyrir minnst á Hollywood sér það e.t.v. fyrir sér kvikmyndastjömur á hverju homi og ævintýraheim. Veigar segir að raunin sé allt önnur. „Við höfum reyndar rekist á Tom Hanks og Eddie Murpy og ég hef einnig hitt James Homer sem samdi tónlistina fyrir Titanic og Jerry Goldsmith, sem eru átrúnaðar- goðin mín. Þetta eru bara ósköp venjulegir menn sem ganga um í órakaðir í galla- buxum og strigaskóm.“ Veigar segir að mannlífið sé svolítið sérstakt í þessari háborg skemmtanaiðnaðarins. „Það er ekki mikill kærleikur og ham- ingja sem fylgir þessu. Hér er margt fólk sem svífst einskis. Fólk er alltaf að leita að ein- hverju efnislegu, en svo er ekkert hér inni“, segir Veigar og leggur höndina á brjóstið. Hann segist hafa farið til L.A. vegna þess að hann vildi vinna við kvikmyndatónlist og þá er þetta rétti staðurinn til að vera á. Kvikmyndatónlist heillandi Veigar segist alltaf hafa stefnt á að verða trompetleikari en þeg- ar hann stóð uppá sviði í fyrsta sinn og stjómaði hljómsveit þá breyttist allt. „Eg fékk bara svo rosalega mikið kikk út út því að standa þama uppá pallinum og stjórna, mikíu meira en þegar ég spila á trompetinn. Ég fann líka fljótt að þetta lá frek- ar fyrir mér, þ.e. samspil myndar og tónlistar.“ Veigar segir að hlutverk kvikmynda- tónskálds sé að gera myndina betri en hún er og það finnist honum mjög heillandi. Veigar vann þrjár tónsmíðakeppnir þegar hann bjó á Flórída og var í öðru sæti í einni og það hafði líka töluverð áhrif á feril- inn. „Að vinna svona keppnir er mjög gott fyrir ferlisskrána, þá sér fólk að maður getur eitt- hvað og dyr opnast. Ég hafði meiri áhuga á dramatískri tón- list frekar en poppi og djassi og vettvangurinn fyrir slíka tónlist er í kvikmyndum, þess vegna er ég þar sem ég er í dag“, segir Veigar. Innblástur Hvernig verður tónlistin til? „Myndin er bam leikstjórans og hann hefur ákveðnar hug- myndir um hvemig hann vill hafa tónlistina. Ég horfi á myndina og yfirleitt kviknar þá einhver hugmynd. Stundum gerist það ekki og þá hlusta ég yfirleitt á einhverja tónlist" og Sirrý bætir við að þá geri þau yfirleitt eitthvað allt annað, eins og að fara í bíó. Veigar hefur einnig fengist við að semja auglýsingastef og hann segir að það eigi vel við hann að vinna undir pressu sem fylgir slíkri vinnu. „Þegar maður semur fyrir auglýsingar þá verður maður að hafa í huga að maður er að reyna að selja eitthvað og tónlistin þarf að virka á ákveðinn hátt. Þetta form hentar mér vel því mér finnst gott að hafa ákveðinn ramma og að vita nákvæmlega hvað fólk vill.“ Hingað til hef- ur Veigar aðallega samið tón- list fyrir styttri myndir, auglýs- ingar og hljómsveitir en eftir áramót fer hann að semja tón- list við fyrstu kvikmyndina í fullri lengd. „Ég fékk þetta verkefni eftir að hafa sent um 200 manns bréf, svona verk- efni koma ekki uppí hendumar á mér, ég verð að hafa fyrir hlutunum." Misstu barnið sitt „Það er ekki ofsögum sagt að lífið hér er ekki alltaf dans á rósuni og s.l. sumar var mjög erfitt á köflum við að koma sér áfram. Það voru okkur því gleðifréttir þegar við vissum að von væri á fjölgun hjá okkur. Vetgarmeð moðursinmg og Ragnhildi litlu i Los Angeles. í baksýn sést Okkur þótti það vera tilvalinn tími þar sem Ragnhildur okkar var orðin fimm ára gömul og byrjuð í skóla. Okkur brá því mikið þegar Sirrý greindist með alvarlega meðgöngueitmn eftir rúmlega fimm mánaða meðgöngu og fæðing var eina úrræðið til að bjarga lífi Sirrý- ar. Þann 26. júlí fæddist okkur lítil stúlka sem við gáfum nafnið Rannveig. Hún lifði að- eins í nokkrar mínútur og vegna þess hve mikill fyrirburi hún var, var ekki unnt að bjar- ga lífi hennar. Þetta var okkur mikið áfall og erfiður tími tók við. Vtnur okkar Hafliði Krist- insson, sem er prestur og er hér í námi. var okkur stoð og stytta á efiðum tímum. Það er ómet- anlegt að hafa trausta vini þeg- ar svona áföll dynja yfir. Mað- ur finnur svo mikið fyrir því hversu langt í burtu maður er frá fjölskyldunni þegar sorgin knýr dyra. Móðir Sirrýar kom strax út til okkar og var okkur til halds og trausts", segir Veig- Neita að gefast upp Þegar Veigar bjó á Islandi hafði hann meira en nóg að gera og hann segir skrýtið að koma á stað þar sem hann þarf að sannfæra fólk um ágæti sitt. Hann segist samt hafa haft gott af því að vita hvemig það er að vera bara eitt af mörg þúsund sílum í sjónum. „Lykilatriðið er að trúa á sjálfan sig til að komast áfram. Það var búið að segja mér að þetta yrði erfitt og maður verður bara að neita að gefast upp. Ef maður neitar að gefast upp þá tekst þetta fyrr eða síðar. Stundum velti ég fyrir mér hvort ég sé að gera rétt. Við ákváðum að fjárfesta í sjálfum okkur og ég vissi að ég ætti að fara út í frekara nám þó að ég væri í góðum vinnum hér heima. Ég verð að viður- kenna að ég stefni ekkert lágt“, segir Veigar og Sirrý tekur undir og bætir við að þau hefðu eflaust aldrei farið út ef þau hefðu vitað hvemig þetta yrði. „Við höfðum ranghug- myndir um Bandaríkin eins og fleiri íslendingar", segir Veigar. „Við ímynduðum okkur þegar við fluttum til Boston að við ættum eftir að búa í stóru, fall- egu húsi en við bjuggum þar í miður geðslegri íbúð þar sem voru bæði kakkalakkar og mús.“ Kostar blóð, svita og tár Maður sér að þama fara sam- hent hjón og þau hafa svo sannarlega þurft að berjast fyr- ir því að láta drauminn rætast. Veigar segir að hann hafi stundum heyrt fólk segja að þau séu svo heppinn en sann- leikurinn er sá að það hefur þurft meira en heppni til að komast þangað sem þau eru í dag. „Við lögðum allt undir og höfum lent í alls konar áföllum eftir að við fluttpm út til Bandaríkjanna. Ég missti pabba minn, bróður minn og svo misstum við bamið okkar í surnar. Það er búið að kosta okkur blóð svita og tár að láta drauminn rætast en nú sjáum við fyrir endann á þessu.“ ICELANDAIR Hlaðþjónusta - Hlaðdeild Flugleiðir óska eftir að ráða starfsfólk í Hlaðdeild á Keflavíkurflugvelli nú þegar. Leitað er eftir fólki sem hefur góða samskiptahæfileika og þjónustulund. Um er að ræða heilsdagsstörf Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gild ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru æskileg. Aldurstakmark er 19 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfsmenn Flugleiða eru lykillinn að velgengni félagsins. Við leitum eftir duglegum og ábyrgum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Flugleiðir eru reyklaust fyrirtæki og hlutu heilsuverðlaun heilbrigðis ráðuneytisins vegna einarðrar stefnu féiagsins og forvama gagnvart reykingum. Flugleiðir eru ferðaþjónustufyrirtæki og leggja sérstaka áherslu á að auka skilning á þörfum markaðar og viðskiptavina og þróa þjónustu sína til samræmis við þessar þarfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.