Víkurfréttir - 05.12.2002, Síða 22
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vt.is
iilHBi
FRETTIR
FRÉTTIR • MANNLÍF
AÐ ALAST
„Bloggað" á Suðurnesjum
UPP AFTUR
ANNA.Vl OKKOR. SjA.Lt
ANNASl' HORNtN OKKAfc
Vigiit* (‘ioiiboHtdiitlir ilur fncmiU
l.. i. 1.1-;»» • ‘l ••li- 6 i',-i..i(. ii «• i,
ÓB Ráðgjöf
gefur út handbók
OB Ráðgjöf hefur gefið
út handbókina „Að
alast upp aftur: Ann-
ast okkur sjálf, annast
börnin okkar“. Bókin er
eftir Jean Illsley Clarke og
Connie Dawson í þýðingu
Helgu Ágústsdóttur. Yfir-
farið af Sigurði A. Magnús-
syni. Ólafur Grétar Gunn-
arsson fjölskyldu-og stjórn-
unarráðgjafi og Bjarni Þór-
arinsson fjölskyldu-og
vímuefnaráðgjafi hjá ÓB
Ráðgjöf hafa haldið nám-
skeið og unnið við ráðgjöf
með foreidra undanfarin ár
og segja bókina sem er frá
Hazelden Foundation vera
þá bestu um uppeldi og
sjáifsstyrkingu sem þeir
hafa kynnst.
Bókin er lofúð af sérfræðing-
um og almenningi hér á landi
og þar sem hún hefiir komið
út. Stefán Karl Stefánsson
leikari og stofnandi Regn-
bogabarna segir i umsögn
sinni „Ef þér þykir vænt um
böm lestu þá þessa bók“.
í bókinni eru kynntar aðferðir
sem hafa hjálpað þúsundum
foreldra til að sinna foreldra-
hlutverkinu. Lögð er áhersla
á að lesandinn skilji sjálfan
sig betur og mikilvægi þess
að hann annist sjálfan sig til
þess að vera betur í stakk bú-
inn að sinna þörfum barna
sinna.
Að alast upp aftur veitir upp-
lýsingar um formgerð og
næringu sem skiptir svo
miklu máli fyrir heilbrigði
bama og þroska og einnig er
nauðsynlegt fyrir hina full-
orðnu.
Höfundar bókarinnar miðla
upplýsingum, sem allir
uppalendur ættu að hafa, um
aldur og þroskastig bama. Þá
er fjallað um þarfir samsettra
fjölskyldna og ættleiddra
bama. I bókinni er einnig tek-
ið á samskiptum para á með-
göngunni, en einnig þegar
kemur að okkar síðustu ævi-
dögum og þeim vaxandi
vanda sem stafar af ofdekmn
bama.
Asíðustu mánuðum hefur svokallað
„blogg“ vakið mikla athygli, en „blogg“
er sérstakt tjáningarform þar sem ein-
staklingur opnar líf sitt á veraldarvefnum
með skrifum um daglegt líf og hugsanir.
Margir hafa velt því fyrir sér hvaðan orðið
,?blogg“ er komið. Á vefnum annall.is lýsir
Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur hvað
felist í orðinu „bIogg“ en tveir erlendir annál-
aritarar, þeir David Salo og AKMA hafa sett
santan orðaiista á latnesku og grísku.
„Latneska sögnin yfir það að rita annál er „-
bloggo“. Af henni em leidd orðin „bloggator",
sem er annálaritari. „Bloggatio" sem merkir ann-
álaritun eða það sem er ritað í annál. „Bloggand-
um“ er eitthvað sem ætti að rita um í annál og
„bloggabilis" er eitthvað sem er mögulegt að rit-
að verði um í annál.
„Bloggaturi te salutamus" er latneskt slagorð.
Það merkir: „Við sem emm í þann veginn að rita
í annál heilsum ykkur“ og minnir á hróp skylrn-
ingaþræla áður en þeir gengu í hringinn: „Við
sem emm í þann mund að deyja ...“.
Á Suðumesjum em „bloggarar" eins og annars
staðar á landinu en vinsældir þessarar tegundar
af annálaritun hefúr vaxið gríðarlega á síðustu
mánuðum. Víkurfréttir köfuðu í undirdjúp ver-
aldarvefsins og fúndu nokkrar vefsíður þar sem
annálaritarar af Suðumesjum opna líf sitt, þ.e. „-
blogga" á hveijum degi eða því sem næst.
http ://irisosk.blogspot.com/
http://www.gunz.blogspot.com/
http://steranovitz.blogspot.com/
http://www.blomalfur.blogspot.com/
http://www.hjallijons.blogspot.com/
http://hawkenskulls.bIogspot.com/
http://www.bjaddni.blogspot.com/
http://skemmtanastjori.blogspot.com/
Fjórir rithöfundar kynna
verk sín á Bókakonfekti
Laugardaginn 7. des. kl.
16.00 verður hið árlega
Bókakonfekt haldið á
Bókasafni Reykjanesbæjar.
Nokkrir rithöfundar koma í
safnið og iesa upp úr og
kynna nýjustu verk sín. Þeir
höfundar sem munu heiðra
okkur með nærveru sinni að
þessu sinni eru Guðjón Frið-
riksson, Sigurbjörg Þrastar-
dóttir, Koibrún Bergþórs-
dóttir og Þórarinn Eldjárn.
Við þetta tækifæri mun Dagný
Þ. Jónsdóttir sópransönkona
einnig koma fram. Bókabúð
Keflavíkur verður með sölubás
á staðnum og getur fólk keypt
bækur þessara höfunda og
fengið þær áritaðar. Auk Bóka-
safnsins og Bókabúðarinnar
standa menningarfulltrúi og
Miðstöð símenntunar að uppá-
komunni.
Allir eru velkomnir svo lengi
sem húsrúm leyfir og boðið er
uppá kaffi og konfekt.
Lægri leikskólagjöld í Reykjanesbæ
Nú standa yfir gjald-
skrárbreytingar hjá
sveitarfélögum fyrir
árið 2003. Gjaldskrár leik-
skóla fyrir næsta ár hafa ver-
ið ákveðnar í Reykjanesbæ
og í Reykjavík. Foreldrar í
Reykjanesbæ munu greiða
kr. 22.700 fyrir 8 tíma vistun
með mat og hressingu en
samkvæmt nýrri gjaldskrá í
Reykjavík greiða foreldrar
þar kr. 27.000 fyrir sambæri-
lega þjónustu.
Foreldrar í Reykjavík greiða
rúmar kr. 45.000 á mánuði fyrir
tvö böm í leikskóla en foreldar
í Reykjanesbæ greiða tæpar 40
þúsund krónur. Foreldrar i
Reykjanesbæ og í Reykjavík
greiða svipaða upphæð fyrir
þijú böm í leikskóla.
Fánaborg fauk
við Hringbraut
Mikið gekk á í veðrinu
á Suðurnesjum að-
fararnótt þriðju-
dags. Ólag var í höfninni í
Kcflavík og björgunarsveit
kölluð út vegna þess. Þá
virðist sem ýmislegt smálegt
hafi farið af stað í veðrinu.
Blaðamaður Vikurfrétta ók
fram á brotin sólhúsgögn á
leið til vinnu sinnar og þá
fauk fánaborg við verslun-
ina Miðbæ í Kcflavík um
koll í veðurhamnum.
Bifreið ekið
á Ijósastaur
Nokkuð liarður árekst-
ur varö á Reykjanes-
braut, ofan Njarðvík-
ur þegar bifreið var ekiö á
Ijósastaur. Bifreiðin er mjiig
mikiö skemmd og voru lög-
reglu- og sjúkrabílar sendir
á vettvang. Ökumaður bif-
reiðarinnar var fluttir til
skoðunar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja og voru
mciðsl iians minniháttar.
Stöðvaður
með um eitt
og hálft
gramm af
amfetamíni
■ ■
Okumaður var stiiövaö-
ur af lögreglunni i
Ketlavík grunaður um
llkniefnamisferli samkvæmt
fréttasíma lögreglunnar. Við
nánari skoðun kom i Ijós að
maðurinn hafði á sér um I
1/2 gramm af amfctamíni
og var hann fluttur á í
gæsluvarðhald en látinn
íaus að lokinni yfirheyrslu.
Þá var bílvelta á I iafnarvegi
þegar ökumaður missti stjórn
á bíl sínum og ók á staur.
Ökumaður bílsins slapp ó-
meiddur en bifreiðin var l'rek-
ar skemmd.
Tónleikar
Tónleikar í Frumleikhús-
inu verða nk. laugardag 7.
des. kl. 21. Þá koma fram
feðginin Guðmundur
Hreinsson og Jana María
Guðmundsdóttir. Þau flvtja
frumsamin lög Guðmund-
ar sem hann hefur samið í
gegnum tíðina. Miðapant-
anir í síma 893-5559 og við
innganginn.
22