Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 16.12.1999, Side 51

Víkurfréttir - 16.12.1999, Side 51
Mæðgurnar V£nný og Kristín á góðri stund Vinirnir höfðu áhyggjur ,JÉg uni mér alveg sérstaklega vel í sveitinni og mála silki- myndir og geri handavinnu. Svo hef ég ganran af því að fylgjast rneð litla skógarþrest- inum. sem kemur alltaf og borðar af diskinum hans Skugga utandyra. Þegar fugl- inn er búinn að borða þá kem- ur lítil hagamús og nartar í restina. Skuggi fær þá bara mat inni hjá mér.” Kristín hafði aldrei unnið í mold fyrr en hún eignaðist sumarhúsið sitt, árið 1986. Hún plantaði trjám hvar sem hún sá mold. Nú er að rísa upp stór skógur. Kristín segist eiga auðvelt með að breyta því sem hún getur breytt og sætta sig við breytingamar. „Vinimir héldu að ég væri að flýja eitthvað því ég vildi flytja hingað í sveitina. Þeir héldu að ég myndi grafa mig niður og sögðu mér að þetta væri bara þunglyndi í mér. En ég hef alltaf verið glaðvær og félags- lynd og er það ennþá. Héma er ég loksins ég sjálf. Náttúran hjálpar manni til að komast í gott samband við sjálfan sig. Þegar ég kem hingað heim eft- ir bæjarferð þá arida ég léttar og það er dýrðlegt. Það kemur ekki ein einasta stund sem mér leiðist. Leiðindi þekki ég ekki.” SW'g um halfelletu leytið og kíki a mannlífið. Það er viss passi. Það setur mikinn svin á jolastemninguna. Annars hef ég aldrei prófað að vera ein á aðfangadagskvöld. Kannski á ég það eftir. Við Skuggi höfum tvisvar verið ein á gamlárs- kvöldi í sumarhúsinu og það var reglulega friðsælt.nema hvað Skuggi er ofsalega hræddur jregar flugeldar fara á loft. Þá hjúfrum við okkur hvort að öðru.” Kristín segist pæla meira í líf- inu nú en áður og tíminn hreyfist hægar. Henni finnst gott að staldra aðeins við og njóta hverrar stundar. Sveitin er hennar staður. Að Iokum vildi Kristfn segja jretta: Öllum mínum elskulegu vin- um, sérstaklega fríhafnarstarts- mönnum og golfurum sendi ég mínar einlægustu jola og nýársóskir. Baðherbergi í anda „Southíork"... Hefur gaman af svo mörgu Stjórnmál og íþróttir (m.a.s. Formula 1 kappaksturl!) eru hennar ær og kýr. Hún segist horfa á þingfréttir á hverjum degi í sjónvarpinu og lætur aldrei fyrsta þingfund vetrarins fara framhjá sér. Henni finnst þetta svo gaman. Henni þykir einnig óskaplega gaman þegar bömin og bamabömin koma í heimsókn. „Eg þekki margt yndislegt fólk á Suðurnesjum. Arin sem ég bjó á Suðumesjum eru mér svo dýrmæt. Mér leið alveg sérlega vel á Suðumesjum og eignað- ist þvílíkan flokk af vinum og kunningjum. Fólkið í Fríhöfn- inni og í golfinu var alveg ein- stakt. Skemmtilegur félags- skapur. Það er líka alltaf sérstök til- finning að fara niður í bæ á Þorláksmessu í Keflavík. Ég fer alltaf niður á Hafnargötu Kristín býr ekki ein því með henni er hundurinn hennar Skuggi. Hann er mikill varð- hundur og lætur hana vita ef einhver nálgast húsið. Viðtai: Marta Eiríksdóttir Myndir úr einkasafni.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.