Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 19
Lækni tekið fagnandi: Tvö lungnabólgutilfelli greind Þórarinn Baldursson, hcilsugæslulæknir, cr nú eini lækn- irinn að störfum á heilsugæslu Hcilbrigðisstofnunar Suð- urnesja. Þórarinn sagði í samtali við Víkurfréttir að frek- ar rólegt hafi verið að gera: „Ég hef notið dyggrar aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum og þess vegna liöfum við getað sinnt töluverðum fjölda sjúklinga í dag,“ sagði Þórarinn í samtali við Víkurfrcttir sl. þriðjudag. Þann daginn greindi Þórarinn tvö lungnabólgutilfelli í ungum börnum: „Það hefur skæð flensa verið að ganga allan síðasta mánuö scm getur leitt til lungna- bólgu.“ Þórarinn hefiir ráðið sig sem heilsugæslulækni hjá Heilbrigðis- stofhun Suðumesja og verður þar til ftamtíðar: „Ég verð hér áfram ef ég verð ekki skotinn á færi,“ sagði Þórarinn, en hann býst við því að heilsugæslulæknamir sem sögðu upp störfum séu ósáttir við að hann skuli nú vera kominn til starfa: „Eg er bara ósáttur við það hvemig þeir haga sinni baráttu og mér finnst það skrýtið og skil í raun ekki hvemig þeir geta starfað núna, fyrir sama vinnuveitanda og á sömu kjörum og þeir vom á,“ sagði Þórarinn í samtali við Vikurfféttir. Tveir erlendir læknar sótt um: Töluvert um fyrirspurnir 47. tölublaö • fimmtudagurinn 21. nóvember 2002 LÆKNADEILAN Á SUÐURNESJUM Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur heil- brigðisráðuneytiö auglýst stöður heilsugæslulækna á Suður- nesjum erlendis og hafa nú þegar borist tvær umsóknir. Guð- laug Bjömsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja sagði í samtali við Vikurfréttir að borist hefðu umsóknir frá Spáni og Danmörku: „Þaö hefur töluvcrt verið um erlendar fyrir- spurnir vegna auglýsinganna. Við erum nú komin með tvær um- sóknir sem við erum að fara yfir. Við getum alveg átt von á fleiri umsóknum erlendis frá,“ sagði Guðlaug í samtali við Víkurfréttir. Ræða Konráðs Lúðvíkssonar yfirlæknis: Ég hvet ykkur deiluaðilar til að ná áttum Fmmkvœmdastjórinn er farinn ogflótti brostinn á liðið. Vírus mér tölvumar veikir visinn er lœknaskarinn Hljótt er í húsum sjiikra hurðum þar vandlega lokað En ungir og aldnirþar úti ákalla konur er hjúkm. Ráðherra heilbrigðismála, ágætu samborgarar. Þetta er í stuttu máli það ástand sem rikir inn- an veggja Heilbrigðis- stofhunar Suðumesja. Ef það ekki væri fyrir tilstilli okkar ágætu hjúkrunarkvenna og fámenns hóps lækna væri ástand hér enn bágbomara en raun ber vitni. Mér er ekki kunnugt um að deila þessi hafi enn kostað mannslíf, þótt ómæld óþægindi hafi af hlotist. Enn einu sinni megum við Suðumesjabúar upplifa bresti og brak i okkar heilbrigðisstofhun og Suður- nesjabúar finna fyrir ófullkom- leika þeirrar þjónustu sem við búum við. Á undanfomum missemm hef- ur ríkt tortryggilega hljóðlátur friður innan veggja H.S.S. Fundist hefur fýrir bæði félags- legri og faglegri samkennd meðal lækna og sjúklingar hafa fengið að hafa sinn Teit í friði. Fögur öldmnardeild er fullgerð og stolt rikir vegna fyrstu hæðar D- álmu þar sem þjálfað er og rannsakað sem aldrei áður og fólk situr nú fræðslufúndi sem það aldrei hefhr hafl tækifæri til að gera áður vegna aðstöðuleys- is. Sá er hér stendur hefur fund- ið til ákveðins stolts yftr staðn- um og séð fyrir sér tækifæri vera að opnast, sem gætu haft á- hrif langt út fyir svæðið. Aðeins herslumun vantar til að við get- um talist fúllgilt sjúkrahús. Greinilega hefúr þetta verið of dým verði keypt og því Ijóst að framkvæmdastjóri varð að víkja. Á meðan friður ríkti hjá okloir var blásið í herlúðra utan svæðis, annars vegar meðal ó- fúllnægðra kollega og hins veg- ar innan veggja ráðuneytis sem ekki var ánægt með störf fram- kvæmdastjóra okkar. Mikið hlýtur það að vera hreint bú sem nýr ffamkvæmdastjóri tekur við. Búið að hreinsa her- bergi heilsugæslulækna og tölvukerfíð nánast óvirkt. I hennar tið verður allt uppávið, þar sem byrjað er frá gmnni. Við sem höfúm verið gislar þessa óyndis höfúm komið fyrir nokkurs konar varðsveit vaskra kvenna, með fáeinum fallbyss- um i bakgmnni. Höfúm ekki viljað styggja kollegana í þeirra bárráttu fyrir sínum réttindum sem talin em bæði grundvallar- leg og samtímis kjaraleg. Þeir upplifa sig sem fjötraða á bás án nokkurra möguleika til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Þeir sinna minna og minna af eiginlegum lækningum vegna stöðugt nýrra krafha um vottorðaskrif um hin margvíslegu málefhi. Allir vilja fá vottorð um allt liggur mér við að segja, eins og læknar séu dómarar um daglegt líf bæði einstaklinga og fyrirtækja. Nokkurs konar miðstöð um hið mögulega og ómögulega. Þegar þeir fá síðan snupm fyrir sín vottorðaskrif þrátt fyrir allt, brýst út margra ára uppsöfhuð óánægja og nánast fagleg ó- hamingja. í ffamvarðarsveit þessarar ó- hamingju valdist okkar sveit. Sveitin sem ffamkvæmdastjór- inn var látinn víkja vegna - þessi dýra sveit sem hingað kom úr höfúðborginni og héðan fór að degi loknum. Hvers vegna einmitt okkar sveit af fjölmörgum kollegum starf- andi um allt land? Af hveiju er okkar fólk svona sérstaklega ó- hamingjusamt? Hefúr það eitt- hvað með Suðumesin að gera? Er það mér að kenna liggur mér við að segja? Ég sem taldi mig finna fyrir faglegri og félags- legri samkennd og hef þreytu- laust hrósað mannauði innan veggja þessa fyrirtækis. „Það er ekkert að ykkur“segja þeir, „við emm í striði við kerf- ið.“ Eftir tæplega þriggja vikna um- hugsun hef ég komist að á- kveðnum niðurstöðum. Látum þessa aðila heyja sitt strið. Við getum þar engu breytt um. Á meðan þeir em hættir hjá okkur, starfa þeir fyrir sama atvinnu- rekanda annars staðar, á ein- hvers konar samningi sem báðir virðast geta sætt sig við. Hvers vegna getur þetta ágæta fólk ekki unnið hér með sama samn- ing og það er að vinna annars staðar undir? Mitt takmarkaða heilabú nær ekki alveg að halda þessu sam- an. Ef þetta væri verkfall skildi ég það, þá væri reyndar verið að bijóta verkfallslög alla daga og heil stétt væri undir sama fána. Eini botninn sem ég fæ í þetta allt saman er sá, að ekki virðist skipta máli hvar fólkið vinnur, því sami atvinnurekandi greiðir launin. Það sé tilviljunarkennt að stíðið komi niður á okkur, ungum sem öldnum á þessu svæði. Ég sem hélt að starfsum- hverfi okkar væri sérstaklega gott. Það er sammerkt með þessu ágæta fólki að þegar það lokar hurðum vinnustaðar sins þá skilur það eftir áhyggjur starfsdagsins innan veggja stofnunarinnar. Það virðist engu breyta hvort það leitar í vestur eða austur næsta dag. Þetta er að sjálfsögðu ákveðið frjáls- ræði. Mér sýnist samt þetta fyr- irkomulag vera illt til að reiða sig á. Vinnumarkaðssvæði heilbrigð- isstarfsfólks ffá íslandi er allur heimurinn. íslenskt heilbrigðis- starfsfólk með sína góðu menntun er efiirsóttur starfs- kraftur um allan heim. Á meðan deiluaðilar heyja sitt stríð verð- um við að finna leiðir til varnar okkar skjólstæðingum. Við hljótum að reyna aðra aðferða- fræði i framtíðinni. Við ætlum okkur að ná í fólk sem vill vera hér af því að það hefur ákveðið að taka þátt í að byggja upp með okkur. Það hlýtur einhver að vilja vera hér af því að hann skynjar styrk þessarar stofhunar sem stendur á alfara vegi í hliði umheimisins og hefur tak- markalaus tækifæri, ef við fáum að láta hugsjónir okkar rætast. Beitan er hál sem við leggjum fyrir. Hún er persónuleg. Við viljum horfast í augu við fólkið sem vilð ætlum okkur að sækja hingað. Við munum stunda mannaveiðar. Þið sem kusuð að hverfa til annarra hafna eruð að sjálfsögðu velkomin til okkar ef þið sjáið verkin í þessu ljósi. Á morgun byrjum við affur, mjög hægt í byijun en stigvax- andi. Ég hvet ykkur deiluaðilar til að ná áttum. Mér þykir fyrir því að þið Suð- umesjamenn hafið þurfl að líða fyrir strið annarra. Konráð Lúðvíksson yfirlækn- ir H.S.S. Hver er Kallinn á kassanum? Pistill Kallsins á kassan- um sem birtist íVíkur- fréttum í síðustu viku hefur svo sannarlega vakið athygli, en í pistlinum skoraði Kallinn á , kassanum á Hjálm- ar Árnason. alþing- ismann, að lioða til borgarafundar. II jálmar varð fljótt við beiðninni og eins og allir \ ita, var borgara- fundurinn haldinn sl. siinnudag. Ilins- vegar vita fáir hver Kallinn á kassanum er og hel'iir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, lýst þ\ í yfir að liaiin muni greina frá þ\ i hver hann er, þegar Kallinn á kassanum fellur frá. Margir numa eftir VVatergate málinu, en þar var liclsti heimild- armaðurWashington Post kallaður „Dcept- hroat“ og lýsti Ben Bradlce, fyrrxer- / anili ritstjóri, því yfir að liann niMitli gefa nafnið upp h þcgar „Deeplhroat" (T félli frá. Fetar Páll því í fótspor liins aldna ritstjóra og geta lesendur Víkurfrétta átt von á |i\ i að langt verði þangað til nafn Kallsins á kass- anum verði gert opinbert. 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.