Víkurfréttir - 16.12.1999, Síða 34
Kjarri og Jóna
við píramídana
í eyðimörkinni.
Egypsk kona með
körfu á höfðinu.
Luxor
Hin gamla höfuðborg stórveld-
isins Þeba heitir nú Luxor. I ná-
grenni hennar eru Konunga- og
heimsækja einhverja þessara
staða. A austubakka Nílar er
upphaflega borgin en á vestur-
bakkanum heitir hverfið Giza.
Allar grafir, grafhýsi og þeir
u.þ.b. 300 pýramídar sem taldir
eru vera í landinu eru á þessum
sama vesturbakka sem teygir
sig mörg hundruð kílómetra
inn í landið að landamærum
Súdans. Fomegyptar trúðu því
að þar sem sólin kæmi upp í
austri og settist í vestri bæri að
líta svo á að landið austan meg-
in Nílar væri ætlað hinum lif-
andi og vesturbakkinn hinum
látnu.
Mannfjöldinn í Kairó er gríðar-
legur. Borgin er hönnuð fyrir 4-
5 milljónir íbúa en íbúafjöldinn
er eins og áður segir 16-18
milljónir. Umferðarmenningin,
ef menningu skyldi kalla, er
eftirminnileg. I umferðinni virt-
ist frumskógarlögmálið standa
öllum öðmm lögum framar og
þeir sem vom frekastir komust
hraðast yfir.
Umferðarljós virtust fyrst og
fremst til skrauts. Einhvern
veginn bjargaðist þetta nú samt
allt og allir virtust komast leið-
ar sinnar þótt flautukonsert bíl-
stjóranna væri á köflum full há-
vær. Þeir innfæddu sögðu að þá
fyrst þegar lögreglan skipti sér
af umferðinni hæfust vandræð-
in.
Nálægðin við eyðimörkina set-
ur sitt mark á Kairó. Gulur
eyðimerkursandurinn liggur
sem dula yfir allri borginni og
einhver sagði að það væri eins
og ekki hefði verið þurrkað þar
af í fimm þúsund ár. Þetta em
ágætist samlíking. I borginni
má engu að síður finna fjöl-
mörg falleg, gróin svæði og
garða og fjölmargar fallegar
byggingar.
Pýramídarnir og Sphinxinn
við Giza.
Dagskráin var þétt. Daglegar
skoðunarferðir voru í boði til
ýmissa áhugaverðra staða.
Lang stærsti hluti hópsins
heimsótti Pýramídana þrjá sem
standa rétt utan við borgarmörk
Kairo. Stærsti Pýramídinn er
kenndur við faró að nafni
Keops og var reistur fyrir tæp-
um 5000 ámm. Upphaflega var
hann 146 metrar á hæð en er nú
137 metrar. I gegnurn aldimar
hafa 9 efstu metramir horfíð en
Dæmi um veggskreytingar úr gröf eins faróanna í
Konungadalnum
nú um árþúsundamótin er ætl-
unin að afhjúpa 9 metra háan
gulltopp sem á hann er verið að
smíða. Pýramídamir teljast eitt
af 7 undrum veraldar og á
hverjum degi heimsækja þá
þúsundir gesta. Nokkrir úr okk-
ar hópi lögðu það á sig að fara
inn í Keops pýramídann. Til
þess þarf að fara um langa,
þrönga ganga, alla leið inn í
grafhýsið sem nú er tómt. Þeir
sem þetta gerðu töldu það erf-
iðisins virði og sögðu andrúms-
loftið rafmagnað og hlaðið
spennu.
Við Pýramídana stendur hinn
frægi Sphinx sem er gríðarstórt
líkan af ljóni með mannshöfuð.
Hlutverk hans var að verja
Pýramídana fyrir óvættum og
átti samsetningin Sphinxins að
veita honum afl ljónsins en
visku mannanna. í Kairo voru
ýmsir aðrir áhugaverðir staðir
heimsóttir og auðvitað gátu
menn ekki sleppt því að koma
við á markaðnum Kahn E1
Kahili þar sem allt gekk út á að
prútta.
Drottningadalimir sem árlega
laða til sín milljónir ferða-
manna. I dölunum eru grafhýsi
hinna fjölmörgu faróa og
drottninga sem áður ríktu og
var hvergi til sparað við gerð
þessara grafhýsa. Egyptar til
foma trúðu á framhaldslíf. Því
betur sem grafhýsið var úr
garði gert og því meira af auð-
æfum sem grafin voru með
Sphinxinn og pýramídi
Khafres fyrir aftan