Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 26
Fyrir 4 4-6 fiskibollur 500 g gulrætur 1 búnt Lambhagasalat 100 g beikon 30 g smjör Skerið fiskibollurnar í 4-6 báta. Skerið gulrætunar í svipaða stærð og sjóðið í 10 mínúntur í söltuðu vatni. Steikið beikonið og skerið í fjóra hluta. Bætið á pönnuna 30 g af smjöri og bræð- ið. Rétt áður en smjörið verður brúnt eru gulræturnar, fiskiboll- urnar og beikonið sett út á pönn- una, hitað og velt saman þangað til að bollurnar eru orðnar heit- ar í gegn. Setjið á disk, svartur pipar mulinn yfir og 2-3 tsk. af gráðostasósunni sett yfir. Borið fram með baguette-brauði. Gulrótarfiskibolluragú 400 g slaufupasta 100 g kokteiltómatar 3-4 beikonsneiðar parmesanostur ferskt basil ólífuolía Sjóðið pasta samkvæmt leið- beiningum á pakka. Skerið fiskibollurnar í báta. Steikið beikonið eða ef þið eigið ennþá steikt beikon frá kvöld- inu áður getið þið notað það. Skerið hverja beikonsneið í fjóra hluta. Hitið bollurnar í örbylgjunni. Blandið pastanu, beikoninu, basil og nið- urskornum tómötum saman í skál ásamt 4 msk. af olífuolíu og stráið vel af parmesanosti yfir. Saltið og piprið eftir smekk. Gott að hafa bagu- ette-brauð með. Ítalskt fiskibollusalat Vínber eru dásamleg ein og sér, með ostum eða í mat. Þau geta verið svört, blá, gyllt, græn, fjólublá og hvít. Sniðugt er að skera berin í tvennt og setja í sumarsalatið. Það gefur því sætt og frískandi bragð. Vínberin sætuMATUR 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 Hversdagsmatur þarf ekki að verahversdagslegur eins og Óskar sýnirokkur þegar hann galdrar fram ham- borgara á nokkrum mínútum. Að þessu sinni eru notaðar fiskibollur í stað kjöts og bragð- bætt annars vegar með reyktum laxi og hins vegar með beikoni. Til að gera þetta enn girni- legra bræðir hann brie-ost með. Þannig geta allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Úr afgöngum býr hann til ljúffenga rétti sem gott er að hafa daginn eftir og sparar bæði tíma og fyrirhöfn. Fiskibolluborgarar í nýjum hæðum ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL ÚR AFGÖNGUNUM 8 fiskibollur 150 g reyktur lax 8 beikonsneiðar 1 brie-ostur piparrótarsósa gráðostasósa 2 tómatar 1 búnt Lambhagasalat 1 gul paprika 1 laukur 1 cm piparrót (ef ekki til þá ½ tsk. af svörtum pipar) 4 hamborgarabrauð eða brioche- brauð 100-120 g kartöflur á mann 6 dropar af tabasco Óskar býr til tvær gerðir af fiski- bolluhamborgurum; með brie- osti og beikoni annars vegar og piparrót og reyktum laxi hins vegar. Skerið kartöflurnar í báta og bakið í ofni í ólífuolíu í 40 mín- útum á 200 gráðum. Beikoninu er dreift á bökunarplötu eða grind og sett í ofninn með kart- öflunum. Skerið grænmetið niður og hafið tilbúið. Bragðbætið piparrótarsós- una með ferskri piparrót eða pipar. Setjið nokkra dropa af tabasco út í gráðostasósuna. Skerið bollurnar í tvennt og steikið í smjöri í nokkrar mín- útur á „opnu“ hliðinni. Fjórum fiskibollum er raðað saman og sneiðar af brie-osti settar ofan á þær ásamt beikonsneiðum. Til að bræða ostinn hraðar er gott að setja lok á pönnuna um stund. Hitið brauðið í ofni í smá- stund og smyrjið svo annars vegar með piparrótarsósunni og fyllið með salati, papriku, lauk, fiskibollum og vel af reykta laxinum. Yfir þetta er svo gott að setja enn meiri sósu áður en borgaranum er lokað. Á hinn borgarann setjið þið á brauðið gráðaostasósuna, sama úrval af grænmeti og loks fiskibollurnar með brædda brie-ostinum og beikoni. Setjið aðeins meira af sósunni áður en borgaranum er lokað. Kart- öflubátarnir eru teknir úr ofn- inum og bornir fram ásamt þessum snilldarborgurum. Í nýjasta þætti af Kort- er í kvöldmat skellur Óskar Finnsson í tvenns konar fiski- bolluborgara. Báðir eru girnilegir á að líta og enn betri að bíta í. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fiskibolluborgari með reyktum laxi. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Fiskibolluborgarar í tveimur útgáfum Þú færð öll hráefnin úr þáttunum hjá okkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.