Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 05.12.2002, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 05.12.2002, Qupperneq 19
49. tölublað • fimmtudagurinn 5. desember 2002 NÝJUSTU FRÉTTIRNAR ERU Á VF.IS Ljósahús Reykjanesbæjar 2002 fbúar Reykjanesbæjar eru minntir á hina árlegu samkeppni um Ljósahúsið. Menningar- íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar stendur ásamt Hitaveitu Suðurnesja fyrir sam- keppni um „UÓSAHÚS" Reykjanesbæjar árið 2002. Hægt er að koma tilnefningum til dómnefndar inn á heimasíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is eða hringja þær inn í síma 421-6700. Þriðjudagurinn 17. desember er síðasti dagur sem tekið er við tilnefningum. Úrslit verða kynnt föstudaginn 20. des. kl. 17.00 í Duushúsum. Vegleg verðlaun eru í boði. HS er ekki tími kominn til að tengja? Varmaskiptinn Eg hef lengi velt því fyrir mér hvað stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja ætla sér mörg ár í að stíga það skref aö breyta yfir í varmaskipti í stað hefð- bundinnar grindar sem notast hefur verið við frá upphafi. AII- ir sem til þekkja vita að vatn frá HS veldur ótímabærri tæringu í járnlögn- um, sínu verst hefur þetta kom- ið fram í tæringu á ofnum. Mikium fjármunum hefur ver- iö varið í að rannsaka vatnið en engin viðunandi lausn fundist til að stöðva tæringuna. Nú er svo komið að deilum um galia í ofnum og leiðslum er að mestu lokið. Vandinn er vatnið. Flestir sem iáta sig þessi mál varða vita að miklu má bjarga með því að notast við lokað kerfí sem auðvelt er að koma upp með varmaskipti fyrir húsahitun. Löngu er orðið tímabært fyrir byggingaryfirvöld á Suðumesj- um að gera sérstakar kröfúr um neysluvatsnlagnir. Algengasta efnið sem notað er í neysluvatns- lagnir á þessu svæði eru „gal- venseraðar jámpípur“ sem komið hafa verst út samkv. rannsóknum á þessu svæði. Þvi ekki að banna að nota slíkt efni í neysluvatns- lagnir? Samkv. sömu rannsókn endist eir mikið betur. Þá er sennilegt að nýlegri efhi s.s. ryð- fh'tt stál og plastlagnir hafi góða endingu. Dærni em um að sveit- arfélög geri sérstakar kröfur í þessu efni. Fjöldi íbúðareiganda er þegar búinn að skipta út gömlu grindinni og fjárfesta í varmaskipti og lætur vei af. j all- mörg ár hafa húsbyggendur sett þennan búnað upp strax. Er ekki löngu tímabært fyrir HS að sinna þessu? Sem dæmi þá skipti ég út gömlu hitaveitugrindinni fyrir 10 ámm effir að 5 ofnar höfðu farið að leka á 14 mánuðum. Ofnamir vom aðeins 7-8 ára gamlir þegar þeir byrjuðu að leka þó svo ég hefði vandað til valsins þegar ég keypti þá. Síðan hefur engin ofn farið að leka hjá mér. Flestir ofn- amir ollu nokkm tjóni þegar þeir fóm að leka og nýja ofna þurfti ég að kaupa fyrir 150.000 kr. En varmaskiptinn kostaði upp kom- inn 130.000 kr. Nú spyr ég af hveiju er þetta skref ekki stigið til fulls af hálfu HS og tengdir varmaskiptar inn í ný hús? Og meira en það, húseigendum sem eru með gömlu grindina boðið að skipta yfir í varmaskipti. Þessu fylgir vitaskuld nokkur kostnaður en hann mun lækka ef HS er með heildarlausn á þessu. HS að ég best veit starfar undir altækri gæðastjómun og stendur vel fyrir því ef þetta er undanskil- ið. Það má hugsa sér að HS bjóði húseigendum varmaskipti sem greiddur er upp á t.d. 3 árum. fnnheimta fari fram með inn- heimtukerfi HS. Ymsar leiðir koma til greina með fram- kvæmdina en eðlilegast er að bjóða þetta út en HS hafi umsjón með verkinu. Tryggingaféiög myndu eflaust hjálpa til með fjár- mögnun? En samkvæmt fyrir- liggjandi tölum em tjón af völd- um vatnsleka hæstar á Suður- nesjum, skiptir tugum milljóna og er þá ótalinn allur sá kostnað- ur sem fellur á þá sem eru ótryggðir. Helstu kostimir við að koma þessu skipulega í verk em ótvíræðir, komið í veg fýrir mik- in kostnað sem hlýst af vatns- skemmdum, margfalt betri end- ingu á ofhum og leiðslum. Lækk- un á tryggingariðgjöldum ofl. Ókostir eru helstir að nokkur kostnaður hlýst af þessu. Þá dregur nokkuð úr parketsölu og ofnaframleiðslu. Eg skora hér með á stjóm HS að skoða þetta mál vel og koma því í fram- kvæmd. Sturlaugur Olafsson. 30% hækkun á sorphirðugjöldum Sorphirðugjald heimila í Reykjanesbæ hafa hækkað um 30%, en á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar var hækk- unin ákveðin þann 28. nóvember sl. í samtali við Víkur- fréttir sagði Hjörtur Zakaríasson bæjarritari að sorphirðu- gjald í Reykjanesbæ hefðu verið lægri en í nágrannasveitarfé- lögum og að t.d. í Reykjavík væri gjaldið í kringum 5.700 krónur og þessi hækkun væri því tilkomin að hluta til vegna þess. í haust tók Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í notkun nýjar sorptunnur og ástæða þess að Sorpeyðingarstöðin fer út í þess- ar breytingar eru af þrennum toga. í fyrsta lagi er notkun á tunnum umhverfisvænni lausn þ.e. að ekki þarf að brenna plastpokunum, minni slysahætta við sorphirðuna og í þriðja lagi sparnaður en kostnaður Sorpeyðingarstöðvar við kaup á pokum nam á síðasta ári um 6.8 milljónum króna. Atvinnurekendur á Suðurnesjum! Hafið þið kynnt ykkur alla þá kosti sem bjóðast í sorphirðu? Suðurvirki er öflugt þjónustufyritæki í sorp- hirðu og umhverfishreinsun. Við bjóðum einfaldar og hagkvæmar lausnir í sorpmálum stærri og smærri fyrirtækja og fjöl- breytt úrvai af ílátum á hagstæðu verði. Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. €5 SUÐURVIRKIEHF. GflMflWÓNUSTfl SUÐURNESJA Fitjabakka 6 • 260 Njarðvík • Sími 421 1035 Neffang sudurvirki@gamar.is 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.