Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 16.12.1999, Side 35

Víkurfréttir - 16.12.1999, Side 35
 Séð yfir Níl í Cairo. hinum látna því meiri líkur töldu þeir á að hann hefði það gott í framhaldslífinu. Grafarræningjar höfðu fyrir hundruðum ára löngu hreinsað allt úr gröfunum en sjálfar eru þær ótrúleg lista- verk með myndum og myndletri á öllum veggj- um sem segja áhrifa- ríkar sögur. Árið 1922 fannst gröf sem enginn hafði upp- götvað áður. I henni var grafinn faraó að nafni Tun- ankhamun sem ríkti aðeins í 9 ár og dó ungur, að- eins 18 ára að aldri. Þrátt fyrir það voru gríðarleg auðæfi í gröf- inni hans og eru þau til sýnis í Egypska safninu í Kairó. Þar á meðal má sjá gullgrímu sem lögð^ var yfir höfuð múmí- unnar. Á þessu svæði voru einnig fjölmörg musteri og hof. Frægust þeirra eru musterin í Luxor og Karnak. Hópurinn heimsótti þau og hlustaði með andakt á lýsingar inn- fæddra leiðsögu- manna þegar þeir útskýrðu lífemi og lifnaðarhætti Forn-Egypta sem á sínum tíma var mesta menn- ingarþjóð h e i m s . M a r g a r kenningar eru um hvernig öll þessi gríð- a r 1 e g u mannvirki, m u s t e r i, grafir og Pýramídar voru reist en engin veit hver þeirra er sú eina sanna. Það eykur en á dulúðina og spennuna við að heimsækja þessa staði. Hvemig fóru menn eiginlega að þessu? Loftbelgurinn 1 Luxor stóð fólki til boða að kaupa sér flug í loftbelg og auðvitað sló ég til. Tólf manna hópur var sóttur í dögun og far- ið með okkur yfir ána á vestur- bakkann og þaðan ekið inn í eyðimörkina þar sem belgurinn beið okkar. Þegar allir voru komnir um borð í körfuna vom Iandfestar leystar og lagt af stað. Flogið var í um 50 mínút- ur og hæst farið í tæplega 1700 feta hæð. Vindamir bám okkur yfír Konunga- og Drottningar- dalina og þaðan lengra inn í eyðimörkina. Utsýnið var stór- kostlegt, sólin að rísa og líf að kvikna. Það var mjög áhrifaríkt að sjá hin skörpu skil þar sem gróið land endaði og eyði- ntörkin hófst. Þegar við lentum beið okkar morgunmatur sem snæddur var inn í eyðimörkinni og bmgðið var á leik með hin- urn innfæddu með hljóð- færaslætti, dansi og söng. Bæjarbragurinn I Luxor var mannlífíð með allt öðmm hætti en í Kairo. Þar búa aðeins um 300 þús. manns og miklu meiri sveitabragur á öllu en í Kairo. Bílaumferð var lítil en hestar og aðrar skepnur al- gengari sjón. I gamla borgar- hlutanum bjuggu þeir inn- fæddu og að sjálfsögðu skellt- um við okkur á markaðinn. Konur báru körfur hlaðnar ýmsum vamingi á höfðinu og karlarnir stunduð verslun og viðskipti á milli þess sem þeir reyktu vatnspípurnar sínar „Shisa?. Þegar fyrri hópurinn okkar hafði dvalið þarna í nokkra daga vissu allir hinna innfæddu um okkur. Þegar við tjáðum þeim að í næstu viku kæmi annar stærri hópur mátti sjá glampa í aug- um margra og einn veitinga- húsaeigandi talaði um að stækka veitingastaðinn í einum grænum. Það varð þó ekki úr. Lokakvöldið Á lokakvöldinu í Luxor var endað á heljarmikilli garðveislu þar sem nær allir farþegar mættu. Skilyrði fyrir þátttöku í veislunni var að klæðast að hætti innfæddra og höfðu menn mjög gaman að því. Frábær matur og skemmtidagskrá sam- anstóð af tónlistarflutningi, magadansmeyjum og slöngu- temjara og féU vel í kramið hjá landanum. Áður en veislan hófst var öllum hópnum boðið í siglingu á Níl á fallegasta tíma dagsins þegar sólin var að setjast. Siglt var á litlum Felucca seglskútum, sem inn- fæddir hafa notað svo til óbreyttar í gegnum aldimar. Það var mál allra ferðalanga að ferðalagið hefði tekist einstak- lega vel og allir voru í sjöunda himni. Menn voru sammála um að landið væri stórkostlegt og engan hitti ég sem ekki varð fyrir áhrifum af þeirri miklu sögu sem við fengum að kynn- ast. Líklegt er að leikurinn verði endurtekinn en það skýrist betur eftir áramót. Eg vil að lokum þakka öllu sam- ferðafólki fyrir frárbæra ferð en fjölmargir Suðurnesjamenn voru með í för. Kjartan Már Kjartansson. Af útimarkaði heimamanna í Luxor.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.