Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 30
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Skúli „iyson‘ baxaði til sigurs Skúli „Tyson“ Vilbergsson, 19 ára gamall boxari úr Keflavík, kom, sá og sigr- aði í boxkeppni milli íslands og Bandaríkjanna sem fram í Laugardalshöll sl. laugardag. Skúli sigraði andstæðing sinn í millivigt örugglega, 5-0. Áhorf- endur hilltu kappann að bar- daganum loknum enda stóð drengurinn sinn með eindæm- um vel. Skúli var ekki eini Suð- urnesjamaðurinn sem keppti í Höllinni þetta kvöld.Axel Borgarsson, 15 ára Keflvíking- ur, stóð sig einnig með sæmd en hann tapaði þó viðureign sinni, 5-0. Skúli var ekkert að skafa af hlut- unum þegar Bubbi Morthens fékk kappann í viðtal strax eftir bardagann sem sýndur var beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. „Eg ætl- aði einfaldlega að beija hann. Það er hefð fyrir því að Keflvík- ingar beiji kana og það stoppaði ekki í kvöld“, sagði hann við Bubba. Áhorfendur voru mjög ánægðir með kappann og hvöttu hann til dáða, jafnt í bardaganum og eftir hann. Kannski við Suður- nesjamenn séum að eignast ffamtíðarstjömu í boxheiminum, hver veit? Við á Víkurfréttum spjölluðum aðeins við kappann eftir þennan frækna árangur. Hveitœr byrjaðir þú aó liafa áhuga á boxi? Þetta byijaði allt um 1999. Þá byijaði ég að draga félaga mína inn í líkamsræktarstöðina Lífstíl og við fórum að boxa við hvom annan. Að vísu þá keypti mamma mín einhvemtíman lít- inn boxpúða og boxhanska í sjónvarpsmarkaðinum þegar ég var lítill. Mamma Bjarka vinar míns keypti eins sett handa hon- um og þar fengum við útrás. Púðarnir enntust nú ekki lengi þannig að ég og Bjarki rýmdum aðeins til í bílskúmum heima hjá honum og létum höggin dynja á hvor öðrum þar Hvað œfir þú ofi í viku? Fyrir keppnina þá æfði ég tvisvar á dag. Um helgar tók ég því þó rólega og æfði BARA einu sinni ádag. Hvernig eru œfmgantar? Ég bytja á þvi að sippa og tek upphitun í svona korter. Svo tek ég nokkrar lotur á púða og ef ég er að æfa með einhveijum þá tökun við nokkrar lotur í hringn- um. Að lokum tek ég svo helling af armbeygjum og magaæfing- um. Hver æfíng er svona 1 1/2 - 3 tímar. Hvernig var svo að keppa í Laugardalshöllinni? Þetta var rosalega gaman. Þetta var án efa besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég vil þakka öllum sem mættu í höllina og studdu við bakið á okkur. Ég vill líka þakka Guðjóni þjálfara fyrir að hafa þjálfað mig í allan þennan tíma og staðið rosalega vel við bakið á mér og Didda Frissa fýrir að opna BAG í Kefla- vík. Norður- ljós eiga ein- nig hrós skilið fyrir að hafa stað- ið fyrir þessu frábæra kvöldi. Þú varst nteð létta Prince stœla um kvöldió, varþað ákveðið fyr- ir frain? Þetta var nú ekkert planað enda vil ég nú ekki vera að láta lýkja mér við Prinsinn (ekki minn upp- áhaldis maður). Ég var bara ekki nógu ánægður með stemninguna í höllinni þegar ég var að koma inn þannig að ég beið bara eftir henni. Svo til að láta aðeins reyna á taugamar hjá and- stæðingnum þá stopp- aði ég aftur á leiðinni að hringnum og lét hann bíða aðeins eftir mér. Ég var búinn að prófa að hoppa inn í hringinn enn ég ákvað að koma með svona „tough guy attitude“ í hringinn og vildi ekki taka áhættu á því að hoppa inn í hringinn og lenda á andlitinu. Þegar ég horfði á þetta seinna í sjónvarpinu þá varð ég svolítið hræddur við sjálfan mig, það var svo svakalegur svipur á mér þegar ég gekk að hringnum. (Skúli hlær) Hvert er stefnan sett ífraintíð- inni? Það er óákveðið. Ég verð að vinna mér inn góða reynslu í áhugamannahnefaleikum en það er rosalega ffeistandi að fara í at- vinnumannahnefaleika og vinna sér inn smá pening. En það er langt í það, ég er svo ungur enn- þá og ætla að klára FS, þar sem ég er á íþrótta- og náttúrufræði- braut, áður en ég fer í eitthvað svoleiðis. Að lokum erþetta ekki liœttu- legt? Nei nei það er af og frá, þetta er hættuminnsta sport sem ég hef stundað. Það eina sem maður hefúr lennt í er að fá blóðnasir. Það er nú ekki slæmt miðað við hvað ég þurfti að ganga í gegnum á mínum fótboltaferli. Það sáu það allir sem horfðu á þessa bar- daga í höllinni að það eina sem gerðist var að Axel fékk blóðnas- ir og þá var bardaginn stöðvaður undir eins og athugað hvort um einhver meiðsli væri að ræða. 30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.