Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 14
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is UMRÆÐAN Allir fengu að kornast að! tr Eg harma það að Helga Valdimarsdóttir hafi ekki komist að á borg- arafundinum sem haldinn var í gærkveldi til að skýra sín sjónarmið. Fundurinn dróst því miður á langinn þar sem margir vildu tjá sig um málið og voru þær tímatak- markanir sem ég setti fyrir hvern fyrirspyrjanda mjög sjaldan virtar. Eg fullyrði hins vegar að allir þeir sem báðu um orðið hafi fengið orðið þó svo að sumir hafi þurft að biða lengi eftir því að komast að. Því miður er það þannig að þeir sem sátu nálægt ræðupúltinu eða höfðu sig mik- ið í frammi fengu fyrstir orðið. Einn fundarmanna skýrði frá því að Helga hefði yfirgefið fundinn þar sem hún hefði ekki komist að. Þá var ekki búið að loka mælendaskrá. Því harma ég það að Helga hafi ekki séð sér fært að bíða eftir því að komast að. Ég tel að fundurinn hafi heppn- ast vel og að markmið fundar- ins hafi náðst, en ekki var að heyra annað á deiluaðilum en að sáttavilji sé fyrir hendi. Ég óska Helgu alls hins besta í framtíðinni og vona eins og all- ir Suðurnesjamenn að deilan leysist sem fyrst. Virðingarfyllst Eysteinn Jónsson fundarstjóri á borgarafundi höldnum á Ránni 17.11.2002 Síminn er 421 0000 Faxið er 421 0020 _____LÆKNADEILAN Á SUÐURNESJUM_ Læknadeilan að leysast? Er ég kom hcim á fimmtu- dagskvöldið s.l. blasti við mér áskorun í VF frá „Karlinum á kassanum“ um að boða þcgar í stað til borg- arafundar vegna lækna- dcilunnar. Skcmmtilcg á- skorun og ögrandi. Akvað ég strax að taka henni: Hringdi í hcilbrigöisráðherra, bæjar- stjóra og fulltrúa lækna ásamt því að útvcga húsnæöi. Allt gckk þetta upp í snarhasti og fór fundurinn fram þremur dögum síðar cða á sunnudags- kvöldið á Ránni. Ástæða er til að þakka frummælcndum fyr- ir að brcgðast svo vel við þó fyrirvari væri skammur. Málefnalegur fundur. Fundurinn var frábær. Markmið hans var að heyra af hreinskilni frá deiluaðilum hvað væri hið eiginlega deiluefhi svo við, íbúar svæðisins, gætum áttað okkur betur á málatilbúnaði. í opinská- um og hreinskiptum svörum lækna og ráðherra skýrðist myndin all vel fyrir fúndargest- um. Bæjarstjóri dró vel saman sjónarhom heimamanna og þá ekki síður Konráð læknir að ó- gleymdum athyglisverðum punktum sóknarprestsins, síra Ó- lafs Odds. Fúslega viðurkenni ég að hafa óttast ögn að fúndur um svo viðkvæmt mál gæti sprungið í loft upp. En mér finnst ástæða til að þakka sérstaklega öllum fyrirspyijendum fyrir málefna- legar spumingar og athugasemd- ir. Fundurinn var m.ö.o. á mál- efhalegum nótum og átti það sinn stærsta þátt í að skila árangri. En liver var sá árangur? Viðræður fóru í gang! Rétt eins og fúndarmenn fengu upplýsingar beint frá deiluaðilum þá hygg ég að deilendur hafa einnig skynjað einurð og vilja Suðumesjabúa til að deilan yrði leyst hið bráðasta. Ekkert er á- hrifaríkara en málefnaleg afstaða og djúp samkennd. Deiluaðilar skynjuðu þetta á fúndinum og lýstu vilja til að opna fyrir alvöru viðræður. Og hvað gerðist svo? Ráðherra og formaður FH hittust strax á fúndinum til að ákvarða viðræð- ur sínar. Þær hófúst svo í bítið næsta dag og verður ekki annað séð en skriður sé kominn á mál- ið. Að því leyti skilaði fúndurinn tilætluðum árangri. Friðarljósin hafa vonandi komið að gagni. Ég vil því þakka hinum dularfhlla „- Karli á kassanum" fyrir áskomn- ina. Hún gat ekki komið á betri tima. Læknadeilan heyrir von- andi fljótlega sögunni til. Hjálmar Árnason, alþingismaður. P.s. Ég harma þann misskilning sem virðist hafa orðið á milli mín og baráttukonunnar Helgu Vil- hjálmsdóttur. Jafnfmmt óska ég henni alls velfamaðar iþví sem hún tekur sérfyrir hendur. Helga Valdimarsdóttir skrifar: Ræðan sem ég fékk ekki að flytja Þetta var það sem mig langaði að segja við Suðurnesjabúa á borgarafundi 17. nóvember síðastliðinn en þingmaðurinn Hjálmar Árna- son sagði að ég mætti ekki tala, einungis spyrja og fengi ég svar við spurningunni í lok fundarins, segir Helga Valdimarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, sem vakti athygli á ástandi læknamála með setuverkfalli á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Heilsbrigðisráðherra, þingmenn og aðrirgestir. Góða kvöldið, vonandi eru allir hér inni við sæmilega heilsu. Ég heiti Helga og er sjúklingur og öryrki og það sem er afar slæmt að heimilslæknirinn minn hefur sagt upp störfum sem og allir heilsugæslulæknar Heilbrigðis- stofhunar Suðumesja. Vona ég að ég fari með rétt mál að það sé vegna þess að þeir fái ekki viður- kennt að þeir séu sérfræðingar rétt einsog kvensjúkdómalæknar, lýtalæknar sem og bæklunar- læknar og svo mætti lengi telja. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér er hér um jafn langt nám að ræða. Og langar mig því að vita hvað er að. Hvers vegna er ekkert gert til þess að halda þessum læknum hér. Nú eru liðnar ríflega tvær vikur síðan að við á Suðurnesjum urðum heimilslæknalaus. Ög vil ég nú að gamni mínu upplýsa háttvirt- an heilbrigðisráðherra að mun styttri er leiðin til Keflavíkur en til Kina, en það ku vera fallegt í Kina og keisarans hallir skina, en hér höfúm við aðeins litla heil- brigðisstofhun, en ég hefði talið betra að hann hefði komið læknamálum hér í lag áður en hann lagði af stað til Kína. Ekki hef ég spurt minn heimils- lækni um kaup hans og kjör en ég er viss um að hver króna sem hann fær á hann fyllilega skilið. Ég er nefnilega ein af þessum heppnu sem hef notið þess að fá lækni sem er traustur, mannlegur, huggandi, gefandi og virkilega annt um sjúklinga sina, þennan lækni vil ég ekki missa og veit ég að svo er um marga hér, en nú er ég aðeins að tala um minn lækni og efast ég ekki um að hinir séu ekki síðri. Ég er alveg undrandi og þó, yfir því að fólk er dofið. Ég sat á laugardag og sunnudag til þess að vekja athygli á þessu læknaleysi. Tíu konur komu og voru með mér tíma á laugardag og tveir karlmenn. Hér býr hraust fólk þessa dagana en ég get fúllvissað fólk um að heilsugæslan er alls ekki tóm á venjulegum degi. Hvað veldur þessum doða i fólki að sýna í verki að það vilji fá lækna sína aftur. Hér hafa senni- lega allir lesið Litlu gulu hænuna sem böm og aldrei gleymt henni, er þetta bara ekki nokkuð góð skýring. En aftur að læknum, vonandi verður nú sest niður og fengin einhver lausn á þessu því allt er hægt þegar viljinn er fýrir hendi. Margir hafa sagt við mig að ég sé að skipta mér af hlutum sem komi mér hreint ekki við, en það er alls ekki svo. Hér bý ég og á ég rétt til þess að fá læknisþjón- ustu í heimabæ mínum. Mér var sagt þegar ég var orðin lyfjalaus, að ég gæti farið í Kópa- vog til læknis og fengið lyfseðil, ég hef ekki háar örorkubætur og mun þvi ekki fara í Kópavog eftir læknishjálp. Ég reyni að horfa á björtu hliðamar þó að ég sé veik, en mörg ráð hef ég fengið frá Tryggingastofnun sem ég hef getað hlegið og grátið yfir og er hvom tveggja gott. Ein i Trygg- ingastofnun sagði mér eða öllu heldur var að gefa mér ráð þegar ég fór að kvarta um hve lítið ég fengi í budduna mína sagði hún mér þá „að láta karlinn lönd og leið og fengi ég þá meira til ráð- stöfunar," en ég vil nú heldur hafa karlinn minn en fleiri aura í buddunni. Nú hér er útibú frá Tryggingastofnun og sagði mér hinn elskulegasti maður þegar ég var að kvarta af hveiju ég fengi svona lítið, ég hlýt nefnilega að vera ein af þessum frekjum sem vil fá að lifa af örorkubótunum án jiess að þurfa að lauma hend- inni í vasa bóndans og til þess að kóróna allt saman vil ég heimilis- lækni líka. Jæja, en hann sagði að ég yrði bara að borða hrísgrjón í hálfan mánuð, en mér finnst þau mjög góð en þetta er einugis til þess að sýna ráðherra heilbrigð- ismála hvemig svör maður fær hjá hinu opinbera. Ég vona nú að eitthvað fari að gerast í þessu leiðinlega máli og ráðherra gefi sér tima frá Kína- forum og fari nú að hugsa að það búi lifandi fólk á Suðurnesjum sem þurfí að hafa heimilslækna. Og þú góða frú sem hefúr verið ráðin ffá 1 .desember, las ég grein þar sem þér finnst ýmis sóknar- færi í því að við búum í útjaðri höfúðborgarinnar. Værir þú til að segja mér hvað þú eigir ef þú ert hér? Að lokum, hér á ég heima, hér vil ég vera, vil minn heimils- lækni affur, helst strax! Apótekaramir okkar em yndis- legir og vilja allt fyrir mann gera en auðvitað eru þeim takmörk sett, þeir mega ekki gefa okkur lyf án lyfseðils. Nú hér er lika læknir sem kominn er á eftirlaun og hefúr hann ömgglega hjálpað mörgum. Ég bið ykkur nú að reyna að leysa þennan ágreining ykkar á milli sem fyrst, ég get ekki beðið. Forsætisráðherra seg- ir að hér sé góðæri og langar mig til þess að fá þetta góðæri til mín. Þingmenn sem hér búa, reynið að leysa þessa deilu sem allra fyrst og munið þið þá verða sáttir við það sem kemur úr kjörkössunum í vor. Ég vona að með þessari setu minni á heilsugæslunni hafi ég lagt eitthvað af mörkum svo við fáum aftur þjónustu þar. Fyrirfram þökk Helga Valdimarsdóttir 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.