Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 VETTVANGUR Alþingi lauk starfsvetrinum áfimmtudaginn. Hamagang-ur framan af vetri, almennt málþóf og hálfgert upplausnar- ástand í nokkra daga í vor skýrir trúlega nokkuð minni „framleiðni“. Alls voru 79 lagafrumvörp sam- þykkt sem lög, nokkuð færri en undanfarin ár. Hin frumvörpin sem ekki náðu fram að ganga, alls 145, detta niður dauð nema þau verði af- greidd í lok þings í september. Þessi tölfræði gæti orðið ein- hverjum rekstrarmanninum áhyggjuefni. Væri alþingi fyrirtæki væri kannski gefin út afkomu- viðvörun. En alþingi er ekki fyr- irtæki. Löggjöf hefur ætíð áhrif á borgarana á einhvern hátt og það má ekki vera markmið í sjálfu sér að sem flest lög séu sett. Lög eiga að fela í sér einhverja réttarbót, á almennan mælikvarða, og þau þurfa að þjóna tilgangi sínum, virka í raun. Frelsið hefur ekki endilega lík- urnar með sér þegar ný lög eru sett á alþingi. Þess vegna er ástæða til að halda því til haga þegar svo vel tekst til í störfum okkar þingmanna að svigrúm einstaklinga og fyr- irtækja sé aukið. Um það voru nokkur dæmi á þinginu í vetur, til dæmis eftirfarandi mál. Tryggingagjald var lækkað um tæpa tíund. Tryggingagjaldið er tengt launagreiðslum fyrirtækja og hefur því veruleg áhrif á möguleika fyrirtækja til að ráða nýja starfs- menn og greiða þeim góð laun. Þrepum í tekjuskatti einstaklinga mun fækka um næstu áramót þegar milliþrepið fellur niður. Um áramót- in var svo samþykkt að hjón geti að fullu nýtt rétt hvort annars til skatt- lagningar í neðra þrepi enda er það almenn regla að hjón séu samskött- uð. Þessi regla var ítrekuð með at- kvæðagreiðslu í síðustu viku. Hefði þessi breyting ekki verið gerð hefðu heimili með sömu tekjur getað greitt mjög misháan tekjuskatt svo skeikað hefði allt að 780 þúsund krónum á ári. Þetta hefði bitnað sérstaklega á hjónum eða sambýlis- fólki þar sem annar aðilinn getur ekki sótt vinnu af einhverjum ástæðum, til að mynda vegna veik- inda í fjölskyldunni eða náms. Tollar voru afnumdir af öðru en landbúnaðarvörum. Tollar af fatnaði og skóm um áramótin og tollar af öðrum vörum næstu áramót. Auk samsköttunarreglunnar er þetta sú lagabreyting sem mér þykir vænst um á þessum vetri. Millidómstig var einnig lögbundið um daginn. Þar með er tryggð milli- liðalaus sönnunarfærsla á tveimur dómstigum. Mikil grundvallar- mannréttindi. Auk afgreiðslu lagafrumvarpa er fjölda fyrirspurna þingmanna svar- að. Með fyrirspurnum er jarðveg- urinn oft plægður fyrir lagabreyt- ingar. Ég var ánægð að sjá að í nýjum búvörusamningi er ekki lengur gert ráð fyrir niðurgreiðslu til framræslu lands. Ég hafði ein- mitt lagt fram fyrirspurnir þar að lútandi á þessum þingvetri. Nokkur góð mál ’Tollar voru afnumdir af öðru en landbúnaðarvör-um. Tollar af fatnaði og skóm um áramótin og tollaraf öðrum vörum næstu áramót. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@althingi.is Morgunblaðið/Golli Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í borginni, skrifaði um einn vinsælasta barnaþáttinn á RÚV: „Hvenær fá fjölmiðlamenn söngvara titillags Hvolpasveitar í viðtal? Hann er al- ræmdur hjá öllum foreldrum ungra barna en enginn veit hver hann er.“ Var hún upp- lýst um það að það væri Unn- steinn Manúel Stefánsson sem syngi titillagið en flestir foreldrar og vinir borgarfulltrúans á Facebo- ok kunnu hennar litlar þakkir fyrir að rifja lagið upp þar sem flestir voru þá með það á heilanum út daginn og sungu „taska, taska“. Gleðin var ekki mikil á Twitter eftir vináttulandsleik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Noreg. Stefán Máni Sigþórs- son rithöfundur var einn þeirra sem tístu meðan á leiknum stóð: „Ég skil, þykjast vera geðveikt lé- legir svo að Portúgal vanmeti okkur. Skal engum segja. Uss.“ Stuttu síðar bætti hann við: „Vin- áttulandsleikur og allt það. En halló. Er þetta Þróttur? Með fullri virðingu, og allt það.“ Og í lokin: „Jæja. Eigum við ekki bara að vera bókmenntaþjóð?“ Og annar rit- höfundur, Njörð- ur P. Njarðvík, greindi frá hátíð- legum tímamótum í því starfi sem hann hefur unnið fyrir vegalaus börn í Tógó en hann og eiginkona hans, Bera Þórisdóttir, eru meðal stofnenda samtakanna SPES barna- hjálp. „Nú eru merk tímamót í starfi SPES barnahjálpar í Tógó. Elsta stúlkan MARTHA er farin af heim- ilinu í Kpalime 18 ára gömul. Hún hefur lokið prófi í matreiðslu frá hótelskóla og er komin til Lomé. SPES Tógó mun styrkja hana til að koma sér fyrir og hjálpa henni að finna vinnu. RICHARD er að ljúka stúdents- prófi. Hann fer í haust í háskólann í Lomé að læra lögfræði.Hann fær að búa hjá Tchini-hjónunum. Svona líður tíminn – og við skil- um fyrstu börnunum okkar út í líf hinna fullorðnu.“ Una Sig- hvatsdóttir fréttakona er á ferðalagi um Íran og lýsir á Face- book því sem þar ber fyrir augu, m.a. líkamsræktaræfingum heima- manna. „Það reyndist hin besta kvöldskemmtan að líta við í sk. „zurkaneh“, hefðbundinni líkams- ræktarstöð, þar sem íþróttir tvinnast saman við súfisma og ætt- jarðarást. „Þjálfarinn“ ber tromm- ur af mikilli list og kyrjar epísk ljóð úr ríkulegri bókmenntahefð Írana, svo úr varð ótrúlega seið- andi og flottur tónlistarflutningur. Iðkendur fetta sig á meðan og lyfta trélóðum taktfast með tón- listinni og skiptast þess á milli að fara í hringinn miðjan og hoppa í hringi á öðrum fæti á miklum hraða. Konur mega ekki taka þátt í þessum æfingum en þeim er vel- komið að fylgjast með, hijab- klæddar, sem ég hlýddi að sjálf- sögðu.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.