Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Síða 48
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Natuzzi Ítalía Capriccio Model 2896 Lengd 195 cm. Áklæði ct.70. Verð 275.000,- ▲ Natuzzi Italia Borghese Model 2826 Lengd 220 cm. Leður ct.15. Verð 515.000,- ▲ Natuzzi Italia Quadro Model 2849 Lengd 200 cm. Leður Ct.10. Verð 475.000,- Lengd 167 cm. Leður Ct.10. Verð 435.000,- ▲ ▲ Natuzzi Italia Duse Model 2829 Lengd 206 cm. Áklæði ct.83. Verð 399.000,- Flottir sófar í ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Natuzzi Churchill-klúbburinn á Íslandi í samstarfi við Minjar og sögu verður með fyrirlestur um einn þekktasta forsætisráðherra Bretlands, sir Winston Churchill, laugardaginn 4. júní í Safna- húsinu við Hverfisgötu. Dr. David Freeman, aðalritstjóri alþjóðlegu Churchill- samtakanna, flytur fyrirlesturinn en hann er vinsæll ræðumað- ur og hefur skrifað fjölda greina um Churchill. Allir áhugasamir um sögu ættu að hafa fyrirlesturinn í huga enda Churchill einn af áhrifavöldum 20. aldarinnar. Hann hóf feril sinn sem riddara- liðsforingi í tíð Viktoríu Bretadrottningar og endaði sem leiðtogi kjarnorkuveldis og fyrsti forsætisráðherra Elísabetar, núver- andi Bretadrottningar. Þá má ekki gleyma þætti hans í síðari heimsstyrjöldinni þar sem hann talaði kjark í bresku þjóðina á erfiðustu tímum hennar. Fyrirlestur dr. Davids Freeman fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu sem flestir þekkja þó kannski sem Þjóðmenningarhúsið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Maðurinn sem allir þekkja Winston Churchill neitaði að gefast upp fyrir öfgastefnu fasisma í Evrópu og vann stríðið. Fyrirlestur um Winston Churchill í Safnahúsinu við Hverfisgötu „Nú liggja fyrir endanlegar tölur um mannfjölda hér á landi 1. des- ember 1979. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu hér þá sam- tals á Íslandi 226.724 manns.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu 17. júní 1980. Fyrir tölvuskráningar hefur taln- ing tekið töluvert lengri tíma en vert er að geta þess að í dag, 2016, eru Íslendingar 332.529 talsins. „Í Reykjavík bjuggu þá 83.536 manns. 40.558 karlar og 42.978 konur. Í öðrum kaupstöðum landsins bjuggu þá samtals 87.249 manns og er Kópavogur kaupstaðanna fjölmennastur með 13.533 íbúa. Akureyri 13.137 og Hafnarfjörður 12.158, en í öðrum kaupstöðum var íbúafjöldinn meira en helmingi minni. Samtals bjuggu í sýslum landsins 55.939 manns.“ Íslendingum fjölgaði lítillega árið 1979 en í sömu grein segir að Íslendingum hafi fjölgað um 1,04% það herrans ár. Fæstir íbú- ar það ár voru í Austur-Barða- strandarsýslu eða 429 manns. GAMLA FRÉTTIN Flestir í Reykjavík Íslendingum hefur fjölgað um rúm 100 þúsund síðan 1979. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Luka Modric knattspyrnumaður Johan Cruyeff knattspyrnumaður Róbert, Robbie, Sigurðsson íshokkímaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.