Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 05.12.2002, Síða 18

Víkurfréttir - 05.12.2002, Síða 18
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR______________MINJAR FRÁ TÍMUM VÍKINGA í HÖFNUM? MATRAÐUR OSKAST ATVINNA Leikskólinn Gefnarborg í Garði óskar eftir matráð. Vinnutími er kl: 10:30 - 14:30 og er ráðið í stöðuna frá og með 1. janúar 2003. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2002. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri og rekstraraðili í síma 422 7166. Fornminjar fundnar í Kirkjuvogi í Höfnum Fundnar eru minjar sem taldar eru vera frá land- námsöld, skammt frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, að öllum líkindum skáli og útihús segir í Morgunblað- inu. Forstöðumaður Byggða- safns Reykjanesbæjar telur ekki fráieitt að fundinn sé bústaður Herjólfs Bárðar- sonar. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur stjórnar skráningu fornminja í Reykjanesbæ. Þegar farið var að skoða loftmyndir af Höfn- um taldi hann sig strax sjá móta fyrir iandnámsskála. Grafin var hola ofan í miðjan skálann og þar fengust vís- bendingar um að kcnning Bjarna væri rétt þótt frekari rannsóknir eigi eftir að fara fram. Komið var niður á heil- legt góif frá landnámsöld og hieðsiu sem talið er að geti verið úr langeldinum. Þama fannst brot úr brýni og af jámhring, viðarkol og soðstein- ar. Bjami telur allar líkur á að þama hafi verið skáli og útihús á landnámsöld. Hann sér móta fyrir 5 öðrum tóttum á svæðinu og garði. Jón Borgarsson, sem lengi hefur búið skammt frá þessum stað, sagði að nú áttuðu menn sig á því hvað þeir hefðu verið vitlausir að vera ekki búnir að sjá þetta út fyrir löngu. Allt Reykjanesið tilheyrir land- námi Ingólfs Amarsonar. Sig- rún Asta Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafns Reykja- nesbæjar, rifjar það upp að Ingólfúr hafi gefið vini sínum og fóstbróður, Heijólfi Bárðar- syni, landið milli Vogs og Reykjaness. Hann hafi búið í Vogi sem menn hafi til þessa helst talið að væri gamli Kirkjuvogur, sem er norðan Ósabotna. Fornleifafundurinn geti bent til þess að Hetjólfúr hafi byggt bæ sinn þar sem nú em Hafnir en hann verið fluttur yfir Ósbotna 100 ámm síðar. Fyrir liggi að bærinn hafi á 16. öld verið fluttur til baka en Kirkjuvogsbærinn stóð eftir það skammt frá kirkjunni og þá um leið gömlu tóttunum. Sigrún Asta segir að þetta sé mikilvægur fornleifafundur. Mikilvægt sé að hefja viða- mikla rannsókn á staðnum og víðar því Reykjanesið hafi lítið verið rannsakað. Tóttimar em inni í miðju byggðahverfinu í Höfnum og þær gætu nýst við uppbyggingu menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Skólaakstur Aðila vantar til að annast skólaakstur nemenda í Grunnskólanum í Sandgerði frá og með næstu áramótum. Upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri í síma 423 7439. Skólaráð. 15 SANDGERÐISBÆR 18

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.