Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 17
ittir Við eigum sumarbústað ásamt mágkonu minni og svila upp í Borgarfirði og þar mun ég halda áfram að hola niður einu og einu tré. Árangurinn af ræktuninni er orðinn svo sýnilegur að eitt af aðalverkefnefnunum er að fara að grisja. Líkamsræktin hefur alltaf verið í hávegum höfð og knattspyrnan hefur verið mikið stunduð. Þórir hefur alla tíð verið liðtækur í „boltanum." Þórir á góðri stundu með Hjalta Zóphóníassyni, Halldóri Ásgrímssyni þáverandi dómsmálaráðherra, Jóhanni Einvarðssyni fyrrverandi bæjarstjóra, ásamt fleirum. Fótboltaliðið á þessari mynd var mikið sigurlið og unnu þeir m.a. fótboltalið Lögreglunnar í Reykjavík 9-3. Á myndinni má sjá Sigtrygg heitinn Árnason fyrrverandi yfirlögregluþjón. konan hóf þar störf í maí 1984, en það var Helga Eiríksdóttir úr Garðinum. Kostir þess að konur starfi i lögreglunni, segir Þórir m.a. vera að skoðanaskiptin verði fjölbreyttari og hugsunin víðari þar sem hinn svokallaði „reynsluheimur kvenna" nýtist. Þórir segir að stærsti hluti starfs- ins sem yfírlögregluþjónn sé að stjóma lögregluliðinu, bæði út á við og einnig inn á við: „Eg hef reynt að leggja mikla áherslu á að gera liðið samheldið og að það ríki traust innan þess og þaó þarf allt að spegla þessi vinnu- brögð. Það er góður starfsandi í liðinu sem skiptir mig miklu máli og ég hef lagt mig ffam um að byggja þennan anda upp. Þaó er erfíðara að gera kröfur til mann- eskju sem liður illa í starfi því miklu meira fæst út úr ánægðum starfsmanni heldur en óánægð- um. Ef gerðar eru miklar kröfúr til starfsmanna þá er mjög mikil- vægt að láta þá fínna að þú sért ánægður með þeirra störf, þ.e. þegar þeir skila þessum kröfúm. Þannig verður liðið samheldnara og það myndast sjálfkrafa metn- aður í liðinu til gera hlutina vel. Ég treysti liðinu til hinna erfíð- ustu verka,“ segir Þórir. Verbúðarfólkið Frá því Þórir hóf störf hjá lög- reglunni hefúr samfélagið breyst mikið og það á ekki síst við um Suðumesin: „í kringum 1974 var atvinnuástandið allt annað á Suð- umesjum en það er í dag. A þess- um ámm vom margar stórar ver- stöðvar og þær kölluðu á mikinn fjölda aðkomufólks, vertíðar- munstrið var enn ríkjandi og fólk flykktist á vertíð hvaðanæva að aflandinu. Einnigvar atvinnuá- stand á Keflavíkurflugvelli gjöró- líkt því sem nú er. Þetta hafði í för með sér aukin verkefni fyrir lögregluna sem tengdust m.a. skemmtanalífinu og oft var gríðarlega mikið að gera um helgamar á þessum tima og mikill órói í fólki þar sem menn tók- ust á,“ segir Þórir og hann segir að vinnubrögð lögreglunnar hafí verið töluvert öðmvísi á þessum árum: „Það var miklu meira um fangelsanir vegna ölvunar, en úr því hef- ur mikið dregið sem betur fer. Aðkomufólk sem átti heima á verbúðinni þar sem kannski allt var vitlaust, það var ekki hægt að fara með það þangað og þvi varð það að sofa úr sér niður á stöð,“ segir Þórir. Þegar einstaklingar hætta í starfí eftir maigra áratuga farsælt starf kemur sú spuming upp í hugann hvort menn kveðji starfíð sáttir. Þórir segir að hann kveðji mjög sáttur: „Með lagabreytingu sem varð i vor þar sem kveðið er á um að lögreglumönnum beri að hætta við 65 ára aldur með lifeyr- isréttindi til sjötugs, var kominn lykillinn að því að ég hætti núna. Meðan þú ert 65 ára og getur státað af þokkalegri heilsu sem ég tel mig gera, meðan þú ert sáttur við sjálfan þig og stofnunina sem þú vinnur hjá og hefúr kjark til að hættaþá er brýnt að gera það, því kjarkur- inn minnk- armeð aldrin- um. Auk þess flýtir það fýrir nauð- synlegri endumýjun í stéttinni." Skógræktin Nú býr Þórir ásamt Elsu Krist- jánsdóttur konu sinni í Breiðholt- inu og er útsýnið úr eldhúsglugg- anum á heimili þeirra stórkost- legt þvi þaðan sést yfir alla Reykjavík, yfír á Suðumesin og í góðu veðri blasir Snæfellsjökull við. Þórir mun ekki sitja auðum höndum nú þegar hann hefur kvatt eftir tæplega fjögurra ára- tuga starf í lögreglunni: „Við eig- um sumarbústað ásamt mágkonu minni og svila upp í Borgarfirði og þar mun ég halda áfram að hola niður einu og einu tré. Ár- angurinn af ræktuninni er orðinn svo sýnilegur að eitt af aðalverk- efneftiunum er að fara að grisja. Sigurður Blöndal fýrrverandi skóræktarstjóri orðaði það skemmtilega þegar hann sagði að það væri helgasta stund skóg- ræktarmannsins þegar hann gæti gengið út í skóg til að höggva tré. Annað hef ég ekki áformað og ég fer eftir orðum Helga bróður míns þegar hann sagði mér að byrja á því að hætta áður en ég færi að hugsa um hvað ég tæki mérfýrir hendur. En ég mun sinna stórfjöl- skyldunni fýrst um sinn,“ segir Þórir og kímir, en daginn sem viðtalið er tekið vom Þórir og Elsa að eignast nýtt bamabam. Fyrir eiga þau tólf bamaböm og eitt bamabamabam. Þórir og Elsa hafa ferðast talsvert í gegnum árin og segir Þórir að þau muni án efa halda því áffam: „Við höf- um ferðast mikið um hálendið en slysið hjá Elsu breytir þvi tölu- vert,“ segir Þórir en Elsa kona hans lenti í slysi i janúar s.l. þeg- ar strætisvagn keyrði yfír annan fótinn á henni og skaddaði hann alvarlega. Elsa var á sjúkrahúsi í 10 vikur eftir slysið og síðan i endurhæfíngu á Reykjalundi í aðrar 10 vikur: „Þetta tók mikið á þó að það hafi verið liður i minni þjálfún að fara í slys og rannsaka þau þá var þetta öðruvisi þegar það var komið inn í eigin fjöl- skyidu. Eflir slysið hefúr göngu- geta Elsu minnkað, en hún hlaut þjálfún í kajakróðri á Reykja- lundi og við emm bæði farin að stunda kajakróður og það er gríð- arlega skemmtilegt," segir Þórir og eflaust eiga þau hjónin eftir að fara í marga kajakróðra saman. Eins og komið hefúr ffam bygg- ist lögreglustarfíð að stómm hluta á mannlegum samskiptum og segir Þórir að í gegnum starf sitt hafí hann kynnst miklum fjölda fólks og starfsfélaga.„Ég er óskaplega þakklátur fýrir það og hvað þessi mannlegu kynni hafa í gegnum tíðina verið gef- andi sérstaklega i kringum vinnu- félagana. Góðir vinnufélagar em ómetanlegir. Ég kveð starfsfélaga mína, bæði yfirmenn og undir- menn með virktum og óska Karli Hermannssyni alls hins besta í starfí yfirlögregluþjóns, en betri maður er vandfúndinn í þetta starf,“ segir Þórir að lokum. 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.