Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Qupperneq 34

Víkurfréttir - 08.05.2003, Qupperneq 34
11)1 KkJOIMHMI HUGSAÐU ÞIG VEL UM! - eftir Árna Sigfússon Asíðustu dögum kosn- ingabaráttunnar er orðið erfitt að lesa í tölur og línurit. Öllu ægir saman. í slíkri stöðu er tryggast að lesa það sem hlutiausar alþjóðlegar grein- ingarstofnanir segja um stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir. Þær stað- festa að á síðustu árum hefur gífurlegur árangur náðst í cfnahagsmálum hér á landi. Nú eru forsendurtil að bæta um betur! Með þessari hagvaxtaraukningu hefur okkur einnig tekist að láta kaupmátt lægstu launa hækka meira en kaupmátt annarra launa og hækka bætur al- mannatrygginga umfram meðallaun. Margt þarf þó enn að bæta og þar tel ég mikilvægast að styrkja stöðu þeirra sem minnst mega sín enn frekar. Þar þurfa sveitarfélög og riki að standa saman og ekki mun standa á okkur í Reykjanesbæ að leggja þar hönd á plóginn. Öflugir menn af okkar svæði í 1. sæti og í 5. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna hér í Suðurkjördæmi eru menn með mikla reynslu og þekkingu á aðstæðum á Reykjanesi. Ami Ragn- ar Amason alþingismaður hefur 40 ára starfs- og búsetureynslu á Suðurnesjum. Hann er þekktur á þingi fyrir að vera vinnusamur. Hann verður ekki sakaður um að vera „bara umræðu- eða fjöl- miðlapólitíkus". Árni Ragnar hefur einnig öðlast einstaka lífsreynslu vegna veikinda sinna og þekkir vel til kosta og galla heilbrigðiskerfisins. Þar er verk að vinna. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanes- bæjar hefur reynst mér afar mikilvæg stoð í upp- byggingu bæjarins. Reynsla hans, þrátt fyrir ungan aldur, dómgreind og heilindi skipta miklu máli. Það stendur sem hann segir. Ná mestum árangri fyrir okkur í kosningunum framundan getur þú haft veruleg áhrif á að Reykjanesið auki styrk sinn og þrótt. Að við getum byggt sterkari stoðir í orkumálum svæð- isins, varnarmálum, heilbrigðismálum, og flug-og hafhsækinni starfsemi. Það er undirstaða þess að við getum enn ffekar styrkt velferðarkerfi okkar. Ef sterk ríkisstjórn er mynduð Það er full ástæða til að taka mark á vönduðum skoðanakönnunum. Þær sýna að forysta sjálfstæðis- flokksins þarf öll atkvæði í höfn ef ekki á að skapa hættu á glundroða í samfélaginu. Eg geri ekki lítið úr einstaklingum á öðrum listum. En atkvæði greidd öðrum en D-lista sjálfstæðis- manna færa okkur fjær möguleika á myndun rikis- stjómar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Því bið ég þig að hugsa þig vel um. Atkvæði merkt D listanum, í hvaða kjördæmi sem er, getur skilað Sjálfstæðisflokknum þeim fjölda þingmanna sem tryggir áframhaldandi forystu í rik- isstjórn. Sterkur stuðningur við okkur sjálfstæðis- menn í Suðurkjördæmi eykur enn frekar góðar líkur á að Böðvar Jónsson nái inn á þing. Það er raunhæf- ur möguleiki, aðeins ef við stöndum saman. Við erum á réttri leið. Látum ekkert verða til þess að við töpum þeim árangri sem náðst hefur og áfram er í sjónmáli. Höfum hreinar línur, Styðjum Sjálfstæöisflokkinn. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ Kosningabaráttan fyrir komandi kosningar stendur nú sem hæst og fyrir liggur hvað stjórnmála- flokkarnir leggja áherslu á fyr- ir kosningarnar 10. maí. Kjósendur stan- da nú frammi fyrir skýrara vali en oft áður þar sem regin- munur er á stefnu annarsvegar Samfylk- ingarinnar og hins- vegar stjórnarflokk- anna sem verið hafa við völd undanfarin 8 ár. Viljum við festa í sessi þá stefhu sem stjómarflokkamir hafa sýnt okkur í verki að þeir vilja fýlgja. Trúum við fögrum loforðum þeirra, um að nú telji þeir komið að hinum almenna launamanni, að njóta í einhverju þess góðæris sem ríkt hefur eða viljum við raunverulegar breytingar á for- gangsröðun í þjóðfélaginu? Eg verð að segja að þegar ég fer yfir verk þeirra fíokka sem stjómað hafa landinu síðustu tvö kjörtímabil, þá finnst mér blasa við sú staðreynd að svigrúmið sem orðið hefhr til í ríkisfjármál- um hafi að mestu verið notað til að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað þeirra sem minna hafa. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað á auði og valdi og hagsmunir stórfyrirtækja settir ofar hagsmunum hins almenna borgara. Hér á Suðurnesjum höfum við mörg dæmi um hvemig til heftir tekist undir forystu þeirra sem með landsstjórnina hafa farið undanfarin ár. Við búum við auk- ið óöryggi á mörgum sviðum ffá því sem var og nægir þar að nefha heilsugæslumálin, at- vinnuleysið og minnk- un veiðiheimilda á svæðinu. Mikið hefur verið rætt um það í kosningabaráttunni að nauðsyn- legt sé að viðhalda stöðugleika sem náðst hafi. Viljum við við- halda þvi ástandi sem nú er á Suðumesjum? Samfýlkingin hefur lagt meginá- herslu á það í kosningabaráttunni að nú sé komið að fjölskyldu- fólki á lágum- og millitekjum að njóta í einhveiju þess aukna svig- rúms sem ríkissjóður hefur til lækkunar á tekjuskatti og einnig að dregið verði úr tekjutenging- um ýmissa bóta þannig að fólki sé ekki refsað fýrir það að auka tekjur sínar með óhemju háum jaðarsköttum. Við viljum að opnað verði fýrir nýliðun í sjáv- arútvegi þannig að Suðumes geti aftur orðið _ein af megin ver- stöðvum á Islandi með þeim margföldunaráhrifum sem það hefði á aðrar greinar atvinnulífs- ins. Við höfhum því að íbúða- lánasjóður og Lánasjóður Is- lenskra námsmanna verði færðir inn i bankakerfið og einungis sjónamið um arð verði látin ráða í rekstri þeirra eins og Sjálfstæð- isflokkurinn hefur lagt til. Suðurnesin hafa alla möguleika á því að eflast og dafna frá því sem nú er. Við verðum að komast út úr þeirri stöðu sem ríkir í at- vinnumálum og krafan hlýtur að vera að svæðið njóti sömu mögu- leika og stöðu og aðrir hlutar landsbyggðarinnar. Það hefur ekki verið tryggt í tíð núverandi ríkisstjórnar og nægir að nefna þá milljarða sem nú hafa verið sendir norður og austur í aðdrag- anda kosninga, en ráðherrar rik- isstjómarinnar hafa á undanföm- um vikum skrifað undir fjölda samninga á þeim svæðum í til- raun til að ná sér í atkvæði. Við verðum að tryggja að rödd Suðurnesja verði eins sterk og mögulegt er á Alþingi, því aðeins þannig verður hægt að gæta hagsmuna kjördæmisins í sam- keppni við aðra hluta landsins. Notum tækifærið og styðjum Samfýlkinguna til góðra verka í komandi rikisstjórn, einstakling- um og fjölskyldum til heilla. Með baráttukveðjum, Jón Gunnarsson Skipar 4. sætið á lista Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi /Ultingiskosningíir 2003 Hjálmar Árnason skrifar: VERÐUR HERINN REKINN ÚR LANDI? 1700 störf í húfi Suðurnesjamenn standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að ný ríkis- stjórn kann að grípa til þeirra aðgerða að Vamarliðið taki saman og hverfi úr landi - á tiltölulegu skömm- um tíma. Við það tapa um 1.700 ís- lendingar störfum - auk allra aðila sem selja vöru og þjón- ustu til Varnarliðs- ins. Þessi staða hef- ur nú komið upp í aðdraganda kosninganna. Nokkrir helstu talsmenn Samfylkingarinnar hafa tal- að skýrt í þessu máli. Eftir að íslendingar voru settir á lista með öðrum þjóðum um stuðning við Bandaríkjamenn við að steypa Saddam Hussein af stóli hafa nokkrir í forystu Samfýlkingar lýst því yfir að þeir muni hafa það eitt sitt fýrs- ta verk í ríkisstjórn að strika okkur af listanum. Þetta kom fram i sjónvarpsviðtali og blaða við Ingibjörgu Sólrúni, Össur hefur stagast á þessu, Þórunn Sveinbjarnardóttir (fulltrúi þeirra í utanríkismálanefnd), Mörður Árnason (í Morgun- blaðsgrein) og aðrir helstu for- ystumenn SF hafa tekið undir þetta. Hvaða afleiðingar myndi þetta hafa fýrir Suðumes? Enginn er fylgjandi stríði í sjál- fu sér. Enginn er heldur fylgj- andi harðstjórum á borð við Saddam. Þegar Bandaríkja- menn í raun settu okkur afar- kosti um stuðning áttum við vart annarra úrkosta. Hefðum við neitað þarf varla að spyrja um fram- haldið. Um þessar mundir er verið að loka tveimur her- stöðvum í Þýskalandi og færa starfsemina til Póllands og Tékk- lands - frá þeim sem ekki vildu styðja Bandaríkjamenn til þeirra sem fylktu sér að baki þeim. Varnarsamningurinn er nú til endurskoðunar. Banda- ríkjamenn munu taka afstöðu Samfylkingarmanna sem fjandskap við sig og samnings- staða okkar verður engin og ætla má að stöðinni hér verði lokað. Suðumesjamenn þurfa að spyr- ja sjálfa sig að því hvort þeir telji atvinnuástandið þola 1.700 manns inn á atvinnuleysisskrá á næstu vikum. Samfylkingin, sem virðist vilja loka stöðinni, hefur heidur ekki svarað því hvernig hún ætli að tryggja varnir landsins eða atvinnu þeirra þúsunda sem hafa störf og tekjur af störfum þar. Suð- urnesjamenn vita hins vegar hveijar afleiðingamar verða. Hjálmar Árnason, alþingismaður. VIÐ Þ0RUM. Þ0RIR ÞÚ? Ungir Jafnaðarmenn á Suðurnesjum börðust hart fyrir því að fá full- trúa ungs fóíks á Suðurnesjum ofarlega á framboðslista Sam- fylkingarinnar. Það var hlustað á unga fólkið í Samfylking- unni og við fengum það í gegn. Brynja Magnúsdóttir er fimmti maður á S - lista í Suðurkjör- dæmi. Ef Samfylk- ingin í Suðurkjör- dæmi nær fjórða manni inn á þing þá er það góður sigur fyrir Suðurnesja- menn því fjórði maður á listan- um er Jón Gunnarsson. Það er enn stærri sigur fyrir unga Suðurnesjabúa því þá er hin 25 ára Brynja Magnúsdóttir, for- maður UJ á Suðurnesjum, fyrsti varaþingmaður Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi. Ekki má hcldur gleyma því að í þriðja sæti situr annar fulltrúi ungs fólks; Björgvin G. Sig- urðsson sem barðist hart gegn samræmdum stúdentsprófum á Alþingi. Samfylkingin setur málefni ungs fólks á oddinn og er ekki hrædd við að setja ungt fólk ofar- lega á framboðslista hvarvetna. Lækkum meðalaldur á Alþingi. Leiðréttum stjórnkerfi núverandi ríkisstjómar í fiskveið- um og menntamálum. Kjósum rökréttar breytingar. Gerum Jón Gunnars- son, Suðurnesjamann að þing- manni okkar. Gerum Brynju Magnúsdóttir, fiilltrúa ungs Sam- fylkingarfólks, að fyrsta vara- manni Samfylkingarinnar í Suð- urkjördæmi. Við þorum. Þorir þú? X-S Hallbjörn V. Rúnarsson Situr í stjórn Ungra jafnaðar- manna á Suðumesjum 34 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.