Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 16.12.1999, Page 49

Víkurfréttir - 16.12.1999, Page 49
Nýr og glæsilegur veitingastaður I hjarta Keflavíkur Miklar byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir að Hafnargötu 19 undan- fama mánuði. Ekki hefur mikið bor- ið á þessum framkvæmdum þó að nýtt hús haft risið í miðbænum, þar sem húsið liggur nær Sjávarbrautinni en Hafnargötunni en þó er gengið inní það á sama stað og í „gömlu Ránna.“ Allt hefur verið gert til þess að hafa byggingarsvæðið sem snyrtilegast og valda þeim sem minnstum óþægind- um sem um Hafnargötuna ganga. Nú er húsið risið og viljum við þakka sérstaklega öllum þeim sem lögðu hönd á verkið með okkur, svo og ná- grönnum okkar við Hafnargötuna fyrir þolinmæðina og ekki síst við- skiptavinum okkar fyrir mikla þolin- mæði og áhuga þeirra á framgangi verksins. En nú er tími „hátíðar" og langar okkur hjónunum til að bjóða öllum þeim bæjarbúum sem vilja samfagna með okkur að vera viðstaddir fomi- lega opnun staðarins n.k. sunnudag kl.14-17. Verður boðið uppá kaffi og rjómatertu og stúlknakór undir stjóm Gróu Hreinsdóttur mun koma og gleðja viðstadda með söng. Við þessa stækkun Ráarinnar mun þjónusta okkar breytast til mikilla muna á margan veg. Húsið tekur nú um 400 manns í sæti. Nýtt eldhús hefur verið byggt frá grunni, það inn- réttað nýjasta og besta tækjabúnaði til þess að geta þjónustað stóra hópa matargesta á sem skemmstum tíma. Nýji veitingasalurinn er búinn nýjum og þægilegum húsgögnum, tekur um 300 manns í sæti. Stórt og glæsilegt dansgólf lagt marmara og góð að- staða fyrir hljómsveit. Nýr bogadreg- inn bar er fyrir enda salarins og 24 metra langur bogadreginn gluggi skreytir alla hlið hússins með útsýni yfir Keflavíkina. Vel væri þegið að fá á sunnudaginn hugmyndir að nafni á nýja veitingasalinn. Eitt hefur þó ekki breyst á Ránni, hingað em allir velkomnir, og okkar persónulega og hlýlega þjónusta er og verður áfram okkar markmið. Nanna S. Jónsdóttir og Björn V. Þorleifsson gjafapakkningar Úrvals hárvörur _ Pörðun á gamlársdag. Guðrun Teitsdóttir förðunarmeistari frá Paris. Tímapantanir 4S1 4848. ÍíÁRGREIÐSLU- STOFAN mns -X . J Sími 421 4848 vatnöneótorai

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.