Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 12
Enn ein atlaga Sýslumanns að öryggi Grindavíkinga: Grindvískir lögregreglu- þjónar til Keflavíkur Nú hefur komið fram að Sýslumaður vill flytja lögreglu- menn í Grindavík til Keflavíkur og láta þá framveg- is ganga vaktir þar. Verður þá ekki um neina lögreglu í Grindavfk að ræða lengur og þar af leiðandi stórskerta öryg- gisþjónustu. Þessi aðgerð sem kemur beint í kjölfar þess að bakvaktirnar lögreglunnar í Grindavík vom teknar af, sýnir að mínu mati vel fjandskap Sýslumanns í garð Grindvíkinga. Megum við ekki eiga vona á því að sýslumaður slái síðasta naglann í kistuna með því bjóða aðstoðar yfirlö- gregluþjóninum í Grindavík starfslokasamning og loka skrifstofu embættisins í Grindavík. Nú er hætt að halda úti eðlilegri þjónustu á skrifsto- fu sýslumanns í sumarleyfum. Skert þjónusta á sama tíma og mikil aukning er á verkefnum skrifstofunnar. Mér sýnist þetta vera þaulhugsaðar aðgerðir með það að markmiði að spara til að auka öryggi "Grindvíkinga um leið og lög- gæslan er tekin af þeim. Lítum á ferilinn í tímaröð. 1. Meiri niðurskurður á yfirvin- nu í Grindavík. 2. Bakvaktir teknar af. 3. Annar lögreglubíllinn tekinn af lögreglunni í Grindavík. 4. Grindvískir lögreglumenn settir á vaktir í Keflavík . Hvað kemur næst? Eru þetta eðlilegir starfshættir. Dæmið sjálf. Nú þegar stefnan er almennt í landinu að auka grenndargæslu færa löggæsluna nær fólkinu og nýta staðháttar þekkingu löggæslumanna, gerir sýslu- maður þveröfugt. Hversvegna ekki? Grindavík er bæjarfélag með um 2200 íbúa og fer fjölgandi. Gestakomur í Bláalónið í hun- druðum þúsunda. Að minnsta kosti 15 – 20 mínútna akstur ef bíll er til reiðu þegar kallið kernur. Miklar vegabætur á vegi til Krýsuvíkur og Suðurstranda- vegurinn sem gera Grindavík hluta af hringvegi og auka stór- lega umferðarhraða og slysa- hættu. Mikil og aukin atvinnustarfse- mi í bænum og aukin umferð um höfnina eftir miklar hafnar- bætur. Mun meiri málafjöldi á hvem lögregluþjón í Grindavík en í Keflavik. Mjög hátt hlutfall leystra mála vegna staðháttarþekkingar. Arangursrík framfylgni úti- vistarreglna bama og unglinga. 7 manna vaktir í Keflavík eftir breytinguna leyfa ekki úthald fleir bíla en þeirra 2 sem eru í notkun í dag og því yrði um verulega skerta þjónustu að ræða fyrir Grindvíkinga. Hvað ertil ráða? Nú verða almennir Grind- víkingar að taka til hendinni. Verðum við ekki að losa okkur við þennan sýslumann? Hvernig fóru Bolvíkingar og Olafsfirðingar að þega það átti að taka sýslumanninn frá þeim. Bæjarbúar stoppuðu það. Bæjarstjórnin hefur ályktað margoft og rætt við þingmenn enn ekki haft erindi sem erfiði. Sýslumanni var boðið að Grindavíkurbær borgaði kost- nað við bakvaktir í nokkurn tíma meðan unnið væri að lausn en það vildi hann ekki. Þetta er farið að lýkjast kross- ferð gegn okkur. Nú verða Grindvíkingar allir sem einn að taka til hendi. Við skulum safna undirskriftum til Dómsmálaráðherra og krefjast þess að Grindavík verði sett aftur sem sjálfstæður liður á fjárlögum og horfið frá stöðugum niðurskurði og skertri þjónustu í bænum. Nú stöndum við saman Grind- víkingar. Jón Gröndal FRÉTTIR Fátækt í Reykjanesbæ Hundrað og sex aðilar í Reykjanesbæ fengu fjár- hagsaðstoð í desember og þar af voru 56 umsóknir um jólastyrki. Þetta kom fram í fundargerð Fjöl- skyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar frá 17.jan- úar. Heildarupphæð styrkj- anna nam rétt tæpum þrem- ur milljónum króna. Alls fengu 122 húsaleigubætur í desember, samtals rúm ein og hálf milljón króna. Handtekin með fíkniefni Kona á fertugsaldri var handtekin við Samkaup á aðfaranótt lostudags, grunuð um að vera undir áhrifum fíkniefna. Leitað var á konunni og á henni fundust efni sem talin eru vera fíkniefni. Konan var færð á lögreglustöðina í Keflavík og yfirheyrð en sleppt að yfirheyrslu lok- inni. Gunnar Vilbergsson skrifar: ^iiaptgp dagir í löggaislg- málum Gpineyvíkinua Konpu TlSKUHÚSIÐ JOY Halnargotu 24 • Slmi 4 2 1 3 2 55 Þá er tilkynningin komin frá Jóni Eysteinssyni, sýslumanni, dags. I. febrúar 2000. Lög- reglan í Grindavík skal færð til Keflavíkur að undanskyldum aðstoðaryfirlögregluþjóni sem þeir geta ekki fært þótt mikill vilji sé fyrir hendi. Hann er sá eini sem er skipaður í Grindavík. í tilkynningu þess- ari kemur fram að óhagræði hafi verið við nýtingu lög- reglumanna með því að hafa þá á tveimur stöðum. Með þessu sé hægt að halda úti þremur lögreglubílum og skal einn af þeim vera til taks í Grindavík og Vogum allan sólarhringinn. Þá vitum við þetta. Nú ætla ég að skoða þessi rök. Sýslumaður tók við lögreglunni í Grindavík þegar árið 1974. Síðan þá hefur verið lögregla undir hans stjóm í Grindavík og ekkert við það að athuga fyrr en ákveðinn full- trúi kom til starfa við embættið. Það virðast hafa verið hans ær og kýr að færa þetta saman í eitt sennilega s.l. 5 ár og nú hefur það tekist. Þá kemur ein- nig fram að einni lögreglu- bifreið sé ætlað að „vera til taks“ fyrir Grindavík , Voga og Reykjanesbraut að auki. Til að hægt sé að halda úti þremur lögreglubifreiðum allan sólarhringinn þurfa að vera minnst 8 menn á vakt en nú eru 7 lögr.m. á vakt meirihluta sólarhringsins. Nema kannski það eigi að fjölga á vöktunum í Keflavík. Taka af einum stað til að treysta á öðrum er ekki ólík- legt. Hvað með helgarvaktir. Mín reynsla er sú að föstu- dagskvöld og laugardagskvöld eru annasamasti tíminn að jafn- aði hjá lögreglumönnum. Svo mikið er stundum að gera að útköll bíða í stómm stíl. Hvað með Grindavík á slíkum tímum. Þeir geta væntanlega bara beðið þangað til að þeim kemur. Ég vorkenni lögreglu- mönnum í Keflavík að starfa við þessar aðstæður. Þeir eru hinir mætustu menn og gera sitt besta en ég veit að það dugirekki til. Nú er það svo þegar tveir lögreglumenn eru í eftirliti þreytast þeir og vilja líta við á stöðinni. Þeir þurfa einnig að skila skýrslum í vaktarlok. Verður þá sendur annar bíll eða vantar bara lögregluna. Við flestir sem hafa starfað í lögreglunni emm sammála því að þetta sé nánast útilokað og að halda því fram að þetta sé aukning á löggæslu eru mestu öfugmæli sem maður hefur heyrt. Við höfum séð hvað gerðist í Sandgerði og Mosfellsbæ. I Reykjavík eru menn að setja upp hverfastöðv- ar í Breiðholti, Grafarvogi og Arbæ. Þetta er gert til að færa lögregluna nær fólkinu öfugt við það sem er að gerast hér í bæ Við skulum átta okkur á því að þetta er ennþá ein öflugusta verstöð landsins. Hér eru 3 frystitogarar og tugir báta. Við erum með Orkuver Hitaveit- unnar, Bláa-Lónið og mörg stór fyrirtæki innan okkar raða og síðan önnur minni. Þá er hér til staðar útibú frá Lands- bankanum, Sparisjóðnum og ATVR. Ég hygg að þeir menn sem stjórna þessum fyrir- tækjum séu ekki alveg rólegir við þessar fréttir. En að lokum þegar rnenn segja mér að þetta sé aukning á löggæslu þá geta þeir hinir sömu einnig reynt að segja mér að snjórinn sé rauður. Líkumar eru jafnar. Gunnar Vilbergsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.