Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 20
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Aðventutónleikar í Garði og Sandgerði Aðventutónleikar verða annan sunnudag í að- ventu 8. desember í safnaðarheimilinu í Sand- gerði kl. 17 og Útskála- kirkju í Garði kl. 20:30. Fram koma kirkjukórar Hvalsness- og Útskálakirkju, barnakór Hvalsneskirkju og nemendur úr tónlistarskólun- um í Sandgerði og Garði. Ina Dóra Hjálmarsdóttir og Vilborg Eckhard syngja tví- söng Eyþór Kolbeins leikur á bassa og Þorvaldur Halldórs- son á trommur. Einnig munu karlaraddir úr kirkjukómum syngja nokkur lög. Sungnir verða jóla- og aðventusálmar lesið úr ritn- ingunni og fermingarbörn lesa guðspjall. i almennum söng verða sungnir sálmarnir „Við kveikjum einu kerti á“ og „Guðs kristni í heimi“. Stjómandi og undirleikari er Steinar Guðmundsson org- anisti. * * * >j< Mikið úrval komið af handunnum >1< íslenskum Baby born fötum t.d. >|< >(< lopapeysur og fl. >(< >|< >(< OPIÐ >|< Gjafavara og garn Risastórt og vandað jólablað Víkurfrétta ínæstu viku! EPPUR GERÐAHREPPUR Ibúð til leigu Húsnæðisnefnd Gerðahrepps auglýsir til leigu íbúð að Silfurtúni 12 í Garði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps. Umsóknafrestur er til 16. desember nk. Athugið. Þeir sem sótt hafa um áður þurfa að endurnýja umsóknir sínar. Sveitarstjóri. -LJL l..ll ■ ■ I 1 ■ Sveitarstjómpyngjan Hvenær hefur maöur há laun og hvenær hefur maður ekki há laun? Hvenær vinn- ur maður fyrir kaupinu sínu og hvenær ekki ? Launa- mál sveitar- stjóra í Vatns- leysustrandar- hreppi hafa verið í brennidepli undanfar- ið. Hreppsnefndarfulltrúi í minnihluta hefur farið geyst í bókunum um málið á hreppsnefndarfundum og nú síðast hér í biaðinu. Dæmið er sett þannig upp að nú verði hvert mannsbarn í hreppnum að safna mánaðar- lega í pyngju sveitarstjóra. Fyrst var upphæðin eittþúsunda krónur á mánuði á mann. Síðan fór fulltrúinn að reikna aftur og ákvað þá að lækka þessa upp- hæð svolítið og hafði það þá tæpar þúsund krónur á mánuði. Ekki þarf að ganga í hús mán- aðarlega og safna í pyngjuna heldur berast launin til sveitar- stjóra með öðmm og nýtísku- legri hætti í gegnum bankakerf- ið ! En hvað gerir svo sveitar- stjórinn fyrir öll þessi laun? Hér koma nokkrar staðreyndir í málinu. Laun sveitarstjóra Laun sveitarstjóra I Vatnsleysu- strandarhreppi eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið það, ekki heldur gagnvart minnihluta hreppsnefndar. Launin eru greidd af skatttekj- um íbúanna og þeir eiga rétt á því að vita í hvað skattarnir fara . Sveitarstjóri hefur kr. 614 þúsund í mánaðarlaun. Þetta em jú ágæt laun, ekki skal því mótmælt. En hvað fá íbúar hreppsins I staðinn? Skoðum málið aðeins betur. Sveitarstjóri gegnir einnig stöðu félagsmála- stjóra. Gott og vel. Laun félags- málastjóra eru algeng í dag I kringum kr. 350 þúsund á mán- uði. Setjum sem svo að við myndum ákveða að ráða fé- lagsráðgjafa / sálfræðing til starfa, til að gegna stöðu fé- lagsmálastjóra. Hálft stöðugildi myndi væntanlega duga okkur til að byrja með þ.e.a.s. 50% starfshlutfall. Það gera laun upp á kr. 175 þúsund á mánuði. Ef við síðan drögum þá upp- hæð ftá launum sveitarstjóra þá erum við komin í kr. 439 þús- und. Sem sagt, ef við færum þessa leið, að ráða félagsmála- stjóra, myndu laun sveitarstjóra lækka í kr. 439 þúsund. Það er einmitt sú upphæð sem fulltrú- inn í minnihlutanum var tilbú- inn að greiða þegar ráðningar- samningurinn var ræddur í hreppsnefnd. Nefndi töluna 400-450 þúsund. Það sem mestu skiptir I þessu öllu sam- an er að raungildi, launakostn- aðar er hið sama. A mannamáli þýðir þetta að við myndum ekki spara neitt með því að ráða nýjan félagsmálastjóra, nema síður sé. Hvemig sem á þessar tölur er litið þá er ljóst að laun sveitar- stjóra em fyllilega I samræmi við það sem gengur og gerist í þeim efnum. Miðað við þá auknu starfsskyldu, sem hér hefur verið tilgreind, em launin lægri ef eitthvað er. Að vinna fyrir kaupinu En tölum næst svolítið um það hvort að sveitarstjórinn hafi unnið fyrir kaupinu sínu. Sveitarstjóri átti hugmyndina að markaðssetningunni; „Vogar færast í vöxt“ og framkvæmdi hana. Lagði hún gríðarlega mikla vinnu í átakið og fékk góðan stuðning frá fýrrverandi oddvita og hreppsnefttd. Mark- aðssetningin vakti verðskuld- aða athygli og hefur m.a. unnið til verðlauna. Þetta átak hefur fært íbúum sveitarfélagsins eina mestu kjarabót sem um getur á síðari ámm. Frá því að átakið hófst fýrir 3 ámm hefur fasteignaverð í hreppnum hækkað um hvorki meira né minna en 50 % að meðaltali. Tökum dæmi; húseign í Vog- unum sem metin var á 9,2 milljónir fýrir 3 ámm var seld á árinu fyrir 14,8 milljónir. Á tímabilinu var ekkert lagt 1 end- urbætur. Þetta er hækkun um 5,6 millj- ónir á 3 árum ! íbúum í hreppnum hefúr fjölg- að um 18% frá árinu 1999. Miðað við framkvæmdir í sveitarfélaginu í dag er ekki ó- varlegt að áætla að 100 nýir í- búar bætist við á næstu 12-18 mánuðum. Hvetju hefur þetta svo skilað okkur í hreppskass- ann? Frá árinu 1999 hafa tekjur sveitarfélagsins hækkað um rúm 60%, geri aðrir betur. Hér hefur ekkert álver bjargað mönnum. Tekjuhækkun sveit- arfélagsins milli ára hefur verið 14-19%. Þess má geta að Þjóð- hagsstofhun áætlar yfirleitt um 6% hækkun milli ára á tekjum sveitarfélaga, miðað við lands- meðaltal í §ölgun íbúa. Sveit- arfélagið er því langt þar fýrir ofan. Það er nú svo að aldrei er hægt að gera öllum til hæfis og þannig mun það alltaf vera. Það eru alltaf til einstaklingar sem eru neikvæðir út í allt og alla. Svo geta menn að sjálf- sögðu haft misjafnar skoðanir. Það er hluti af lifinu. Það sem mestu skiptir hins vegar 1 öllu samstarfi er að vera málefna- legur. Eg er þeirrar skoðunar, effir að hafa unnið með sveitarstjóra frá því í júní á þessu ári og nú síðast við fjárhagsáætlunaigerð að hún er vel að launum sínum komin. Þar fer ábyrgur og sam- viskusamur gæslumaður hreppskassans. Fyrri hrepps- nefhd samdi um þau launakjör er sveitarstjóri hefur í dag. Nú- verandi meirihluti hefur verið gagnrýndur af minnihluta fýrir að hafa samþykkt nýjan ráðn- ingarsamning óbreyttan. Ör- stutt að lokum um það mál. Það lækkar enginn laun við starfsmann sinn sem á 12 ára farsælt starf að baki og vex að verðleikum með hveiju árinu. Spyrja má sig að því hvort að launaumræðan hefði verið með öðrum hætti ef karlmaður hefði setið í sveitarstjórastólnum. Hefði þá yfír höfuð verið ein- hver umræða? Góður starfs- maður, í ábyrgðarmiklu starfi, verður seint metinn til fjár. Góðar óskir til allra hreppsbúa nú á aðventunni, með von um að þeir séu einhverju nær í launamálinu fræga. Birgir Þórarinsson, varaoddviti 20 MATSWIBELUND

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.