Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 17
49. tölublað • fimmtudagurinn 5. desember 2002 hvor öðrum. Ég hef aldrei skilið almennilega hvemig menn geta fengið sig til þess að vinna eins og hann gerði," segir Kristján og það er greinilegt að þetta tekur á hann. Á fundi kjördæmisráðsins var uppi mikil barátta á milli stuðn- ingsmanna Kristjáns og stuðn- ingsmanna kjörnefndarinnar. Kristján segir að hann hafi gert sér grein fyrir því að mjög erfítt yrði að fá tillögu kjörnefndar breytt: „Frá upphafi var okkur það ljóst að mjög erfitt yrði að hnekkja tillögu kjörnefndar og nánast ómögulegt. En við gerð- um tilraun til að brjóta upp til- lögu nefndarinnar og setja Sunn- lending á móti Vestmannaeyingi um þriðja sætið. Auðvitað hefði verið jafn eðlilegt að óska eftir fyrsta og öðm sæti, eins og fjórða sætinu. En þetta var heiðarleg til- raun af okkar hálfiu til að breyta þessu og reyna að gera það innan fundarins og það munaði ekki nema tíu atkvæðum að það tæk- ist. Aðrar atkvæðagreiðslur vom í raun óþarfar, en tillagan var lögð fram í þessum tilgangi að reyna að bijóta upp tillögu kjör- nefndar. Ef það hefði tekist með þessum hætti hefði ég fallið sjálf- krafa niður í fjórða sæti. Ef við hefðum fengið 6 atkvæði til við- bótar þá hefðum við hrundið til- lögunni og þessi árangur sýnir að mikil óánægja var með þessa til- lögu kjömefhdar," segir Kristján. Kristján segir að hann hafi ekki hugsað sér að fara út i sérftam- boð en tekur fram að ekkert sé ómögulegt eftir svona uppá- komu: „Mínir stuðningsmenn eru náttúrulega mjög óánægðir með þetta og auðvitað margar skoðanir á því hvað við ættum að gera. En það er ljóst að allt sem gert yrði þarf þá að skoða mjög gaumgæfilega. Við höfúm svos- em ekki útilokað neitt og ég hef lýst því yfir að sérffamboð yrði mjög erfítt. Það em mjög margir sem hafa minnst á sérframboð við mig en ég hef nú alltaf sagt að það sé ekki mikil framtíð í því, en við höfum ekki tekið neina afstöðu með eða á móti því og mér finnst ekki tímabært að ræða það neitt frekar.“ Þegar Kristján er spurður að því af hverju hann telji að Árni Ragnar hafi verið tekinn fram yfír hann segir Kristján að hann hafí enga skýringu á því: „Það er augljóst að hans menn inn í kjör- nefhdinni hafa augljóslega verið mun háværari í nefndinni. Eg átti mjög góða stuðningsmenn inn í kjömeffrdinni, en þegar formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ leyfir sér að vinna leynt og ljóst gegn mér í fulltrúa- ráðinu, þá hefúr það augljóslega áhrif inn í kjömeffrdina. Það er bara augljóst og það er mjög ein- kennilegt og í hæsta máta fúrðu- legt að formaðurinn hafí leyff sér að vinna svona þar sem hann hafði ekkert umboð til þess að gera upp á milli þingmanna, MÁL KRISTJÁNS PÁLSSONAR hvorki frá stjóm fúlltrúarráðsins né ffá fúlltrúaráðinu sjálfú. Þetta er mjög ámælisvert og óskiljan- legt. Ég kannast ekki við að hafa gert neitt á hlut þessara manna, nema síður sé, því ég hef reynt að greiða götu þeirra." Um árabil hefur Kristján tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins og hann telur að þetta mál eigi að útkljá innan flokksins í þeim stofnunum sem um slík mál fjalla. Kristján segir einnig að hann geri ráð fyrir því að stofnanir innan flokksins í Reykjanesbæ, eins og fulltrúa- ráðið muni fjalla um óeðlileg störf formanns fulltrúaráðsins: „Það má segja að þessi vinnu- brögð sem ég var að lýsa fyrir þér áðan þar sem að kjömeffrdar- mennimir kjósa um sjálfan sig á uppstillingarlista séu siðlaus. Það þarf að taka á því máli og það þurfa forystumenn flokksins að gera. Þessir aðilar sem sitja í kjörnefndinni og létu kjósa um sjálfa sig hafa bmgðist trausti og misnotað aðstöðu sina. Formaður fúlltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þarf einnig að stan- da fyrir sínu máli. Mál eins og þessi eiga að ræðast innan flokksins og ég er að athuga það að senda formlegt erindi til mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna þessara mála.“ Kristján telur að þessi uppákoma hafi skaðað flokkinn og hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að ná góóri kosningu næsta vor til að halda sinum hlut í kjör- dæminu: „Það em náttúrulega 5 mánuðir til kosninga og það get- ur margt gerst á þessum tíma. Það eru margir óánægðir með þessa útkomu á fúndi kjördæmis- ráðsins og það er bara spuming hvort þetta jafni sig fyrir kosn- ingar. Ég tel ósköp litla mögu- leika á því að þessari niðurstöðu verði breytt." Ljóst er að Kristján Pálsson kem- ur ekki til með að sitja á Alþingi Islendinga næsta kjörtímabil, allavega ekki fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann er bjartsýnn þeg- ar hann lítur til ffamtiðarinnar og segir að þó hann muni ekki sitja á alþingi næsta kjörtímabil, þá séu mörg spennandi tækifæri framundan: „Ég hef nú ekki ákveðið hvað ég fer að gera en tækifærin em mýmörg í lífinu og það er bara spuming um að fínna þau og grípa. Ég er við góða heilsu, á góða konu og góða fjöl- skyldu og einstakan hóp af góð- um vinum á Suðurnesjum sem hafa stutt mig einarðlega í þess- ari baráttu minni fyrir þingsæt- inu. Borgarafundurinn í Stapa þar sem yfir 300 manns mættu líður mér aldrei úr minni og ég þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk þar. Það var einstakt og ég minnist þess ekki að slíkur fúnd- ur hafí verið haldinn hér á Suð- umesjumsegir Kristján að lok- um. Árni Ragnar studdi Kristján Ámi Ragnar Ámason sem hlaut fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi sagði í samtali við Vikurfféttir að síðustu sólarhringana fyrir fund kjördæmisráðsins hafí hann unnið hart að því að koma Kristjáni inni á listann: „Ég reyndi það á síðustu sólarhringunum að hafa þau áhrif að Kristjáni yrði boðið sæti á listanum. Það tókst hins vegar ekki, því miður. Ég sé eftir Kiist- jáni sem samstarfsmanni. Við höfúm að visu ekkert verið góðir samstarfs- menn. En Kristján er harðduglegur maður sem vinnur sín verk. Mér finnst miður að horfa á eftir félaga minum sem fær ekki sínar væntingar uppfylltar í þessu efni og óska honum velfarnaðar við þessa breytingu," sagði Ámi Ragnar í samtali við Víkurfféttir. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar, ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta lagi klukkan 12 föstudaginn 13. desember nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis. 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.