Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 21.11.2002, Blaðsíða 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is /7 Þórir Sævar Maronsso! dh ^föo^Diiifigwpm o tefDiíwífe o ma „Þakklá lur mannlegu mnum tið VIÐTAL: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON MYNDIR: KRISTINN BENEDIKTSSON OG ÚR EINKASAFNI Þann 1. nóvember sl. lét Þórir Sævar Maronsson af starfi yfirlögregluþjóns í Keflavík, eftir 37 ára starf í lögreglunni, þar af 17 ár sem yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni í Keflavík. Þórir er fæddur og uppalinn á Siglufirði til 13 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum til Sandgerðis og hefur hann búið þar og á Reykjavíkursvæðinu síðan: „Ég tel mig þó alltaf vera Siglfirðing” segir Þórir og brosir. Að skólagöngu lokinni starfaði Þórir f'yrst hjá Flugmálastjóm á Keflavíkurflugvclli, en eftir sjö ára starf þar hóf hann störf hjá ís- lenskum aðalverktökum þar sem hann var frá 1962 til 1966: „1. febrúar árið 1966 hóf ég störf hjá Lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli og þar var ég til 1. janú- ar 1974 en þá flutti ég mig til Lögreglunnar í Keflavík. A þess- um tíma varð breyting á lög- sagnarumdæmunum, þannig að bæjarfógetinn í Keflavík varð einnig sýslumaður í Gullbringu- sýslu, þ.e. öll Suðumesin að Keflavíkurflugvelli undanskild- um urðu eitt umdæmi. Það var meðal annars vegna þessara breytinga sem ég ákvað að flytja mig til Keflavíkur, mér fannst meiri framtíð í því að starfa þar og einnig meiri fjölbreytni,“ segir Þórir. Eftir að hafa starfað í Lögregl- unni í Keflavík í eitt og hálft ár var Þórir skipaður aðstoðaryfir- lögregluþjónn ogþví starfi gegn- di hann í 10 ár: „Eg varð síðan yfirlögregluþjónn árið 1985 og tók við af Sigtryggi Amasyni." Vinsæl spurning Að öllum líkindum er vinsælasta spumingin sem fjölmiðlamenn spyija lögreglumenn, „hvemig lýsirðu lögreglustarfmu?“ og þegar Þórir er spurður að þessu brosir hann, því eflaust hefúr hann fengið þessa spumingu margoft áður: „Lögreglustarfinu verður ekki lýst í fáum orðum. Það er svo alhliða starf að það er ekki nokkur leið að að gera á því tæmandi lýsingu. Eins og ég hef oft sagt þá helgast lögreglustarfið af því að sem lögreglumaður ertu alltaf að vinna með lifandi fólk sem allt hefúr sínar tilfinningar. Lögreglustarfið spannar alla til- ftnningaflómna og þú kynnist öllum hliðum mannlífsins, bæði dökkum og björtum,“ segir Þórir. Oft er talað um einstaklinga sem sinna erfiðum störfúm að þeir komi sér upp ákveðinni brynju til að taka ekki vandamálin of mik- ið inn á sig: „Oft á tíðum er lög- reglustarfið erfitt. Ég held að maður búi ekki til brynjuna, en maður þjálfast með tímanum og það er reynslan sem býr til ein- hveija brynju. Hjá því verður ekki komist í starfi lögreglunnar að kynnast mannlíftnu í öllum sínum myndum,” segir Þórir og bætir við: „Það sem er erfitt í dag þarf ekki endilega að vera eifitt á morgun." Reykjanesbrautin er í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík og síð- ustu áratugi hafa orðið mörg hrikaleg slys á brautinni. „Eitt það erfiðasta í starfi lögreglu- mannsins er að takast á við stór og alvarleg slys og afleiðingar þeirra;ekki síst þegar böm eiga i hlut. A slíkum stundum reynir virkilega á tilfinningamar og þá þarf maður að bíta á jaxlinn," segir Þórir. Gleðistundimar em margar í lög- reglustarfinu, þó almenningur verði ekki jafú var við þær og erfiðu stundimar: „Það er náttúr- lega alltaf gleðilegt þegar árangur í vinnunni er sýnilegur, en það verður hann reyndar ekki alltaf fýrr en löngu síðar. Það hefúr oft glatt okkur þegar við sjáum og finnum að ungu fólki sem hefttr komið til okkar eftir að hafa ein- hverra hluta vegna farið út af sporinu, tekst að snúa á rétta braut. Það er ákaflega gaman að sjá slíkt gerast, eins og það er sorglegt þegar það mistekst." Heimaeyjargosið Þegar Þórir er spurður um eftir- minnilegasta atvikið sem hann hafi upplifað sem lögreglumaður segir hann að það sé óskaplega erfitt að taka eitthvað eitt út: „Það eru svo ótalmöig atvik sem em eftirminnileg að það væri efúi í heila bók. En mér mun aldrei líða úr minni, þegar ég var sendur á fyrstu dögum Heima- eyjargossins til Vestmannaeyja. Bæði var gosið og hraunrennslið stórkostlegt sjónarspil og aldrei hefúr mér verið eins ljóst og þá hvað maðurinn má sín litils gegn náttúmöflunum: „ ég var ekkert bjartsýnn á að bærinn myndi bjargast, en það rættist nú úr því sem betur fór,“ segir Þórir og það er greinilegt að þessi atburður stendur ofarlega í huga hans. Síðan Þórir hóf störf í lögregl- unni hafa orðið miklar breytingar á lögreglustarfinu: „Starfið hefúr í gegnum árin breyst gríðarlega, bæði hafa orðið mjög miklar þjóðfélagsbreytingar og á síðustu árum hafa einnig orðið réttarfars- breytingar. Þær breytingar gerðu auknar kröfúr til lögreglumanna og breyttu vinnunni talsvert mik- ið,“ segir Þórir og bætir við að hann hafi alla tíð lagt mikla áher- slu á fagleg og vönduð vinnu- brögð í Lögreglunni í Keflavík: „Ég hef alla tíð lagt metnaó í það að byggja liðið þannig upp að vönduð og fagleg vinnubrögð væm aðalsmerki þess, það er mjög nauðsynlegt til að tryggja góðan árangur í allra þágu.“ Þórir telur einnig mjög mikilvægt að konur séu í lögreglumannsstarf- inu. Kaflaskipti urðu í sögu Lög- reglunnar í Keflavík þegar fyrsta Bílafloti Lögregiunnar í Keflavík skömmu eftir 1970. Myndin er tekin við gömlu Lögreglustöðina við Hafnargötuna í Keflavík. 16 ■H mm

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.