Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 13
 I 1 Það styttist til jóla og undirbúningurinn gengur í garð. Víkurfréttir verða að vanda með veglega útgáfu fyrir jólin. Við hefjum leikinn með glæsilegri Jólagjafahandbók Víkurfrétta 2002 en hún kemur út föstudaginn 29. nóvember. Þar verður kynntur Jólaleikur Víkurfrétta og Samhæfni þar sem lesendur geta unnið glæsilega vinninga frá versluninni Samhæfni við Hringbraut í Keflavík. I handbókinni verður einnig auglýstur opnunar- tími verslana, Jóla- og menningardagskrá í Reykjanesbæ og síðast en ekki síst Jólalukkan 2002 - skafmiðahappdrætti Víkurfrétta og versl- ana á Suðurnesjum. Fyrir það eitt að gera jólainnkaup í verslunum á Suðurnesjum munu mörg hundruð viðskipta- vinir fá vinning sem þeir skafa til sín! Meðal vinninga eru 16 ferdavinningar með Flug- leiðum og um eittþúsund aðrir vinningar (já, þetta er rétt, eitt þúsund vinningar). Þetta er sannkallaður Jólabónus hjá verslunum og Víkurfréttum! í Jólagjafahandbókinni verður einnig jólaefni og fleira skemmtilegt. Þeir auglýsendur sem hafa ekki tryggt sér pláss í Jólagjafahandbókinni og vilja bjóða upp á Jólalukku VF og verslana ættu að hafa samband við auglýsinga- deild Víkurfrétta í síma 421 0000. í desember verða veglegar Víkurfréttir sneisafullar af skemmtilegu efni 5. 12. (Jólablað I) og 19. desember (Jólablað II).

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.