Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 MATUR Það er næstum hægt að finnalyktina af hafinu þegar komiðer inn í Messann í Lækjar- götunni og stemningin er notaleg. Hugmyndin var að færa Reykvík- ingum og erlendum ferðamönnum fiskiþorpsandrúmslofið beint í höf- uðborgina en staðurinn er í anda Tjöruhússins á Ísafirði. Þar er rekið í einu elsta húsi landsins veitinga- staður þar sem kokkurinn Magnús Hauksson eldar það ferskasta úr sjónum hverju sinni og ber það fram í pönnunni. „Maggi fær fisk frá trillukörlunum. Þetta er mjög róm- antískt og „rustigt“ dæmi og óhefð- bundið. Þetta er æðislegt af því að þetta er svo hrátt. Við erum að færa þessa hugmynd á annað plan hingað til Reykjavíkur,“ segir Snorri Sig- finnsson, yfirkokkur á Messanum. Akkeri og kýrauga Mikið er lagt upp úr því að hafa útlit- ið í samræmi við hugmyndina. „Við erum búin að gera staðinn flottan. Borðin eru sérsmíðuð og diskarnir eru keyptir á skransölum í Belgíu og víðar,“ segir Snorri en staðurinn er í anda fiskiskips með akkeri og kýr- auga. Allur matur er borinn fram sjóðheitur í fallegum koparpönnum. „Hugmyndin er að fólk fái fiskinn á pönnu og deili þá kannski einni pönnu. Á pönnunni eru líka kartöflur og meðlæti. Þetta er dáldið kósí,“ segir hann. Fiskur í aðalhlutverki Á matseðlinum er aðallega fiskur en hægt verður að fá grænmetisrétt sem er líka borinn fram á pönnu en einnig verða forréttir og eftirréttir. Um helgar verður boðið upp á „brunch“-matseðil. „Ég verð með ommelettur og lummur og ég ætla að gera allt frá grunni. Og þetta verður allt á pönnu líka.“ Rómantík á pönnu Messinn er nýr veitingastaður sem var opnaður í vikunni í Lækjargötu í Reykjavík. Yfirkokkurinn Snorri Sigfinnsson ætlar að bera fram glænýjan fisk í koparpönnum í anda Tjöruhússins á Ísafirði. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hugmyndin er að fólkfái fiskinn á pönnu ogdeili þá kannski einnipönnu. Á pönnunni eru líka kartöflur og meðlæti. Þetta er dáldið kósí. Í gegnum kýrauga er hægt að fylgjast með kokkunum í eldhúsinu. Umhverfið er notalegt og minnir á sjómennsku. Jón Mýrdal Harðarson eigandi Messans og Snorri Sigfinnsson yfirkokkur eru spenntir að bjóða upp á glænýjan fisk í fallegum koparpönnum. Fyrir 15-20 skálar 100 ml nýmjólk 75 g sykur 75 g eggjarauður (ca.) 250 g hvítt súkkulaði brætt í vatnsbaði 6 stykki stór gelatínblöð 400 g hreint skyr 300 ml þeyttur rjómi 1 sítróna bláber Hitið saman á lágum hita mjólkina, sykurinn og eggjarauðurnar þar til það þykknar. Bræðið súkkulaðið í heitu vatnsbaði. Látið gelat- ínplöturnar í kalt vatn þar til þær eru linar. Veiðið þær upp úr og hristið vatnið af. Setjið út í súkkulaðið og blandið. Hrærið skyrinu varlega saman við. Í lokin skaltu hræra þeytta rjómanum sam- an við og kreista eina sítrónu yfir og hræra. Setjið í litlar skálar og setjið í kæli í sex klukkutíma. Takið út og berið fram með bláberj- um. Hvítsúkkulaði skyrmús

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.