Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 2
m
HEKLA
Til eigenda bifreiða
frá Heklu hf.
á Suðurnesjum.
Þar sem þjónustuaðili okkar í
Keflavík, Bílaver K.Á. hefur hætt
störfum, biðjum við viðskiptavini
okkar á Suðurnesjum að snúa sér í
framtíðinni til bifreiðaverkstæðisins
Skiptingar ehf, Grófinni 19,
Keflavík varðandi viðgerða- og
varahlutaþjónustu.
0
HEKLA
K. Steinarsson ehf.
Notaðir bíiar
MMC Galant GLSI
vélarst. 2000 station Árg.
'98 ek. 27 þús, vínrauður
Verð kr. 1990.000
Toyota Avensis
Árg. '98, ek. 40 þús. 4ja d.
Rauður. ssk. 2000 vél.
Verð kr. 1870.000
VWGolf
MMC Colt GLXI
Árg. '98, ek. 26 þús. 3ja d.
Rauður. 5gíra 1400 vél.
Verð kr. 1230.000
Árg. '92, ek.125 þús. 3jad.
Hvítur. 5 gíra. 1600vél.
Verð kr. 520.000
VW Caravella
Árg. '98, ek. 90 þús. 5d.
Grænn. 2500 vél. Diesel.
Verð kr. 2150.000
MMC Carisma
Árg. '98, ek. 14 þús. 4ra d.
Rauður. 5 gíra. 1600 vél.
Verð kr. 1430.000
M
HEKLA
Söluumboð
K. Steinarsson ehf.
Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík
Sími 421 5944 • Fax 421 5946
Frá vettvangi banaslyssins á Reykjanesbraut á þriðjudaginn.
VF-ljósmynd: Silja Dögg
Enn eitt banaslysið á
Reykjanesbrautinni
Fjörutíu og eins árs gömul
kona beið bana eftir að tveir
bflar lentu sanian við Kúa-
gerði laust fyrir klukkan
ellefu á þriðjudagsniorgun..
Hinn ökumaðurinn, maður á
fimmtugsaldri, hlaut ekki
alvarleg meiðsli. Engir farþe-
gar voru í bflunum. Reykja-
nesbrautin var lokuð fyrir
allri umferð í tvær klukku-
stundir.
Að sögn sjónarvotta ætlaði
konan, sem var á leið til
Reykjavíkur, að reyna fram-
úrakstur en hætti við. Þegar
hún var að draga sig til baka á
sinn vegarhelming leit út fyrir
að hún hefði rnisst stjórn á
bifreið sinni með þeim
afleiðingum að hún lenti fram-
an á fólksbifreið sem var á leið
suður til Keflavíkur.
Allt tiltækt björgunarlið úr
Keflavík og Hafnarfirði var
sent á slysstað en þá var konan
enn með lífsmarki. Skömmu
síðar kom sjúkraþyrla frá
Landhelgisgæslunni á vettvang
og flutti hún konuna á
Sjúkrahús Reykjavíkur. Karl-
maðurinn var fluttur með
sjúkrabifreið á Sjúkrahús
Reykjavíkur til skoðunar en
meiðsl hans voru ekki talin
vera alvarleg. Hann hlaut þó
einhverja áverka eftir bflbeltið.
Lögreglulíð í Keflavfk
og Grindavík sameinuð
Borgarafundur verður í
Grindavík í kvöld vegna
sameiningar á iögregluliði
Keflavíkur og Grindavíkur.
Meðal fundargesta verður
Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra sem fer nteð
málefni löggæslu. Grind-
víkingar eru ósáttir við
breytingarnar. A undan-
förnum mánuðum hefur
verið unnið innan embættis
sýslumannsins í Keflavík að
tillögum um breytingar á
löggæslu í umdæminu.
Meginmarkmið er að sam-
nýta mannafla lögreglunnar
sem best með markvissri
stjórnun þar sem fylgt yrði
eftir markmiðum yfirstjórn-
ar hverju sinni. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu
undirskrifaða af Jóni
Eysteinssyni , sýslumanni
sem blaðinu barst í gær á
faxi.
Aðspurður um málið játaði
Jón að búið væri að gera
fréttatilkynningu en sagðist
ekki skilja hvemig hún hefði
I____________________________
borist blaðinu. Það hefði verið
samkomulag aðila að tjá sig
ekki um málið fyrr en eftir
borgarafundinn.
I umræddri fréttatilkynningu
kemur fram að lögregluliðinu
hefur verið skipt í tvo starfs-
hópa og hefur annar hópurinn
haft aðstöðu í lögreglustöð-
inni í Grindavík en hinn hóp-
urinn í Keflavík. Þessi skipt-
ing hefur leitt af sér óhagræði
við nýtingu lögreglumanna og
því hefur verið ákveðið að
sameina starfshópana í einn
með varðstjóm í lögreglustöð-
inni í Keflavík, en áfram verð-
ur starfsaðstaða fyrir lögreglu-
menn í Grindavík. Með jress-
um breytingum fæst að hægt
er að halda úti þremur full-
mönnuðum lögreglubifreiðum
allan sólarhringinn, í stað
einnar til þriggja eftir atvikum
eins og er í dag. Breytingamar
takagildi l.marsn.k.
Afram verður starfandi að-
stoðaryfirlögregluþjónn með
aðsetur í Grindavík og mun
hann sinna Grindavík og
Vatnsleysustrandarhreppi. Þá
mun ein lögreglubifreið, með
tveimur lögreglumönnum,
verða til taks allan sólarhring-
inn. Á fæssu svæði búa tæp-
lega 3000 manns og önnur
verkefni lúta m.a. að umferð-
argæslu á Grindavíkurvegi og
á hluta Reykjanesbrautar.
Starfsaðstaða þessara lög-
reglumanna verður í Keflavík
og í Grindavflc eftir atvikum.
A sumri komanda em miklar
breytingar fyrirhugaðar í fjar-
skiptamálum lögreglunnar
með tilkomu TETRA fjar-
skiptakerfisins. Þá verður
sameiginleg fjarskiptamiðstöð
fyrir lögreglu á Suðvestur-
landi tekin í notkun, en slík
miðstöð dregur úr vægi ein-
stakra varðstöðva þannig að
hægt verður að nýta betur lög-
reglumenn við eftirlit.
Búast má við „fjöri“ á bor-
garafundinum í kvöld þar sem
heimamenn eru mjög ósáttir
við jressa breytingu.