Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 4
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ÚTGÁFAN 1 __________FYRST & FREMST Málefni heilsugæslunnar á Suðurnesjum: Vel sóttur borgarafundur Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Simi 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, simi 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, simi 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson simi 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kotbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolta@vf.is, Stefan Swates, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Atdis Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: ístandspóstur Dagteg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikutega í Firðinum Tímarit Vikurfrétta, The White Fatcon og Kapatsjónvarp Vikurfrétta. MUNDI í framboð! Rödd Suðurnesja í 1. sæti...! Afjölmennum borgara- fundi á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ, sem boðað var til vegna lækna- dcilunnar á Suðurnesjum, sköpuöust harðar umræður um dcilu hcilsugæslulækna við heilbrigðisráðuneytið. í upp- hafi fundar var Ijóst að þarna mættust stálin stinn, en Gunn- laugur Sigurjónsson fyrrver- andi hcilsugæslulæknir á Suð- urnesjum sagði að heilbrigðis- ráðuneytið hefði ekki gert það sem í þeirra valdi stæði til að ieysa deiluna. Heilbrigðisráð- herra var ekki sammáia og sagði að hcilsugæslulæknar hefóu sett fram kröfur og ekki hvikað frá þeim. Ráðherra sagðist kunna illa við það að láta stilla sér upp við vegg og hann ítrekaði nauðsyn þess að hcilsugæslulæknar myndu setj- ast niður og koma til móts við ráðuneytið. Arni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarpaði fund- inn og sagði brýnt að deiluaðilar myndu setjast að samningaborði og leysa deiluna því staðan væri mjög alvarleg. A fúndinum tóku margir til máls og lögðu spum- ingar fyrir ráðherra og fulltrúa heilsugæslulækna. Meðan annars spurði Kristján Pálsson alþingis- maður, ráðherra um það hvenær hann myndi setjast að samninga- borði með læknum. Ráðherra svaraði því til að hann myndi strax að loknum fúndi setjast nið- ur meó fulltrúa lækna og for- manni félags heilsugæslulækna til að ræða næstu skref. Hjálmar Amason, ásamt Ama Sigfiíssyni og Skúla Thoroddsen bám upp á- lyktun sem samþykkt var á fúnd- inum. Meira um læknadeiluna á síðum 14,15,18 og 19 í Víkurfréttum í dag. Kallinn á kassanum NÚ ER KALLINN á kassanum glaður. Borgara- fúndur hefúr verið haldinn og ber að þakka Hjálm- ari Árnasyni fyrir að hafa tekið áskoruninni frá Kallinum. Hjálmar minntist á það í ræðu sinni á fúndinum aö hann vonaði að Kallinn á kassan- um væri á fúndinum og að hann yrði ánægður með hann. Svo sannarlega er hann ánægður með fundinn og svo virðist sem læknadeilan sé komin á nýtt stig. Það er allavega bytjunin. HELGA Valdimarsdóttir er hinsvegar hetja Suður- nesjamanna í þessari deilu. Hún er sjúklingur og ör- yrki og af staðfestu kom hún sér um tíma fyrir á biðstofu heilsugæslunnar þar sem hún krafðist lausnar á deilunni. Hún er svo sannarlega hetja og hana ber að virða fyrir sinn þátt í að vekja athygli á deilunni. Það er til skammar að hún hafi ekki fengið að flytja ávarp á borgarafúndinum. Hún hefúr lýst þvi yfir að hún hafi beðið Hjálmar um leyfi til að ávarpa fúndinn, en ekki fengið. Var þetta ekki borg- arafundur? Hvemig í ósköpunum getur hann neitað henni, borgaranum, um að tala? Við hverskonar lýðræði búum við? Fundarstjórinn (þessi ungi bros- andi) sagði i yfirlýsingu að hún hefði átt þess kost að rétta upp hendi. Jafhffamt lýsti hann því yftr að þeir sem sátu ffemst hafi haft meiri möguleika en aðrir til að tala. Bull og vitleysa. í fyrsta lagi bað Helga um orðið í upphafí fundar - það er kurteisi. Henni var neitað - það er hroki! í öðm lagi reyndi hún að rétta upp hendi - en sást ekki. Og í þriðja lagi vom möguleikar hennar minni af því hún sat aftarlega - góð rök það! Borgarafundur er fyrir borgarana. Það liggur í augum uppi að rödd sjúk- linganna hefði átt að heyrast á fúndinum - þeir em jú þolendur þessarar deilu, ásamt íbúum Suður- nesja. KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi er vandasamt verk fyrir höndum. Nú er nefhdin að vinna að uppstillingu fyrir listann í kjör- dæminu fyrir næstu kosningar. Háværar raddir em uppi um að hið 5000 manna samfélag Vestmanna- eyinga vilji sjá Guðjón Hjörleifsson í fyrsta sæti listans, eftir að fúlltrúi þeirra var dæmdur í tugthús. Einnig em uppi sögur um það að Vilhjálmur Egils- son sé inn í myndinni sem þingmaður kjördæmis- ins. Það er alveg ljóst að Suðumesjamenn sætta sig ekki við neitt annað en að Suðumesjamaður sitji í fyrsta sæti listans. 40% kjósenda kjördæmisins búa á Suðumesjum og það er einfaldlega rökrétt, í lýð- ræðislegu tilliti að efsti maður listans komi af Suð- umesjum. Það er líka krafa og það verður einfald- lega allt vitlaust á Suðumesjum ef svo verður ekki. KALLINN á kassanum hefúr heyrt því fleygt að hart hafi verið sótt að Áma Sigfússyni bæjarstjóra um að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. I guðanna bænum Ámi, ekki einu sinni hugsa um það. Þú ert góður bæjarstjóri og þér er treyst til góðra verka á þeim vettvangi. En að fjórum ámm liðnum viljum við sjá þig rúlla inn á þing, sem þingmaður og ráðherraefúi Suðumesja- manna. Þar treystum við þér til góðra verka. IBÚAR Suðumesja em hvattir til að senda Kallin- um á kassanum skeyti um áhugaverð málefni sem Kallinn getur tekið fyrir í pistlum sínum. Engu og engum verður hlíft, munið þið það. Sendið Kallin- um línu á netfangið vf@vf.is eða sendið bréf merkt: Kallinn á kassanum, Víkurfféttir, Gmndarvegi 23, 260 Reykjanesbær. Kveðja, Kallinn Þær skoðanir sem fram koma hjá Kallinum á kassanum þurfa ekki að endurspegla skoðanir ritstjómar Víkurfrétta. Siv tekur skóflustungu að sorpeyð- ingarstöð Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra mun taka fyrstu skóflu- stunguna vegna byggingar nýrrar sorpmóttöku og sorpbrennsiustöðvar fímmtudaginn 21. nóvem- ber nk., en sorpbrennslu- stöðin verður staðsett í Helguvík. Á dögunum sam- þykkti Sorpeyðingarstöð Suðurnesja að taka tiiboði Vélsmiðjunnar Héðins í byggingu nýrrar móttöku- og sorpbrennslustöðvar í Helguvík.Alls bárust fímmtán tilboð i verkið, en tilboð Héðins hljóðaði upp tæpar 740 milljónir ís- ienskra króna. Brennslugeta nýju stöðvar- innar verður tæp 12 þúsund tonn á ári en búnaður stöðvar- innar mun fúllnægja öllum þeim heilbrigðiskröfúm sem settar hafa verið ásamt því að fúllnægja væntanlegum kröf- um sem Evrópusambandið mun setja. Talið er að ffam- kvæmd stöðvarinnar verði lokið fyrir árslok 2003. D ItölEGAR fdinmikiKiwu VfWVK.Vf.fe Hádegisverðartilboð 990 kr. 3ja rétta kvöldverður 1.950 kr. I einu elsta húsi bæjarins Fjörugarðurinn Víkingaveislur alla daga og dansleikir allar helgar Um helgina spilar hljómsveitin Léttir Sprettir Munið jólahlaðborðið 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.