Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
Þrjár heimildarmyndir semKristín Ólafsdóttir framleiðirverða frumsýndar á þessu ári.
Hún leikstýrir líka einni þeirra en
nokkur ár eru frá síðustu mynd
hennar. Kristín segist hafa verið
önnum kafin í verkefninu móðir en
nú sé kominn tími til að detta í gírinn
aftur.
„Ég hef verið að vinna að öðru
verkefni – að búa til börn sem eru
orðin þrjú núna og það hefur átt hug
minn og hjarta. Núna er yngsta
barnið mitt orðið fimm ára svo að
það er að verða til meiri tími,“ segir
Kristín sem hefur búið í Bretlandi
síðastliðin 18 ár ásamt Björgólfi
Thor Björgólfssyni, eiginmanni sín-
um. Hún hafði þó ástæðu til að koma
heim í vikunni þegar ein myndanna,
Jökullinn logar, var frumsýnd. Sölvi
Tryggvason og Sævar Guðmundsson
leikstýra myndinni sem fjallar um ís-
lenska karlalands-
liðið í knattspyrnu
sem er á leið á sitt
fyrsta stórmót – EM
í knattspyrnu í
Frakklandi.
„Maður veit aldrei
hvernig hlutirnir
þróast, það að þessar
myndir séu allar
frumsýndar núna á
sama hálfa árinu er
tilviljun því ég hef ekki unnið að
þeim samtímis. Dreifingaraðilarnir
ákveða hvenær myndirnar eru sýnd-
ar. Við urðum auðvitað að frumsýna
landsliðs-myndina núna í kringum
EM. InnSæi sem ég framleiði og
leikstýri með Hrund Gunnsteins-
dóttur hefur verið þrjú ár í vinnslu –
hún tók auðvitað miklu lengri tíma,
enda tvöfalt starf að vera bæði fram-
leiðandi og leikstjóri. Við lögðum
lokahönd á hana rétt fyrir jól og hún
verður frumsýnd í Þýskalandi í júní.“
Þriðja myndin er svo um ævi og starf
tónlistarmannsins John Grant. Hún
er enn í vinnslu og verður frumsýnd
seint í haust.
Framleiðslufyrirtæki Kristínar,
Klikk Productions, er lítil eining.
Hún velur gjarnan í kringum sig gott
teymi kvenna til að vinna að ein-
stökum verkefnum. Í ljósi þess að
fyrirtæki hennar er gjarnan með
konur í brúnni – hvað var það þá sem
heillaði við mynd um íslenskt karla-
landslið, sem leikstýrt er af tveimur
körlum?
„Ætli þetta sé ekki undantekn-
ingin sem sannar regluna! En það er
rétt, ég hef meðvitað viljað búa til
teymi kvenna vegna þess að konur
verða að fá starfsreynslu og verða að
fá að koma hugmyndum sínum á
framfæri. Og ég er orðin þreytt á því
að það sé ekki meira í boði af kvik-
myndaefni sem konur heillast af. Það
var til dæmis mjög meðvitað með
InnSæi og John Grant að konur
myndu gera þær myndir. Og þá er
ég að tala um alveg frá kvikmynda-
töku upp í leikstjórn. Allt nema tón-
listin er í höndum kvenna.
En svo þegar Sölvi kom með þessa
hugmynd til mín leist mér vel á þetta
og svo spilaði sterkt inn í að strák-
arnir mínir hafa þrálátlega beðið mig
um að gera mynd sem þeir gætu
tengt við. Þeir elska fótbolta – þann-
ig að það smellpassaði!“
Kristín segir að hún hafi ekki farið
varhluta af áhuganum á Íslandi og
landsliðinu í Bretlandi. „Ég hef aldr-
ei verið jafn mikið spurð um Ísland
hér úti eins og eftir að landsliðið
vann Holland. Það er svo gaman að
sjá hvað þetta hefur verið ótrúlega
mikil landkynning. Allir vilja ræða
íslenskan fótbolta við mann, þótt það
standi ekki beinlínis utan á mér að ég
sé manneskja sem fylgist með fót-
bolta. Ég hugsa að Íslendingar eigi
eftir að upplifa mikinn stuðning frá
öðrum þjóðum á
mótinu því fólki
finnst við vera lítill
Davíð sem ætlar að
berjast við margan
Golíat.“
Eins og greint var
frá í íslenskum fjöl-
miðlum fyrr á þessu
ári er vinskapur milli
knattspyrnuhetj-
unnar Davids Beck-
ham og Björgólfs Thors og fjöl-
skyldna þeirra. Er Beckham kannski
einn af þeim sem hafa sýnt íslenska
liðinu áhuga? Kristín segir að knatt-
spyrnugoðið viti af myndinni og ætli
að fylgjast með íslenska liðinu á EM.
Kristín hefur sjálf ekki komist á
landsleiki síðustu tvö til þrjú ár en
ætlar að sjá liðið spila á EM með 11
ára syni sínum sem er afar spenntur
fyrir keppninni.
„Ég hef kynnst liðinu í gegnum
klippiferlið því ég kom seint inn í
verkefnið og það hefur verið mjög
gaman. Sölvi og Sævar eru auðvitað
búnir að fylgjast með þeim í tvö ár.
Að klippa mynd er í uppáhaldi hjá
mér. Þar fæðist hún og þaðan er
hægt að fara í svo margar áttir. Í
markaðssetningunni og dreifingunni
hefur maður fundið mikinn áhuga á
liðinu frá erlendum sjónvarpsstöðv-
um, fyrst og fremst í Evrópu en líka
frá ótrúlegustu stöðum – Japan og
Ástralíu. Við höfum þurft að hafa
hraðar hendur því EM er núna svo
að varan hefur stuttan líftíma og
maður veit ekki hvernig þetta fer allt
saman.“
Útgáfa myndarinnar sem fer á er-
lendan markað er á lokametrunum í
vinnslu. Hún er styttri en sú sem
frumsýnd var hér á landi á fimmtu-
dag. Í íslensku útgáfunni fá áhorf-
endur að kynnast persónuleika leik-
mannanna; hliðum sem þeir hafa
kannski ekki séð áður en erlenda út-
gáfan gengur út á að svara spurning-
unni sem brennur á mörgum:
„Hvernig fóru þeir að þessu?“
Hvernig getur 330.000 manna þjóð
komið liði á EM þegar milljónaþjóðir
eiga í basli með það?
„Ég tengdi vel við þessa mynd út
af nokkrum atriðum. Ég er alin upp í
handboltanum, pabbi minn, Ólafur
H. Jónsson, var atvinnumaður í
handbolta, ég bjó í Þýskalandi þegar
hann var að spila þar og þekki því at-
vinnumennskuna vel. Og ég hef sjálf
farið í gegnum það áður í heimildar-
myndinni Town of Runners hvernig
lítið samfélag getur fætt af sér af-
reksfólk. Sú mynd fjallaði um eþíóp-
ískar stelpur í 16.000 manna bæ sem
dreymdi um að verða maraþonhlaup-
arar og keppa á Ólympíuleikunum.
Það hafa 8 gullverðlaunahafar komið
frá þessu þorpi og við fylgdumst með
þeim og reyndum að svara spurning-
unni hvað það var sem fékk þær til
að stefna svona hátt og hvernig
svona fámennt þorpi gæti gefið af
sér svona marga gullverðlaunahafa.“
Æskuvinkonur sem
gátu stutt hvor aðra
Kristín er stundum spurð að því hve-
nær hún ætli að koma svo í „kvik-
myndirnar“. „Við því er einfalt svar –
ég er ekkert á leiðinni þangað.
„Heimildarmyndir eru mín ástríða.
Ég fíla raunveruleikann, ég er heill-
uð af honum. Að geta kafað ofan í
einstök málefni, gert þeim góð skil á
listrænan hátt með hæfileikafólki úr
öllum áttum. Og koma því sem mér
liggur á hjarta á framfæri.“
Hjartans mál Kristínar lítur dags-
ins ljós í InnSæi sem fjallar eins og
nafnið gefur til kynna – um innsæi
okkar og hvernig við notum það, eða
kannski – hvort við séum yfirhöfuð
að nýta það eins og hægt er til að
leysa smærri og stærri áskoranir
lífsins og gera heiminn að betri stað.
„Það eru allir með innsæi en í
þessu áreiti sem við lifum í í dag get-
ur það oft gleymst. Við Hrund ferð-
uðumst um allan heim; til Bandaríkj-
anna, Bretlands, Mjanmar, áður
Búrma, og hittum stórmerkilegt fólk
sem hefur verið að spá og spekúlera í
þessu fyrirbæri sem innsæið er;
listamenn, taugalíffræðing, andlega
leiðtoga, vísindamenn og viðskipta-
fræðiprófessor úr Harvard.“
Kristín segist síðustu 15-20 árin
hafa verið meðvituð um mikilvægi
þess að hlusta á innsæi sitt en á
þessu ferðalagi hafi hún uppgötvað
fullt af nýjum hlutum.
„Það var magnað að kynnast sýn
þessa fólks sem við tókum viðtöl við
og maður lærði fullt af því. Myndin
hefði þess vegna getað verið fjórir
tímar, það er svo ótrúlega margt
áhugavert við þetta efni. Við skoðum
hvernig hægt er að tengja meira inn
á við og nýta það sem býr innra með
okkur betur, svo sem í menntakerf-
inu, friðarviðræðum milli þjóða, dag-
legu lífi og vinnu. Hvernig erum við
að mennta börnin okkar? Höfum við
tekið út ákveðna þætti í lífi okkar
sem er svo bráðnauðsynlegt að séu
með? Þetta er mjög persónuleg saga
og var æðislegt ferðalag sem ég
lærði mikið af. Við hlökkum mikið til
að deila þessari mynd með öðrum.“
Myndin hefur verið forsýnd fyrir
litla hópa en í lok júní verður hún
heimsfrumsýnd í Berlín og svo sýnd
Heilluð af raun-
veruleikanum
Kvikmyndaframleiðandinn Kristín Ólafsdóttir er með mörg járn í eldinum
en þrjár heimildamyndir úr hennar smiðju líta dagsins ljós á árinu. Hún er
gjarnan spurð hvort hún sé ekki á leið í „kvikmyndirnar“ en hún segist
ekkert vera á leiðinni þangað. Raunveruleikinn sé hennar tebolli.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
„Ég hef meðvitað viljað búa til teymi
kvenna vegna þess að konur verða að fá
starfsreynslu og verða að fá að koma hug-
myndum sínum á framfæri. Og ég er orðin
þreytt á því að það sé ekki meira í boði af
kvikmyndaefni sem konur heillast af,“ segir
Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi.
’Svo spilaði sterktinn í að strákarnirmínir hafa þrálátlegabeðið mig um að gera
mynd sem þeir gætu
tengt við. Þeir elska
fótbolta – þannig að
það smellpassaði
Kristín með leikstjórum myndarinnar Jökullinn logar; Sölva Tryggvasyni og Sævari Guðmundssyni. Þeir hafa fylgt strák-
unum eftir síðastliðin tvö ár við undirbúning myndarinnar en Kristín kom inn í verkefnið með þeim í janúar.
Morgunblaðið/Ófeigur
VIÐTAL