Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Síða 21
5.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
fá oft vægt áfall þegar ég segi þeim
hvar ég bý, hér í jaðri mesta glæpa-
hverfis borgarinnar.“
Íbúð Steinunnar í Akkra er í lítilli
kommúnu ungs fólks frá öllum
heimshlutum. „Göturnar eru ekki
malbikaðar og ræsin opin. Stundum
er ekkert rafmagn, og stundum
ekkert vatn, og verður maður þá að
þola það í nokkra daga,“ lýsir Stein-
unn og kveðst ekki óttast smá-
glæpamennina. „Núna þekkja þess-
ir smákrimmar mig og myndu
aldrei gera mér mein, ólíkt því þeg-
ar ég varð á vegi þeirra fyrir þrem-
ur árum í einu af ríku hverfunum.
Það er þangað sem þeir fara til að
ræna og rupla.“
Þrátt fyrir allt þetta og að auki
erfiðar samgöngur, spillta embætt-
ismenn og ýmsa sjúkdóma sem
herjað geta bæði á gesti og heima-
menn þá vega kostirnir þyngra en
gallarnir. Segir Steinunn að fólkið
sé yndislegt og samfélagið heillandi.
„Ef mér líður illa þarf ég ekki annað
en að halda út úr húsi og ganga um
göturnar, og þá fer mér að líða bet-
ur. Það er fólk alls staðar, og ynd-
isleg og brosandi börn að leik hvert
sem litið er. Lífið er einfalt en þau
gera sér að góðu það sem til er, og
ef ekki er til fótbolti má skemmta
sér lengi við að rúlla dekki eftir göt-
unni. Það eru vitaskuld svartir
sauðir inn á milli eins og alls staðar
annars staðar í heiminum, en fólkið
hér er gott, hjálpsamt og hugsar vel
um hvert annað.“
Maturinn er líka góður, að sögn
Steinunnar, og hægur og þægilegur
hraði á lífinu. „Það tekur langan
tíma að elda og eitthvert tímaleysi
sem maður finnur fyrir. Ég upplifi
þessa ró svo vel þegar ég heimsæki
handverksmennina sem finna má
víða í borginni, og fylgist með þeim
vefja körfur og stóla af mikilli list.
Ég reyni að læra af þeim og munar
þá ekkert um að svara mér og út-
skýra þó stundum finnist þeim
spurningarnar fyndnar frá þessari
forvitnu hvítu konu. Þetta er fólk
sem aldrei hefur farið í skóla, en
kann samt svo mikið, og hefur
margt fallegt að gefa.“
Ljósmyndir/úr einkasafni
Aðstæður kalla á frumlegar lausnir.
Meðal þess sem arkitektar vinna að í Gana er að minnka hættu vegna flóða.
Jarðvegur er þéttur og rigningarvatn safnast upp og getur skemmt mikið.
Leirinn er hentugt byggingarefni á en heimamönnum finnst hann ekki nógu fínn.
’ Ef mér líður illa þarfég ekki annað en aðhalda út úr húsi og gangaum göturnar
Ofan á allt þurfa arkitektar að
glíma við óskilvirkt og spillt
embættismannakerfi. Steinunn
segir það hafa tekið langan
tíma að átta sig á hvernig póli-
tíkin virkar en alþjóðlegar mæl-
ingar sýna að Gana er eitt af
spilltustu ríkjum álfunnar.
„Hér gera stjórnmálamenn
ekkert nema það gagnist þeim
sjálfum og það sést t.d. á því að
þegar ráðist er í framkvæmdir
er þess vandlega gætt að hafa
myndir uppi af þeim stjórn-
málamanni sem vill fá heið-
urinn af verkinu, og skilaboðin
nánast þau að nýr vegur eða
skóli sé gjöf frá honum til íbú-
anna. Raunin er auðvitað að
framkvæmdirnar eru fjár-
magnaðar með sköttum, og
hefur þá mikið skattfé þegar
horfið í vasa pólitíkusa.“
Steinunn vill ekki taka þátt í
spillingarleiknum. „Stundum
fallast mér hreinlega hendur,
en ég læt mig þó hafa það á
endanum að borga engum
neitt, þó það taki þá meiri tíma
og meiri fyrirhöfn að fá öll leyfi
og stimpla. Allt sem tengist
leyfum getur verið ótrúlega
flókið, nema maður eigi pening
og sé tilbúinn að borga: þá er
hægt að fá leyfi fyrir hverju sem
er í hvelli. Svona mega hlutirnir
ekki ganga fyrir sig, og þó að
við sem erum betur megandi
getum þolað svona svona kerfi
þá er útkoman fyrir þá fátæku
sú að þeir hafa engin réttindi.“
Glíma við
spillt kerfi
N
ýbýlavegur8.-200
Kópavogur-S:527
1717
-
dom
usnova@
dom
usnova.is
-w
w
w
.dom
usnova.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Fagljósmyndun
Traust og góð þjónusta alla leið