Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 8
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR DAGLEGA A NETINU VF.IS Leigu- bílastöð í gamla þvotta- hús SBK Framkvæmda- og tækni- ráð Reykjancsbæjar hefur samþykkt ósk Oddgeirs Garðarssonar um að brcyta bílaþvottahúsi að Hafnargötu 12 í Keflavík í bílagcymslu og aðstöðu fyrir lcigubílastöð. Fyrir hefur legið um nokkust skeið að ieigubílastöð Aóal- stöðvarinnar muni flytja úr þeirri aðstöðu sem hefur verið til fjölda ára á Aðalstöðinni ofar á Hafhargötunni. Ekki er tekið fram í fundargerðinni hver leigubílastöðin er - en það eru talsverð tíðindi þegar stöð- in flytur niður í bæ. Þar með verður Aðalstöðin leigubílastöð komin miðsvæð- is, en flestir skemmtistaðir bæjarins eru á sömu slóðum. SBK: Bílana burt við Fjölbraut! Borist hefur bréf frá fram- kvæmdastjóra SBK til bæjaryf- irvalda, þar sem óskað er eftir því við bæjaryfirvöld að þau banni allar bifreiðastöður á Faxabraut ofan við Fjölbrauta- skólann. Eins og ástandið er í dag er ekki hægt að mætast á þessum stað vegna bíla sem lagt er beggja vegna við götuna á skólatíma. Málið var tekið fyrir í fram- kvæmda- og tækniráði Reykja- nesbæjar á dögunum. Þar segir að lögð verði áhersla á að áður samþykkt bílastæði við Reykjaneshöll verði gerð og nemendum gert að nýta þau. DAfiU H^rnRlkHEnNU www.vt.is Hjólbarðafjal [ skýrslu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. fyrir árið 2001 kemur fram að mikið magn af notuðum hjólbörðum hafi safnast á lóð Sorpeyðingarstöðvarinnar þar sem nú er ekki leyfilegt að brenna hjólbarða. Á árinu 2001 var farið með um 200 tonn af hjólbörðum til eyð- ingar með ærnum tilkostnaði, en ennþá eru eftir að minnsta kosti 500 tonn af notuðum hjól- börðum á lóð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Fjörheimar með útvarpsstöð Unglingar í félagsmið- stöðinni Fjörheimum hafa tekið sig til og veróa með útvarpsstöð dag- ana 21.-28.nóv. Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönnum og unglingum. Unglingarnir sóttu námskeið í þáttagerð og eru í framhaldi af því að setja saman sína eigin útvarps- þætti. Hér er á ferðinni gott forvarnarstarf scm höfðar vel til margra unglinga. Bæjar- búar eru hvattir til að stilla viðtæki sín á FM 99,4. Unglingamir ætla að hljóðvarpa sínum útvarpsþáttum daglega frá kl. 16.00-22.00 en tónlist af upptöku verður spiluð allan sól- arhringinn. Umsjónarmenn með Fjörstöðinni FM 99,4 eru þau Hilmar Kristinsson, Nilsína L. Einarsdóttir og Hafþór B. Birgisson. Bæjarstjórn Grindavíkur harm- ar læknisleysi Bæjarstjórn Grindavík- ur harmar að ekki hafi tekist að ná samkomu- iagi við hcimilislækna í Grindavík þrátt fyrir ítrek- aða samningafundi með heii- brigðisyfirvöldum og lækn- um. Fulltrúar meirihlutans ásamt bæjarstjóra tóku frumkvæðið i sínar hendur með það í huga að revna að ná samningum við hcilsu- gæslulækna og gera við þá þjónustusamning. Samkomu- lag náðist við heilbrigðisyfir- völd en þrátt lyrir það náðust ekki samningar við iækna, segir í bókun meirihlutans í Grindavík. Þá segir: Bæjarstjóm skorar á deiluaðila að ganga þegar til samninga með hagsmuni íbúa svæðisins að leiðarljósi. Undir þetta rita fulltrúar meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í Grindavik. Einnig segir í fundargerðum Grindavíkurbæjar: Bæjarstjóm Grindavíkur tekur undir á- hyggjur Maríu Ólafsdóttur yf- irlæknis Heilsugæslu Suður- nesja. Bæjarstjóm er sammála því að efla beri tengsl sveitarfé- laganna og Heilbrigðistofhunar Suðumesja, þá vill bæjarstjóm hvetja stjórn HSS til þess að beita sér af fullum krafti að lausn deilunnar. Meirihluti D og S lista. Betri skóli - betra samfélag: Hugsaðu með hjartanu!! Málþing FFGÍR í Heiðarskóla Þriðjudaginn 26. nóv- ember næstkomandi standa foreldrafélögin í Reykjanesbæ (FFGÍR) og Skólaskrifstofan fyrir mál- þingi fyrir foreldra undir vf- irskriftinni Betri skóli - betra samfélag. Málþingið verður haldið í Heiðarskóla og hefst kl . 20.00. Frummælandi er Jón Baldvin Hannesson skólaráð- • gjafi. Jón Baldvin er kunnur skólamaður og fyrirlesari sem hefur vakið verðskuldaða at- hygli fyrir viðhorf sín til upp- eldismála. Hann er meðhöf- undur tveggja bóka: Aukin gæði náms-Skólaþróun í þágu nemenda og Aukin gæði náms- Skóli sem lærir. Jón Baldvin var gestur Skóla- skrifstofu á samstarfsdegi kennara á Suðurnesjum í á- gúst sl.. og leitaði þar svara við áleitnum spumingum eins og : Hvernig geta kennar- ar/skólinn stutt við nemendur til að þeir nái árangri í lífinu? Og Hvernig stuðla foreldrar að sterkri sjálfsmynd og já- kvæðum viðhorfum barna sinna? Framlag hans þar þótti ekki siður eiga erindi til for- eldra og þess vegna hafa FF- GÍR og Skólaskrifstofan unn- ið að því að fá liann hingað affur. Málþingið er öllum foreldmm og öðrum áhugamönnum um uppeldismál að kostnaðar- lausu og eru allir velkomir á meðan húsrúm leyflr. Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri fRÉTHR & NETINU www.vf.te Gjaldþrotum fyrirtækja á Suður- nesjum fjölgar mikið milli ára Samkvæmt nýjustu gögn- um frá Lánstrausti hf., þá hafa gjaldþrot aukist verulega á þessu ári. Árangurs- laus fjárnám cinstaklinga á þessu ári eru nú þegar orðin 5.518 en námu allt árið í fyrra 5.393. Árangurslaus fjárnám fyrirtækja eru nú þegar orðin jafnmörg og allt síðasta ár. Ár- angurslaus fjárnám eru und- anfari gjaldþrota og segja okk- ur að það séu ekki til fjármunir til að greiða skuldir og ef málin halda áfram í kerfinu leiði það til gjaldþrots. Það em því í kerfinu ýmis merki sem benda til þess að það muni ekki draga úr gjaldþrotum alveg á næstunni. Á þessu ári eru gjaldþrot fyrir- tækja nú þegar orðin 429 en námu allt árið í fyrra 361 sam- kvæmt gögnum Lánstrausts. Þetta þýðir að það em nú þegar 68 fleiri gjaldþrot á þessu ári en á því siðasta. I nýrri úttekt sem Drífa Sigfús- dóttir, deildarstjóri hjá Láns- trausti hf. vann úr gögnum Láns- trausts um Suðurnes, sést að gjaldþrotum á Suðurnesjum fjölgar mikið milli áranna 2001 og 2002 eða úr 16 i 22 það sem af er þessa árs. Gjaldþrot fýrir- tækja á Suðumesjum vom á ár- unum 1998-2002, 5 í Garði, 11 í Grindavík, 43 í Reykjanesbæ, 10 í Sandgerði og 1 í Vogum, alls 70. Miðað við tölur um árangurs- laus fjámám þetta árið má ætla að þeim muni ekki fækka hlut- fallslega það sem eftir er þessa árs eða byijun næsta árs. 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.