Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Blaðsíða 30
HEILSA Að taka stigann í stað lyftunnar getur skipt sköpum. Þótt þessi skrefvirðist kannski ekki svo mörg safnast þau saman. Öll hreyfing er góð og alltaf betri en kyrrstaða. Stigar eru heilsubót 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016 Crossfit Regional-svæðamótið fór framum síðustu helgi í Madrid. Þar tókuþátt Evrópu- og Afríkubúar á svoköll- uðu svæðamóti, en þau fara fram víðsvegar um heiminn. Fimm efstu þátttakendurnir á hverju móti fá þátttökurétt á heimsleikunum í sumar. Björgvin Karl og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir unnu keppnina sem haldin var í Madrid um síðustu helgi. Þau tryggðu sér þar með réttinn til að taka þátt í heimsmeist- aramótinu ásamt þeim Annie Mist Þórisdótt- ur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur sem öllum hefur gengið vel á svæðamótunum. Einnig tryggði liðið Cross- fit XY sér sæti á leikunum sem haldnir verða í Kaliforníu í júlí. Æfingarnar vinnan þessa dagana Björgvin Karl hefur verið að keppa í þessari íþrótt frá árinu 2013 og hefur náð góðum ár- angri en sigurinn um síðustu helgi var góður. „Það var kominn tími á þetta, ég hef tekið þátt þrisvar en aldrei náð toppnum fyrr en núna,“ segir Björgvin og er hann hvergi nærri hætt- ur. Nú sé stefnan að standa sig vel á heims- meistaramótinu. „Ég er að ná mér aðeins nið- ur eftir síðustu helgi en nú fer ég að herða æfingarnar aftur og gera mig kláran fyrir mótið í sumar. Björgvin æfir fimm til sex sinn- um í viku tvo til þrjá klukktíma í senn allan ársins hring. Aðspurður hvort þetta sé ekki mikið segir hann svo vera en hann hafi tíma í þetta, hann vilji ná árangri á þessu sviði. Heildarpakkinn þarf að vera í lagi Þeir sem hafi hug á að vera með þeim bestu í þessari grein þurfi að leggja heilmikið á sig eins og á við um flestar aðrar íþróttagreinar, segir Björgvin. Heildarpakkinn skipti mestu máli hvað varðar árangurinn. Hugurinn og löngunin til að standa sig vel, mataræðið og æfingarnar skipta að sjálfsögðu máli og telur hann að æfingarlengdin geri sitt fyrir árang- urinn. Þjálfarinn hans er sá sami og þjálfar Annie Mist. Varðandi ráðgjöf með mataræðið er Björgvin með íþróttanæringarfræðing sér til aðstoðar sem setur upp plan fyrir hann. „Ég borða fimm máltíðir á dag, hæfilega skammta af próteinum, fitu og kolvetnum, ég þarf mikið af kolvetnum því ég æfi svo mikið. En aðalmálið er að borða hreinan og hollan mat og í réttum hlutföllum,“segir Björgvin. Crossfit-stöðin Hengill hefur veitt honum mikinn stuðning og aðstoð undanfarin ár, þar æfir hann og kennir einnig crossfit. Tryggði sér sæti á heimsleikunum með frábærum árangri á Evrópuleikunum. Mynd/CrossFit HQg „Tími til kominn að taka þetta núna“ Björgvin K. Guðmundsson, ný- krýndur Evrópumeistari í cross- fit, segir áhugann skipta mestu máli varðandi árangurinn. „Ég fór með það markmið að vinna keppnina í Madrid.“ Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Evrópumeistari í crossfit árið 2016.Björgvin Karl fagnar frábærum árangri og sigri á mótinu. Ummál mittis hefur áhrif á krabbamein í blöðruhálskirtli. Rannsókn sem Oxford- háskólinn í Englandi gerði á 140.000 karl- mönnum frá átta Evrópulöndum leiddi í ljós að ummál mittis hafi áhrif á krabba- mein í blöðruhálskirtli. Þeir sem voru með ummálið yfir 94 cm voru í meiri hættu en aðrir. Rannsóknarað- ilar skoðuðu tengsl á milli mittisummáls karlmanna á sextugsaldri og blöðruháls- kirtilskrabbameins yfir 14 ára tímabil. Á þeim tíma greindust um 7.000 tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli, þar af 934 banvæn. Rannsakendur komust að því að menn með háan líkamsþyngdarstuðul (BMI) og rúmt mittismál voru í meiri hættu á því að fá þessa tegund krabbameins. Karlar með meira mittismál en 94 cm voru 13% líklegri til að fá blöðruhálskirtilskrabbamein en þeir sem voru með mittismálið 84 cm. Þetta telja rannsakendur að gefi til kynna að karlmenn sem séu með mittismál stærra en 94 cm séu í meiri hættu á heilsu- farsvandamálum en þeir sem hafa minna. Ár hvert greinast 47.000 karlar í Bret- landi með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira en 10.800 deyja úr sama sjúkdómi samkvæmt frétt af vef BBC. Rannsakendur telja líklegt að hormón í fitufrumum sé krabbameinsvaldandi en það hefur ekki verið staðfest ennþá. Dr Aurora Perez-Cornago frá Oxford- háskólanum segir að til þess að forðast aukna hættu á að fá krabbameinið, sé einfaldlega best að viðhalda heilbrigðri þyngd og eðlilegu mittismáli og þeir sem séu í yfirþyngd ættu að huga að því að gera eitthvað í mál- unum. Að safna kviðfitu getur verið hættuspil og nú er komið í ljós að þeir sem eru breiðari en 94 sentimetrar um sig miðja eru í meiri hættu á að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Getty Images TENGSL KVIÐFITU VIÐ KRABBAMEIN Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI Mittismál hefur áhrif á heilsuna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.