Víkurfréttir - 05.12.2002, Page 6
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
FRÉTTIR I ;________________SJÁVARÚTVEGUR
Tvö skip
seld frá
Grindavík
Þorbjörn Fiskanes hf. í
Grindavík hefur selt
skipin Ólaf GK og Á-
gúst Guðmundsson GK úr
landi. Hefur fyrrnefnda
skipið verið selt til Græn-
lands og það síðarnefnda til
Mexíkó. Andrés Guð-
mundsson, útgerðarstjóri
hjá Þorbirni Fiskanesi, seg-
ir í samtali við Skip.is að O-
lafur GK hafi verið seldur
til útgerðarfélags í Sisimut
sem er norðarlcga á vestur-
strönd Grænlands. Félagið
á fyrir báta sem stunda
rækjuveiðar og er fyrirhug-
að að nota Ólaf GK á
rækjuveiðunum.
Milligöngu um sölu skipsins
hafði Steingrimur Erlingsson
og er stefiit að því að báturinn
haldi frá Grindavík til Nuuk á
Grænlandi í þessari viku en
þaðan verður siglt til Sisimut.
Ágúst Guðmundsson GK
hefur verið seldur útgerðarfé-
lagi í Mexíkó sem er í eigu
Steinars Þórs Birgissonar.
Báturinn á að fara á línuveið-
ar og m.a. er fyrirhugað að
veiða sverðfisk á línu. Steinar
Þór var áður í trilluútgerð
hérlendis en hann hefur verið
búsettur í Mexíkó um nokk-
urt skeið.
Ólafur GK er tæpar 95
brúttórúmlestir að stærð og
var báturinn smíðaður í Dali-
an í Kína á síðasta ári. Ágúst
Guðmundsson GK er 186
brúttórúmlestir að stærð og
var hann smíðaður í Noregi
árið 1964. Byggt var yfír bát-
inn árið 1988.
Tekiö af vefnum Skip.is.
Jólablaðið er
ínæstu viku!
Ætlarþú að
'senda jótakveðju
íVíkurfréttum?
Stminn er
421 0000
Þeir eru ánægðir með nýja línuveiðibúnaðinn sem settur hefur verið um borð í Freyjuna.
Frá vinstri: Halldór Þórðarsson skipstjóri, Valdimar Birgisson háseti, Jón Anton Holm yfirvélstjóri og Grétar Friðleifsson kokkur.
BEITNINGAVÉLAKERFI
UM BORÐ í FREYJU GK
Línubáturinn Freyja GK
364 hefur tekið um borð
beitningarvélakerfi frá
norska Mustad sem er
stærsti framleiðandi línu-
veiðikcrfa í heiminum í dag.
Báturinn hefur farið tvær
veiðiferðir fyrir utan sérstak-
an prufutúr og hefur búnað-
urinn reynst mjög vel. Að
sögn Jóns Antons Holm yfir-
vélstjóra eru menn ánægðir
með nýja búnaðinn en hann
er sá fyrsti af þessari stærð
sem fer um borð í bát á Is-
landi: „Fyrir tveimur árum
síðan fengum við beitningar-
vélakerfi um borð sem virk-
aði ekki og því var töluverður
beygur í okkur varðandi
þennan búnað. En Mustad er
virt fyrirtæki og búnaðurinn
hefur svo sannarlega staðið
fyrir sínu,“ segir Jón Anton.
Búnaðurinn virkar þannig að
það er byrjað á því að leggja
línuna sem hefur um 11 þús-
und króka: „ Þegar því er lokið
er tekin klukkutíma bauja eins
og það er kallað en þá er tæki-
færið notað til að fá sér moig-
unmat. Eftir Baujuna hefst
drátturinn og það fer þannig
fram að línan er dregin um
borð og stokkuð upp og fiskur-
inn tekinn um borð. Þegar búið
er að draga og stokka upp á
rekka þá er farið í land, landað
og tekin beita og vistir. Þetta
kerfi bíður upp á þá möguleika
að leggja tvisvar í sama róðri
því línan er tilbúin í aðra lögn
um leið og búið er að draga.
Það eru endalausir möguleikar
í þessu því hægt að leggja hluta
línunnar aftur ef það hittist á
góðan neista í fiskiríi. Við
erum miklu lausari við en hefð-
bundnir balabátar því við get-
um siglt hvert sem er og það
eina sem við þurfum að gera er
að tryggja okkur beitu.“
Freyja landaði sl. mánudags-
kvöld, eftir annan róðurinn 4
tonnum af blönduðum afla en
þeir fóru á sjó um miðnætti
kvöldið áður: „Við fórum á
Búðagrunnið og þar fengum
við þennan fina afla, en keyrsl-
an var um níu tímar báðar leið-
ir,“ segir Jón Anton. Skipstjóri
og eigandi Freyjunnar er Hall-
dór Þórðarsson í Keflavík.
6