Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 16.12.1999, Síða 63

Víkurfréttir - 16.12.1999, Síða 63
Móttökudeild sykur- sjiikra á Suðurnesjum Eins og mörgum er kunnugt er sykursýki algengur sjúkdómur, sem getur haft margslungna fylgikvilla í för með sér og jafnvel til lengdar ógnað heilsu og lífi fólks. Margt ræður þar um hvernig til tekst en stór þáttur í góðum árangri er frjósöm samvinna læknis og sjúk- lings. I hinum vestræna heimi hefur síðustu ára- tugi fundið sér farveg hneigð til að setja á stofn sérhæfðar deildir, sem bjóða upp á faglega meðferð og eftirlit á sykursýki, veita sjúkiingum ítarlega fræðslu annars vegar um eðli sjúkdómsins og heilsufarslega fylgi- kvilla hans og hins vegar um bætt líf- emi varðandi neysluvenjur og líkam- legt erfiði eða hreyfingu almennt. A Islandi er Göngudeild sykursjúkra á Landspítalanum dæmi um slíka deild. Sykursjúklingar með búsetu á Suðumesjum hafa sumir nýtt sér þá þjónustu sem þar er boðið upp á, en aðrir hafa sett fyrir sig - og reyndar oft af skiljanlegum ástæðum -vegalengd- ina til Reykjavíkur ekki síst í vondum veðmm og skammdegi. Undirrituðum er sönn ánægja að geta greint frá því hér að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun í samvinnu við Göngudeild sykursjúkra á Land- spítalanum setja á stofö slíka móttöku frá og með 1. mars næstkomandi. Fyrst um sinn fer starfssemin fram innan veggja gömlu heilsugæslustöðv- arinnar. Vonumst við til að sem flestir sykursjúklingar nýti sér þessa framtíðarþjónustu í Reykjanesbæ og er af okkar hálfu metnaður og vilji til að gera hana eins góða og framast er unnt. Langtímarannsóknir hafa sýnt að sykursjúk- Iingar, sem mæta reglulega í eftirlit, taka sjúkdóminn alvarlega og gera sér far um að bæta lífemi sitt, em með því að lengja líf sitt og umfram allt erum við að tala um líf- sgæði því að í mörgum tilvikum er unnt að halda Iangvinnum íylgikvillum (stóræða- og smáæðasjúkdómar) í skefjum og í öðrum er hægt að seinka þeim verulega. Þess má líka geta að margir sykursjúklingar eru einnig með blóðfituröskun og of háan blóðþrýsting og verða þessar hliðar heilsunnar tekn- ar jafn föstum tökum og blóðsykurinn á þessari móttökudeild sykursjúkra, því að kvillar þessir eru samverkandi til lengdar í að valda æðatjóni. Nánara fyrirkomulag og tímasetning bókunar verður auglýst síðar. Bestu kveðjur, Ragnar Gunnarsson sérfræðingur í heimilislækningum » * mpmenn oy einstm 'ingar / tymmt sniffurjfyrir refa anoamar. / Pantið í síma 4214797 7/ MATARL'YST VEISLUI* JÓNUSTA <7737 Jesús Kristur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.00. Allir velkomnir. Bæna og lofgjörðasamkoma sunnudaga kl. 7 7.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is Fhmntúdagur 16. dcscmber / Tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl.18. Söngdeild og barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Jóla- og menningardagskrá ar1999. x Rcykjancshíc Sunnudagur 19. descmber Jólastuð með Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kl. 15-17. Jólasveinar á ferð um bæinn. Föstudagur 17. desember Hópur frá Kvennakór Suðurnesja syngur jólalög frá 14-16. Hinn eini sanni SKYRGÁMUR gleður gesti og gangandi. Tónleikar í Keflavíkurkirkju kl. 20. Strengjasveit og gítarsamspil. Laugardagur 18. desembcr ______________ Frítt í bíó í Nýja Bíó kl. 14 í boði Sparisjóðsins í Keflavík. !. Sýnd verður barna- og unglingamyndin InspectorGadget. Tónleikar hjá TR í tónlistarskólanum við Þórustíg í Njarðvík kl.14. Suzukideild - einleikstónleikar yngri. 's Suzukideild - einleikstónleikar eldri í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl.16. Jólastuð með Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kl. 14-16 og 20-22. Jólasveinar á ferð um bæinn. Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur í íþróttahúsi 44 Keflavíkur við Sunnubraut kl. 17. SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Frá og með morgundeginum, föstudeginum 17. des er opið alla daga fram að Þorláksmessu til kl. 22. Opið til 23 á Þorláksmessu og 9-12 á Aðfangadag. Við bendum á kaupinönnum og verslunareigendinn á að valinn verður fallegasti jólaglugginn í Reykjancsbœl999 af dómncfnd Jóladaga. Markaðsrád Reykjanesbtejar HITAVEITA SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.