Víkurfréttir - 03.04.2003, Síða 14
Verslun og þjónusta á Suðurnesjum pket@vf.is
Víkurfréttir gerðu verðkönnun miHl Kaskó og Bónus:
Overulegur munur a voru-
verði í Bónus og Kaskó
Verðkönnun Víkurfrétta:
Kaskó Bónus
Coca Puffs 553 gr. 309 315
Sósujafnari, Maizena 250 gr 125 128
Fiskibollur, Ora 830 gr 1/1 dós 189 195
Mjólk 1 ltr. 77 77
G-mjólk 1/4 ltr. 39 40
Engjaþykkni, jarðabeija 72 75
Skólajógúrt m/súkkulaði og jarðabeijum 52 53
Sýrður tjómi 18 % 149 153
Camembert ostur 150 gr 218 215
Hvítur kastali 125 gr 185 189
Kotasæla 200 gr 105 108
Létt og laggott 400 gr 159 161
Rækjuostur 250 gr 189 195
Skinkumyija 250 ml 222 225
Smjörvi 300 gr 149 152
Aprikósur, Hagver 250 gr 155 179
Blandaðir ávextir, Hagver 250 gr 142 145
Bakaðar baunir, Heinz 420 gr 1/2 dós 57 48
Grænar baunir, Ora 450 gr 1/2 dós • 59 60
Flórsykur, Dansukker 500 gr 73 74
Italiensk Gryte, Toro 17 gr 183 185
PiparsósaToro 32 gr 65 69
Kjöt og grillkrydd, Knorr 88 gr 135 127
VaniIIudropar, Katla 46 47
Salt gróft 1 kg 64 49
Kaffi Braga, gulur 500 gr 299 289
Kaffi Gevalia, meðalbr. rauður 500 gr 299 299
Pepsi Cola 2 ltr. 156 157
Rauð epli 1 kg 145 149
Appelsínur 1 kg 108 93
Tómatar 1 kg 145 149
Vínber, græn 299 229
Kínakál 165 169
Paprika, rauð 208 209
samtals: 5042 5007
Verðmunur á vöruverði í Bónus í
Hafnarfirði og Kaskó í Keflavík
reyndist vera innan við 1% þegar
bomar vom saman 34 tegundir
matvara sem fengust í báðum
verslunum. Bónus opnar verslun
á Fitjum þar sem Hagkaup var
áður til húsa nk. laugardag.
Kaskó hefitr verið eina lágvöru-
verðsverslunin á Suðumesjum
um árabil en hún opnaði 1994.
Af og til hafa heyrst raddir frá
Bónusmönnum um að til stæði
að opna verslun hér á svæðinu.
Þegar ákveðið var að loka
verslun Hagkaupa í vor var tekin
ákvörðun um að opna Bónus-
verslun í staðinn. Hagkaup
opnaði í Njarðvík 1983 og var
lengi harðui' keppinautur Sam-
kaupa og fleiri verslana á
svæðinu. Gangur verslunarinnar
dalaði mjög síðustu ár sem
endaði með fyrrgreindri lokun.
Það er ljóst að Samkaup hf. sem
m.a. rekur samnefhda stórverslun
í Njarðvík og lágvöruverðsversl-
unina Kaskó í Keflavík fær
harðan keppinaut 1 nýrri Bónus-
verslun. Guðjón Stefánsson
segist hafa búist við einhvetjum
breytingum á Fitjum í nokkum
tíma. Samkeppni hafi alltaf verið
mikil á Suðumesjum og verðlag
oft á tíðurn verið með því lægsta
á landinu. Samkaup sem reki
verslanir víða um land, eigi víða í
mikilli samkeppni bæði við Baug
og önnur verslunarfyrirtæki.
Mest segir Guðjón þó að kveði
að samkeppninni við Baug vegna
þess hversu gífurlega stórir þeir
séu á matvöm markaðnum,
líklega með um 50% af allri
matvömverslun í landinu. „Það
er ljóst að þessi innkoma mun
hafa umtalsverð áhrif á mark-
aðinn hér, en við hyggjumst
mæta þessari samkeppni risans
með fullri alvöm og einfaldlega
gera okkar besta hér eftir sem
hingað til. Starfsfólk Samkaupa
heftir hingað til haft atvinnu af
því að þjóna Suðumesjamönnum
og hefur fúllan hug á því að
halda því áffam sem allra best.“
Aðspurður segir Guðjón í undir-
búningi að bæta við Kaskó
verslun í Reykjavík á næstunni.
Um lítinn mun á verði í þessurn
verslunum skv. könnuninni segir
Guðjón það ekki koma sér á
óvart. Hann hafi sjálfur talið að
verðmunur gæti verið á bilinu 0-
3%. Eftir því sem Kaskó haft
unnið sér fastari sess á markaðn-
um hafi verðið lækkað, en mikil
söluaukning hefur verið í
versluninni síðustu misserin.
Víkurfréttir ákváðu í ljósi mjög
svo harðnandi samkeppni á
matvörumarkaðinum að gera
verðkönnun í Kaskó og Bónus
og er stefnt að því að gera fleiri
kannanir í ffamtíðinni til að
fylgjast með harði samkeppni
þessara aðila sem eflaust mun
koma Suðumesjamönnum til
góða i lægra vöruverði.
Til hliðsjónar var höfð eldri
verðkönnun á hefðbundinni
matarkörfu sem gerð var af
Neytendasamtökunum fyrir
nokkmm ámm og inniheldur 77
algengar vörutegundir. Af þeim
fengust 50 í Bónus, 46 í Kaskó
og í 34 tilvikum fékkst sama vara
í báðum verslunum og var borið
saman verð á þeim. Af þeim
fengust 25 vömtegundir ódýrari í
Kaskó, 7 tegundir vom ódýrari í
Bónus og tvisvar sinnum var um
sama verð að ræða. I þeim
tilfellum sem Bónus var með
lægra verð var munurinn meiri
en í þeim tilvikum sem Kaskó
var með lægra verð.
Guðmundur Marteinsson fram-
kvæmdastjóri Bónuss segir að
framkvæmdir við nýju Bón-
usverslunina að Fitjum gangi vel,
en búðin verður opnuð klukkan
10:00 nk. laugardag. Þegar Guð-
mundur var spurður út i verð-
könnun Víkurffétta á vöruverði
34 vörutegunda í Bónus og
Kaskó þar sem kom í ljós að ein-
ungis er um 0,7% verðmun að
ræða sagði Guðmundur að niður-
stöður kannana sem hann hefur
látið gera séu allt aðrar. „Við
erum búnir að láta gera
verðkannanir með reglulegu
millibili síðustu mánuði og í öll-
um tilvikum hefur Bónus verið
5% ódýrari.
Síðasta könnun var gerð 28. mars
sl. og þá kom í ljós að Bónus er
5,41% ódýrari en Kaskó, fyrir
utan ávexti og grænmeti þar sem
Bónus er töluvert ódýrari," sagði
Guðmundur í samtali við Víkur-
fféttir.
RÚMLEGA 20 MILUONA
KRÓNA HAGNAÐUR HJÁ FMS
Aðalfundur Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. var
haldinn 26. mars. Þar voru samþykktir ársreikn-
ingur félagsins fyrir árið 2002. Félagið var rekið
með 20,1 mkr. hagnaði á árinu 2002, samanborið
við 32,2 mkr. hagnað árið áður. Samstæðuárs-
reikningur félagsins fyrir árið 2002 hefur að
geytna ársreikning félagsins og dótturfélaga þess
sem voru tvö í árslok, íslandsmarkaður hf. og
Mika ehf.
Rekstrartekjur voru 344,6 mkr. og minnkuðu urn
14,6% á milli ára. Rekstratgjöld án afskrifta voru
298 mkr. og minnkuðu urn 10 % á milli ára.
Hagnaður fyrir afskriftir var 46,6 mkr. samanbor-
ið við 72,2 mkr. árið áður. Afskriftir voru 26,2
mkr. og höfðu minnkað um 0,8 mkr. á milli ára.
Aðalfundur félagsins var haldinn 26. mars 2003.
Stjóm félagsins samþykkti greiðslu 18% arðs.
Ný stjóm félagsins sldpa: Ellert Eiriksson stjóm-
arformaður, Þorsteinn Erlingsson varaformaður,
Einar Þ. Magnússon, Bergþór Baldvinsson og
Jón Steinn Eliasson.
Framkvæmdastjóri er Ragnar H. Kristjánsson og
skrifstofustjóri Þórður M Kjartansson.
Fiskmarkaður Suðumesja hf. rekur starfsstöðvar
á sjö stöðum á landinu, Grindavík, Sandgerði,
Njarðvík, Hafnarfirði, ísafirði, Bolungarvík og
Höfii í Homafirði.
A síðasta ári seldi Fiskmarkaður Suðumesja hf á
þessum stöðum samtals 25.610 tonn að verð-
mæti 3,9 milljarðar. Meðalverð var 152,60 kr. á
kg-
Stærstu hluthafar Fiskmarkaðs Suðumesja em :
Fiskmarkaður íslands hf. 31,46%
Sparisjóðurinn í Keflavík 18,31 %
Bergþór Baldvinsson 14,21 %
Einar Þ. Magnússon 10,23%
14
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!