Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Page 45
Kópvogski rapparinn Herra hnetu- smjör lofar „vígalegu sjói“ á laug- ardegi Solstice-hátíðarinnar. Hvernig tónlist spilarðu? Illaða. Hvaða erlenda nafni ertu spenntastur fyrir á Solstice? Klárlega M.O.P. En bara almennt í tónlistarlíf- inu í sumar? Ég er að spila á húkkaraballinu í Eyjum. Ég er spenntur fyrir því. Svo ætla ég að sjá Bieber. Hverjir eru mest spennandi í ís- lensku senunni? Joe Frazier, DJ Spegill og BINNIS. Þetta er það heitasta frá Kópavogi um þessar mundir. Hvaða lag ertu mest að hlusta á þessa dagana? Feds Watchin með 2 Chainz. Vígalegt hnetusmjör Salka Sól syngur í sveitinni Amaba-dama og verður í góðu fjöri á Solstice. Hvernig tónlist spilið þið? Við spilum reggí, gleði og gaman. Hvaða erlenda nafni ertu spenntust fyrir á Solstice? Ég er mjög spennt að sjá Die Antwo- ord. Þetta eru mjög áhugaverðir kar- akterar. En bara almennt í tónlistarlífinu í sum- ar? Við verðum á ferð og flugi í allt sumar, meðal annars á breskri hátíð sem heit- ir Boomtown. Það er mjög spennandi. Hverjir eru mest spennandi í íslensku senunni? Ég ætla að segja Úlfur úlfur. Hvaða lag ertu mest að hlusta á þessa dagana? Ég hlusta mikið á Skepta þegar ég fer út að hlaupa. Reggí, gleði og gaman Nafnlausa tvíeykið Vaginaboys vill benda á veru sína á Spotify og þarf að eigin sögn „Spotify-peninga til þess að halda áfram að iðka bíllausan raw-vegan lífsstíl.“ Hvernig tónlist spilið þið? Rómantíska raftónlist með kynlegum undirtónum. Dónatónar. Hvaða erlenda nafni eruð þið spenntastir fyrir á Solstice? Die Antwoord. Ef Kim Larsen væri að koma til landsins þá væri það Kim Larsen. En bara almennt í tónlistarlífinu í sumar? Það verður gaman að sjá hvernig okkur gengur að klára plöt- una. Við fengum styrk til þess að koma fram í Hörpu og hlökk- um mikið til. Förum svo til New York í júní að hitta mennina. Verðum í Brooklyn, hverfinu þar sem menn drekka kaffi og spila brids. Hverjir eru mest spennandi í íslensku senunni? Það er eitthvað við rokkið hjá DJ Flugvél og Geimskip sem heillar gríðarlega. Svo eru það skvísurnar í Gervisykur, þær eru með feitt teip á leiðinni. Mælum líka með því að kíkja á Beat- machinearon. Hann er stórstjarna. Hvaða lag eruð þið mest að hlusta á þessa dagana? Put That Away and Talk to Me með James Blake. Við viljum meina að þetta lag sé samið um snjallsímavæðinguna sem hef- ur tröllriðið samfélaginu á síðastliðnum árum en höfum ekki fengið það staðfest. Kynlegir dónatónar Natalie Gunnarsdóttir kemur fram undir nafninu Yamaho á Solstice ásamt ELO. Hvernig tónlist spilarðu? Blöndu af vandaðri hústónlist og teknó. Hvaða erlenda nafni ertu spenntust fyrir á Solstice? Það er ótrúlegt úrval af amerískri hústónlist. Ég er mjög spennt að sjá menn eins og Kerri Chandler og Derrick Carter. Carter er minn maður. En bara almennt í tónlistarlíf- inu í sumar? Það er búið að bæta fullt af spennandi viðburðum í senuna. Ég mæli til dæmis með Taktfakt núna um helgina. Glæný hátíð í Grinda- vík sem skartar fullt af íslenskum lista- mönnum í dans- tónlistarsenunni. Svona hátíðir auðga íslenskt tónlistarlíf. Hverjir eru mest spennandi í ís- lensku senunni? Mér finnst íslenskt hip-hop vera að brillera. Aron Can, GKR, Sturla Atlas og Alexand- er Jarl eru mjög flottir. Það er brjáluð gróska í gangi. Hvaða lag ertu mest að hlusta á þessa dagana? Manstu ekki eft- ir mér? með Stuðmönnum. Þú heldur að ég sé að grínast en ég hlusta mjög mikið á þetta lag. Brjáluð gróska og danstónlist Hvað eru þau að hlusta á? Sunnudagsblaðið ræddi við nokkra íslenska tónlistarmenn sem koma munu fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is 5.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Madonna saklaus Madonna er saklaus af höfundarréttar- brotum þrátt fyrir að í einu lagi hennar megi heyra brot úr lagi annars listamanns. Þetta var úrskurður bandarískra dómstóla. Lagið sem um ræðir er smellurinn Vogue sem kom út árið 1990, en í því má heyra ör- stutt brot úr laginu Love Break með hljóm- sveitinni Salsoul Orchestra. Í rökstuðningi dómaranna sagði meðal annars að brotið sem um ræðir væri styttra en ein sekúnda og illgreinanlegt af almenn- um hlustendum. Úrskurðurinn var hins- vegar ekki óumdeildur, því einn dómari sagði notkun brotsins jafngilda þjófnaði. Madonna er enginn þjófur. AFP Framvegis munu Stöð 3 og Gullstöðin svo- kallaða vera sameinaðar undir merkjum Stöðvar 3. Þetta var tilkynnt á vef 365 miðla, þar sem sagði að sameinuð stöð myndi senda út nýtt og vandað efni í bland við gamalt og gott. Sameiningin tók gildi um mánaðamótin núna í vikunni. Gullstöðin var sjónvarpsstöð sem átti að sýna brot af því besta úr gullkistu Stöðvar 2, innlenda þætti úr safni í bland við vinsæla og klass- íska erlenda þætti frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Gullstöðin og Stöð 3 sameinaðar Gamalt efni verður sýnt á Stöð 3. Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.